Fréttablaðið - 19.10.2016, Síða 54

Fréttablaðið - 19.10.2016, Síða 54
Leikhús Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver djöfulsins fáviti HHHHH Rodrigo García Þjóðleikhúsið í samstarfi við ST/una Sýningarstaður: Kúlan Leikstjóri: Una Þorleifsdóttir Leikari: Stefán Hallur Stefánsson Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson Tónlist: Oddur Júlíusson Hönnun og þýðing: ST/una Einleikurinn Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver djöf- ulsins fáviti eftir argentínska sviðs- listamanninn Rodrigo García var frumsýnt í Kúlunni síðastliðinn laug- ardag. Sýningin er samstarfsverkefni sviðslistahópsins ST/una, sem leikar- inn Stefán Hallur Stefánsson og leik- stjórinn Una Þorleifsdóttir stofnuðu á liðnu vori, og Þjóðleikhússins. Kúlan er prýðilegur vettvangur fyrir tilraunastarfsemi þar sem hugmyndir eru prufaðar, ungu fólki gefið tækifæri til að spreyta sig í sinni listsköpun og samtíma- verk sýnd íslenskum áhorfendum. Vonandi er sýningin einungis fyrsta og erfiðasta skrefið í átt að betri nýtingu á þessu rými því ekki var útkoman til eftirbreytni. Stefán Hallur leikur ónefndan íslenskan mann sem er að nálgast fertugt. Hann berst við þunglyndi og algjöra uppgjöf í hinum kapítal- íska heimi. Í örvilnun sinni ákveður hann að taka aleiguna, rúmlega sex hundruð þúsund, út úr banka og fara með ungu drengina sína tvo, sem gætu verið ímyndun, á Prado lista- safnið í Madríd. Þessum peningum ætlar hann að eyða í eiturlyf, áfengi, leigubíla, innbakaðar kjötlokur og heimspekinginn Peter Sloterdijk. Sviðsetningin er með eindæmum hófsöm. Fyrir utan reykinn sem fyllir salinn í byrjun þá er sviðið algjörlega tómt fyrir utan hljóð- nema Stefáns. Leikstjórn Unu Þor- leifsdóttur hverfist um að setja Hinn karllægi kvíði Stefán Hallur leikur ónefndan íslenskan mann sem er að nálgast fertugt. FréTTabLaðið/Ernir „Verkið Annars vegar fólk er líflegt persónugallerí, með 60 myndum af  kynlegum kvistum  sem stóðu á jaðri samfélagsins á 19. öld og í byrjun þeirrar 20,“ segir Þorlákur Einarsson hjá i8. Þar er hann að lýsa listaverki eftir Birgi Andrésson myndlistarmann (1955-2007) sem er til sýnis í Galleríi i8 í Tryggvagötu 16 fram til 28. október. Þetta eru myndir sem Birgir gróf upp hér og þar og stækkaði, ljós- myndir, póstkort og í nokkrum til- vikum teikningar af  Íslendingum sem voru utangarðs í þjóðfélag- inu. Þetta voru  flakkarar og  sér- vitringar, mismiklir gæfumenn en margir þekktir meðal samferða- manna,“ segir Þorlákur og vitnar í Sigurð Gylfa Magnússon sagnfræð- ing sem benti á að flækingar hafi, ásamt skáldum og stjórnmálamönn- um, verið  fræga fólkið á Íslandi á sinni tíð. En eru myndirnar merktar? Já, það er hægt að lesa nöfn allra á myndunum sjálfum, eða þau nöfn sem menn gengust við  á sínum tíma sem oft voru gælunöfn.“ Upphaflega var þetta verk, Annars vegar fólk,  sýnt 1991. Það kom síðast fyrir sjónir manna Flakkarar og sérvitringar í Galleríi i8 Drauma-Jói og Davíð fróði, Ástar- Brandur og Jóhann beri eru meðal  kynlegra kvista  í verki Birgis heitins Andréssonar Annars vegar fólk sem sýnt er þessa dagana í Galleríi i8. árið 2006 þegar það var á stórri heildarsýningu á verkum Birgis, meðan hann var enn á lífi, að sögn Þorláks. Hann áréttar að verkið verði ekki uppi nema tíu daga. „Það er hluti sýningarinnar 4 Parts Divid- ed sem er fjórlaga og hvert verk er sýnt í tíu daga,“ útskýrir hann. Birgir Andrésson var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið PARALYMPIC-DAGURINN ER KYNNINGARDAGUR Á ÍÞRÓTTUM FATLAÐRA Á ÍSLANDI. PARALYMPICS ER STÆRSTA ÍÞRÓTTAMÓT FATLAÐRA AFREKSMANNA Í HEIMINUM. FÓLK MEÐ FÖTLUN ER SÉRSTAKLEGA HVATT TIL AÐ MÆTA OG KYNNA SÉR ÍÞRÓTTAFLÓRUNA. BOCCIA, BORÐTENNIS, BOGFIMI, FRJÁLSAR, LYFTINGAR, SUND, HJÓLASTÓLAKÖRFUBOLTI OG MARGT MARGT FLEIRA. STÓRSKEMMTILEGUR KYNNINGARDAGUR Á ÍÞRÓTTUM FATLAÐRA. LAUGARDAGINN 22. OKTÓBER NK. FRÁ KL. 14:00-16:00 FRJÁLSÍÞRÓTTAHÖLLIN Í LAUGARDAL SVEPPI TEKUR Á MÓTI GESTUM OG SKORAR Á ALLA SEM ÞORA Í ÍÞRÓTTAKEPPNI 1 9 . o k t ó b e R 2 0 1 6 M i Ð V i k U D A G U R26 M e n n i n G ∙ F R É t t A b L A Ð i Ð menning Ein af myndunum á sýningunni annars vegar fólk er af Gústa guðsmanni. FréTTabLaðið/STEFán 1 9 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A F B -B 3 C C 1 A F B -B 2 9 0 1 A F B -B 1 5 4 1 A F B -B 0 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.