Fréttablaðið - 12.10.2016, Qupperneq 8
Bandaríkin Nú hefur Chris Christie,
ríkisstjóri í New Jersey, bæst í hóp
þeirra þungavigtarrepúblikana sem
Donald Trump hefur gengið fram af.
Christie sagði í gær að ummæli
Trumps á myndbandinu, sem lekið
var í fjölmiðla fyrir helgina, hafi
verið algerlega óverjanleg: „Ég mun
ekki verja þau og hef ekki varið þau.“
Trump stærði sig þar af því að geta
áreitt konur að vild.
Christie atti um tíma kappi við
Trump um að verða forsetaefni
Repúblikanaflokksins, en lýsti
síðan yfir stuðningi við hann. Hann
vill raunar ekki ganga svo langt að
segjast ekki lengur styðja Trump
til forseta, en segir að Trump hafi
ekki beðist afsökunar með nægilega
afgerandi hætti.
Þetta kemur í beinu framhaldi
af yfirlýsingu Pauls Ryan, forseta
fulltrúadeildar Bandaríkjaþings,
sem á mánudaginn lýsti því yfir að
hann treysti sér ekki lengur til
að hvetja flokksmenn til að
styðja framboð Trumps.
Úr því sem komið er hafi
hann meiri áhyggjur af gengi
flokksins í þingkosn-
ingum. Þingmenn
flokksins eigi nú
að hugsa frekar
um sjálfa sig hver
í sínu kjördæmi.
„ Þ i n g f o r -
setinn ætlar að
einbeita sér
að því næsta
mánuðinn að
verja þingmeiri-
hluta okkar,“ sagði
AshLee Strong,
talskona hans, í
yfirlýsingu sem
f r é t t a s t ö ð i n
CNN skýrði frá.
„Hann mun
verja allri orku
sinni í að tryggja
að Hillary Clinton fái
ekki óútfylltan tékka
með Demókrata í
meirihluta á þinginu.“
Forsetakosning-
arnar eru þar með í
raun orðnar að auka-
atriði fyrir flokkinn.
Fleiri þungavigtar-
menn í flokknum
hafa nýlega lýst yfir
andstöðu við Trump
eða í það minnsta
neitað að styðja hann.
Þar á meðal eru John
McCain, Condol eezza
Rice og John Kasich.
Harðir stuðningsmenn Trumps
hafa margir hverjir tekið þessu illa
og segja nauðsynlegt að flokkurinn
gangi sameinaður til forsetakosn-
inga. Enda geti gengi flokksins í for-
setakosningum haft mikil áhrif á
gengi hans í þingkosningum.
Margir áhrifamenn flokksins
halda reyndar enn tryggð við Trump,
eða hafa í það minnsta ekki gefið
annað til kynna.
Meðal þeirra eru Rudy Giuliani,
fyrrverandi borgarstjóri í New
York, og öldungadeildarþing-
maðurinn Marco Rubio, sem rétt
eins og Christie keppti upphaflega
við Trump um að verða forsetaefni
flokksins.
Trump sjálfur virðist síðan ekki
ætla að láta þetta neitt á sig fá, heldur
ræðst af hörku gegn þeim áhrifa-
mönnum innan flokksins sem hafa
gagnrýnt hann.
Til þess notar hann Twitter og
fagnar því reyndar að vera nú laus
úr hlekkjunum: „Það er svo gott
að hlekkirnir hafa verið teknir af
mér og nú get ég barist fyrir Banda-
ríkin með þeim aðferðum sem
ég vil.“ Segir þar meðal annars að
Paul Ryan sé veikburða og áhrifa-
lítill leiðtogi. Hann segir einnig
að Repúblikana flokkurinn geti
lært ýmislegt af Demókrötum um
flokkshollustu: „Að undanskildu
því að svíkja Bernie um útnefningu
þá hafa Demókratar alltaf reynst
miklu trygglyndari hver öðrum
en Repúblikanar,” segir Trump.
gudsteinn@frettabladid.is
Trump fagnar því að vera laus
við þungavigtarmennina
Ríkisstjórinn Chris Christie vill ekki lengur koma Trump til varnar, ekki frekar en ýmsir aðrir þungavigtar
menn úr Repúblikanaflokknum sem hafa haldið sig til hlés eftir að upptöku sem sýndi Trump viðhafa
óviðeigandi ummæli um konur var lekið til fjölmiðla. Trump segist ekki þurfa stuðning áhrifamanna.
Donald Trump og Chris Christie í apríl 2016. Þá var ríkisstjórinn einn einarðasti stuðningsmaður Trumps. NorDiCphoTos/AFp
Það er svo gott
að hlekkirnir
hafa verið teknir af mér
og nú get ég barist fyrir
Bandaríkin með
þeim aðferðum
sem ég vil.
Donald Trump
Umhverfismál „Því er fljótsvarað.
Það hefur ekki verið neitt slíkt,“
segir Guðmundur Þorbjörn Björns-
son, rekstrarstjóri meindýravarna
hjá Reykjavíkurborg, spurður um
það hvaða aðgerða hafi verið gripið
til í því skyni að fækka kanínum í
höfuðborginni.
Í Fréttablaðinu í gær var greint
frá slysi sem Hlöðver Bernharður
Jökuls son sjúkraþjálfari lenti í þegar
hann hjólaði á kanínu í Elliðaár-
dalnum. Hlöðver datt af hjólinu
með þeim afleiðingum að fimm
rifbein brotnuðu, lunga féll saman
og annað herðablaðið fór í tvennt.
Hlöðver kallar eftir aðgerðum borg-
arinnar til að fækka kanínunum.
Guðmundur Þorbjörn segir að
eina fækkunin sem eigi sér stað sé
þegar ökumenn keyri á kanínurnar
við Stekkjarbakka. „Það er þó nokk-
uð um það.“
Guðmundur Þorbjörn segir kan-
ínur vera friðaðar en Reykjavíkur-
borg hafi fengið undanþágu til að
taka á málum ef borgarbúar kvarta.
„Það hefur komið fyrir að þær hafa
verið í görðum hjá fólki og svona og
þá höfum við tekið á stöku dýrum.“
Guðmundur Þorbjörn segist vita
til þess að það hafi komið til tals að
grípa til aðgerða varðandi kanín-
urnar. Það hafi vakið hörð viðbrögð
þegar þær hugmyndir voru reifaðar
í fjölmiðlum.
„Ég veit ekki hvort borgaryfir-
völd leggja í það,“ segir hann. Hann
segist sjálfur ekki fara í Elliðaárdal-
inn til þess að lóga kanínum. „Alveg
sama hversu margir myndu kvarta.
Ef farið verður í aðgerðir þar þá
verður það bara að vera ákveðið á
háum stöðum,“ segir Guðmundur.
– jhh
Engar aðgerðir fyrirhugaðar gegn fjölgun kanína í borginni
Fjöldi kanína er í Elliðaárdalnum og eru
skiptar skoðanir um það hvort fækka
eigi þeim. FréTTAblAðið/ ANToN
frakkland Vladimír Pútin, forseti
Rússlands, hefur afboðað heim-
sókn sína til Frakklands, þar sem
til stóð að hann myndi eiga fund
með François Hollande forseta um
ástandið í borginni Aleppo í Sýr-
landi. Forsagan er sú að á laugardag-
inn beittu Rússar neitunarvaldi sínu
í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna,
þegar greidd voru atkvæði um álykt-
un um að stöðva ætti án tafar allar
sprengjuárásir á Aleppo í Sýrlandi.
Kínverjar, sem einnig hafa neitunar-
vald í ráðinu og hafa rétt eins og
Rússar oft beitt því gegn hvers kyns
íhlutunum í málefni annarra landa,
beittu þessu valdi sínu ekki að þessu
sinni heldur sátu hjá. Einungis
Venesúela stóð með Rússum og
greiddi atkvæði gegn ályktuninni.
Hollande tók þessu afar illa og
hefur sagt að sennilega væri fundur
með Pútín tilgangslaus sem stendur,
en þeir áttu að hittast í París í næstu
viku. Hollande hefur einnig sagt að
vegna þátttöku sinnar í loftárás-
unum á Aleppo geti Rússar átt yfir
höfði sér málaferli vegna stríðs-
glæpa. – gb
Pútín vill ekki hitta Frakklandsforseta
François hollande og Vladimír pútín,
þar sem þeir hittust í Moskvu í nóvem-
ber á síðasta ári. FréTTAblAðið/AFp
Forsetakosningar í
USA 2016
neytendUr DV braut ákvæði laga
um neytendasamninga og ákvæði
laga um húsgöngu og fjarsölu-
samninga með því að veita neyt-
endum ekki nægar upplýsingar í og
eftir sölusímtöl þegar DV var boðið
í áskrift. Þetta er niðurstaða Neyt-
endastofu sem úrskurðaði um málið
eftir að stofnuninni bárust ábend-
ingar og kvartanir vegna símasölu
DV á blaðaáskriftum.
Neytendur kvörtuðu yfir því að
þeim hafi verið boðin frí áskrift að
DV en ekki hafi komið fram nauð-
synlegar upplýsingar um að þeir
færu sjálfkrafa í þriggja mánaða
áskrift að frítímabili loknu. Þá hafi
neytendum reynst erfitt að segja
samningi upp.
Neytendastofa sendi DV fyrir-
spurnir vegna málsins. Bent var á
að fyrirtæki í símasölu verða í sam-
talinu að veita fullnægjandi upp-
lýsingar um tilboðið, meðal annars
varðandi uppsagnarfrest og bindi-
tíma, auk þess að senda þær skrif-
lega að sölu lokinni. - jhh
Brutu lög
við sölu á DV
reykjavík Skrifað var undir samn-
inga í dag milli Faxaflóahafna og
Björgunar um að Björgun fari af
lóðinni Sævarhöfða 33. Að auki er
samið um að Björgun vinni að 25
þúsund fermetra landfyllingu sem
er fyrsti áfangi í stækkun Bryggju-
hverfisins.
Faxaflóahafnir munu kaupa þrjár
húseignir Björgunar á svæðinu og
laust malarefni á lóðinni sem notað
verður við landfyllinguna.
Í tilkynningu frá Reykjavíkur-
borg segir að samningar við Björgun
hafi það í för með sér að starfsemi
fyrirtækisins færist annað, landrými
eykst fyrir íbúðabyggð á svæðinu og
unnt verður að hefja vinnu við deili-
skipulag þess. - jhh
Björgun fer
af Sævarhöfða
Neytendastofa segir að símsölumenn
hafi ekki látið vita af þriggja mánaða
bindingu sem fylgdi tilboðinu.
Það hefur komið
fyrir að þær hafa
verið í görðum hjá fólki og
svona og þá höfum við tekið
á stöku dýrum.
Guðmundur Þor-
björn Björnsson,
rekstrarstjóri
meindýravarna hjá
Reykjavíkurborg
Hann mun verja
allri orku sinni í að
tryggja að Hillary Clinton fái
ekki óútfylltan tékka með
Demókrata í meirihluta á
þinginu.
AshLee Strong,
talskona Pauls
Ryan, forseta
fulltrúadeildarinnar
1 2 . o k t ó B e r 2 0 1 6 m i Ð v i k U d a G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a Ð i Ð
1
2
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:4
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
E
3
-E
9
6
4
1
A
E
3
-E
8
2
8
1
A
E
3
-E
6
E
C
1
A
E
3
-E
5
B
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
6
4
s
_
1
1
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K