Fréttablaðið - 12.10.2016, Side 16
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson
magnus@frettabladid.is lífið: Sara McMahon sara@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Hafliði
Helgason
haflidi@frettabladid.is
Þann 19. september var skrifað undir samkomulag um breytingu á lífeyrissjóðum opinberra starfs-manna. Það samkomulag átti að ramma inn
frumvarp um breytingar á lögum lagt fyrir Alþingi á yfir-
standandi þingi. Forystufólk opinberu stéttarfélaganna
skrifaði undir samkomulagið í trausti þess að öll réttindi
núverandi sjóðsfélaga væru tryggð og óbreytt.
Samræmt lífeyriskerfi er skynsamlegt og um það er
ekki deilt, en dettur nokkrum í hug að það ágæta fólk sem
hefur forystu í stéttarfélögunum hafi skrifað með bros á
vör undir samkomulag sem rýrir réttindi umbjóðenda?
Góðu heilli var fyrirliggjandi frumvarp ekki afgreitt
á Alþingi því það var ekki í anda samkomulagsins frá
19. september.
Svik, segir forseti ASÍ.
Ég virði baráttu ASÍ fyrir bættum kjörum sinna félags-
manna. ASÍ hefur átt frumkvæði að mörgum góðum
málum til handa launþegum almennt. En á sama tíma
bið ég forseta ASÍ að virða stöðu annarra stéttarfélaga og
sýna þeirra baráttu sömu virðingu.
Hingað til hefur ASÍ lítið umburðarlyndi haft fyrir því
ef laun sumra stétta opinberra starfsmanna hækka meira
en á almennum markaði. Þá er hótað öllu illu og „launa-
löggan“ sér til þess að okkar viðsemjendur hugsa sig um
tvisvar áður en þeir rétta af kjör opinberra starfsmanna af
ótta við að styggja forystu annarra launþega. Og er það þá
virkilega þannig að forysta ASÍ berjist fyrir lægri launum
opinberra starfsmanna? Og fyrir skertum lífeyrisrétt-
indum þessa sama hóps?
Ég bið forseta ASÍ að hafa það í huga að opinberir
starfsmenn hafa verið, og eru enn, lægra launasettir
en kollegar þeirra á almennum markaði. Samræming
lífeyrisréttinda á almennum og opinberum markaði má
ekki fela í sér réttindaskerðingu þeirra sem hafa búið við
lægri laun í þeirri vissu að betri lífeyrisréttindi séu í það
minnsta verðmæti sem ekki verði frá þeim tekin. Það
getur því aldrei nokkurn tímann skapast sátt um breyt-
ingar á lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna eigi það að
fela í sér skerðingu á réttindum núverandi sjóðfélaga. Og
rétt er auðvitað, áður en lengra er haldið, að leiðrétta laun
opinberra starfsmanna. Þegar sú vegferð hefst verður það
vonandi án þess að launalögga ASÍ hóti öllu illu.
Launalögga ASÍ
Ég bið forseta
ASÍ að hafa
það í huga
að opinberir
starfsmenn
hafa verið, og
eru enn, lægra
launasettir
en kollegar
þeirra á al-
mennum
markaði.
Guðríður
Arnardóttir
mynd sem þú mátt ekki missa af
- v a r i e t y- E n t e r t a i n m e n t w e e k l y
“emily blunt gives rachel
multiple dimensions”
“superb job”
“emily blunt is perfect”
“solid thriller”
“the girl on the train is
sexy and brutal”
“vivid performances
from the cast”
Alþingi samþykkti í gær frumvarp um gjaldeyrisviðskipti sem kynnt voru fyrir nokkru. Ný lög eru mikilvægt skref á þeirri vegferð að landið verði aftur þátttakandi í alþjóðlegu við-skiptaumhverfi.
Með lögunum eru heimildir Íslendinga til að dreifa
áhættu sinni út fyrir íslenska hagkerfið rýmkaðar
verulega. Seðlabankinn hefur þó enn mikil völd og
getur fylgst náið með gjaldeyrisviðskiptum almenn-
ings og fyrirtækja.
Þegar gjaldeyrishöft voru sett á óttuðust margir
að því lengur sem þau vörðu, því fleiri hefðu af því
hagsmuni að þau væru um kyrrt. Sem betur fer virðist
sú hætta að baki og almenn sátt um að landið eigi að
haga málum sínum með þeim hætti að það sé fullur
þátttakandi í heimsviðskiptum.
Ein af stoðum EES-samningsins er frjálst flæði fjár-
magns og enda þótt það kunni enn um sinn að vera
draumórar að við uppfyllum öll skilyrði þess samn-
ings þá eru ný gjaldeyrislög mikilvægt skref í þá átt.
Við losun hafta hefur mögulegur fjármagns-
flótti verið mesta ógnin. Nú er staðan sú að Seðla-
bankinn situr á miklum gjaldeyrisforða og jöfnuður
við umheiminn er með þeim hætti að margir gætu
öfundað okkur af.
Hagvöxtur er mikill og hann hefur verið drifinn
áfram af gjaldeyrisskapandi grein eins og ferðaþjón-
ustunni. Allar hirslur eru að fyllast af gjaldeyri og staða
á alþjóðamörkuðum er þannig að þó mönnum bjóðist
að fara eru þeir tregir til.
Lífeyrissjóðir fengu heimild til að flytja þó nokkra
fjármuni úr landi, en hafa farið sér hægt vegna óvissu
og lágra vaxta í löndunum í kringum okkur. Til þessa
hafa þeir ekki nýtt alla þá heimild sem þeim stóð til
boða. Til lengri tíma ættu þeir þó að nýta tækifæri til
að dreifa áhættu sinni.
Þetta er staða sem engan hefði órað fyrir, þó ekki sé
litið lengra um öxl en til þriggja til fimm ára. Ef raunin
af slökun haftanna nú verður sú að fé leiti lítið úr land-
inu er einboðið að stíga frekari skref og afnema höft að
fullu. Að óbreyttu bendir flest til þess að krónan muni
halda áfram að styrkjast næsta árið sem kann að reyna
á samkeppnis- og útflutningsgreinar.
Ástandið nú minnir um margt á upphafsár útrásar
íslenskra fyrirtækja. Hagsveifla hér var meiri en í
nágrannalöndum og fjármunamyndun og aðgengi
að lánsfé opnaði mikil tækifæri fyrir fjárfesta. Mikil
skuldsetning fjárfestinga gaf vel af sér, en því miður
hélst skuldsetning há sem leiddi til þess að stór hluti
eiginfjár einkafjárfesta tapaðist.
Ekki er að efa að tækifæri munu opnast á ný og þá er
mikilvægt að nýta lærdóm síðustu uppsveiflu. Hann er
í stuttu máli sá að vera klæddur fyrir rysjótt veður og
ganga hægt um gleðinnar dyr.
Loksins slaknar
á höftunum
Nú er staðan
sú að Seðla-
bankinn situr
á miklum
gjaldeyris-
forða og
jöfnuður við
umheiminn er
með þeim
hætti að
margir gætu
öfundað
okkur af.
Hagsmunirnir
Segja má að hnýttur hafi verið
rembihnútur á raflínur sem
flytja eiga rafmagn frá Þeista-
reykjum og Kröflu að Bakka
við Húsavík. Jón Gunnarsson,
formaður atvinnuveganefndar,
segir svo mikla hagsmuni í
húfi í viðtali við Fréttablaðið
í dag, að þingið eigi að vera
læst inni þar til málið leysist.
En ef hagsmunirnir eru svona
ríkir, hefði þá ekki verið nær að
vanda betur til verka í upphafi?
Eða sýnir málið að sameining
sveitarfélaga er nauðsynleg svo
styrkja megi faglega ferla innan
sveitarfélaga til að koma í veg
fyrir svona hnúta?
Rasískt eða þjóðernislegt?
Í kosningaspjalli Vísis, sem
er ávallt í beinni útsendingu
eftir hádegi á virkum dögum,
sagðist Gunnlaugur Ingvarsson
þreyttur á því að flokkurinn
hans væri sakaður um rasisma
í fjölmiðlum. Gunnlaugur er
oddviti Íslensku þjóðfylkingar-
innar og segir flokkinn alls ekki
rasískan á nokkurn einasta hátt.
Hins vegar bætti hann við að
mikilvægt væri að gyrða sig í
brók í innflytjendamál og ýta
hælisleitendum aftur úr landi
sem fyrst. Þá sagði hann að
Þjóðfylkingin væri á móti íslam-
svæðingu eins og hann kallaði
það. Það var ágætt að fá þettta
á hreint hjá Gunnlaugi. sveinn@
frettabladid.is
1 2 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M I Ð V I k U D A G U r16 s k o Ð U n ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð
SKOÐUN
1
2
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:4
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
E
3
-A
9
3
4
1
A
E
3
-A
7
F
8
1
A
E
3
-A
6
B
C
1
A
E
3
-A
5
8
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
6
4
s
_
1
1
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K