Fréttablaðið - 12.10.2016, Síða 52
Leikhús
hannes & smári
eftir Halldóru Geirharðsdóttur, Jón
Pál Eyjólfsson og Ólafíu Hrönn Jóns-
dóttur
HHHHH
Borgarleikhúsið í samstarfi við
Leikfélag Akureyrar
Leikendur: Ólafía Hrönn Jóns-
dóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Elma
Stefanía Ágústsdóttir og Kolbeinn
Orfeus Eiríksson
Leikstjórn: Jón Páll Eyjólfsson
Leikmyndir og búningar: Brynja
Björnsdóttir
Lýsing: Magnús Helgi Kristjánsson
Tónlist: Hannes og Smári
Hljóð: Baldvin Þór Magnússon og
Þórður G. Þorvaldsson
Myndband: Jón Páll Eyjólfsson
Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir
Leikhúsgestum er boðið upp á list-
ræna samsuðu, samda og leikna af tón-
listarmönnunum Hannesi og Smára,
hliðarsjálfum leikkvennanna Halldóru
Geirharðsdóttur og Ólafíu Hrannar
Jónsdóttur á Litla sviði Borgarleik-
hússins um þessar mundir. Sýningin
er samstarfsverkefni Borgarleikhúss-
ins og Leikfélags Akureyrar en hún
var frumsýnd síðastliðinn föstudag í
Reykjavík og fer á fjalirnar fyrir norðan
þann 18. nóvember.
Á sviðinu ríkir ringulreið nánast frá
byrjun en þeir kumpánar gerðu ráð
fyrir því að sýningin myndi enda á stóra
sviði Borgarleikhússins, eðlilega. Stuttu
fyrir frumsýningu steig trommarinn til
hliðar vegna listræns ágreinings og í
hans stað eru þeir búnir að ráða ellefu
ára dreng; Eyjólfur Flóki var sá eini sem
svaraði auglýsingu hljómsveitarinnar
Úlfanna. Leikmyndin, hugvitsamlega
hönnuð af Brynju Björnsdóttur, var
því bókstaflega söxuð niður svo að hún
passi á smærra svið.
Drag, eða klæðaskipti, er í eðli sínu
pólitísk athöfn, þá sérstaklega innan
hinsegin heimsins. Með því að klæðast
fötum gagnstæðs kyns geta einstakling-
ar tekið til sín vald sem þeim er vana-
lega neitað um, yfirleitt vegna kyn-
hneigðar eða kyngervis síns, og á sama
tíma gagnrýnt valdasamsetningu sam-
félagsins. Hannes og Smári sýna okkur
þannig tilfinningarót karlmennskunnar
en gagnrýna óskemmtilegar hliðar
hennar á sama tíma.
Söngtextar og tónlist eru alfarið
eftir Halldóru og Ólafíu Hrönn en Jón
Páll Eyjólfsson kemur að handritinu,
ásamt leikkonunum tveimur. Óum-
deilanlegt er að þær tvær eru miklar
hæfileikakonur og leika hér á als oddi:
spila á ýmis hljóðfæri, syngja og takast
að lokum á loft. Persónusköpun þeirra
er nákvæm allt frá smámælgi Smára til
tómlegs augnaráðs Hannesar. Jón Páll
hikar ekki við að hrista upp í sviðsetn-
ingunni með uppbrotum og óvæntum
uppákomum. En enn og aftur, enn og
aftur, er ekki nægilega vel hugsað um
handrit sýninga í íslensku atvinnu-
leikhúsi. Brotakennt á það kannski að
vera, líkt og sálarlíf aðalpersónanna, en
það er ekki nægilega góð ástæða fyrir
óhnýttum endum, ókláraðri persónu-
sköpun og endasleppri niðurstöðu.
Endurgerð þeirra á ónefndu atriði
úr frægri rómantískri Hollywood-bíó-
mynd er gjörsamlega óborganleg, þó
Elma Stefanía Ágústsdóttir fái allt of
lítið að gera. Sömuleiðis er ljóðahorn
Smára óbærilega fyndið sem og gítar-
sóló Hannesar sem ætlar engan enda
að taka. Kolbeinn Orfeus Eiríksson fær
líka einn af bestu bröndurum kvöldins
sem er svo óviðeigandi og svakalegur
að ekki er hægt að endurtaka á prenti. Í
þessum atriðum birtast möguleikarnir
sem felast í karakterum Hannesar og
Smára, hvernig hægt er að nota drag
sem tvíeggja vopn á súran íslenskan
veruleika.
Leikgervi Árdísar Bjarnþórsdóttur
verður að nefna sérstaklega en þau eru
sett saman af kostgæfni og fagmennsku.
Þess væri þó óskandi að hljóðið hefði
verið í sama gæðaflokki en oft var frek-
ar erfitt að heyra orðaskil í söngtextum
Úlfanna, sem er algjör synd því þeir eru
einn af hápunktum sýningarinnar.
Bara ef hárbeittu augnablikin væru
fleiri og betur skipulögð. Bara ef hand-
ritið væri þéttara og sterkara. Hand-
ritið hangir nefnilega varla saman
nema á lyginni einni og sviðsverund
leikkvennanna, enda eru þær þaul-
vanar og frábærar í sínum hlutverkum.
Textann þyrfti að stytta hressilega og
sömuleiðis skrúfa samfélagsádeiluna
upp í ellefu. Sigríður Jónsdóttir
NiðurstAðA: Þó nokkur bráð-
fyndin atriði bjarga ekki gölluðu
handriti.
Úlfar í listrænum ham
„Ég telst jú einn af leikstjórum
myndarinnar, þó að ég sé smiður
að aðalatvinnu. Við erum þrjú sem
stöndum að henni en hún er eigin-
lega mér að kenna,“ segir Haukur
Sigvaldason, hugmyndasmiður að
heimildarmyndinni Brotið. Hún
fjallar um aftakaveður sem skall
á í dymbilvikunni árið 1964 með
þeim afleiðingum að sjö sjómenn
fórust frá Dalvík og þrettán börn
misstu feður sína, þar á meðal
Haukur.
Brotið verður sýnt í Bíói Para-
dís við Hverfisgötu á morgun. „Við
köllum þetta frumsýningu sunnan
heiða en Dalvíkingar fengu að
sjá myndina í fiskidagsvikunni,
meðan hún var enn í klippivélinni
og svo sýndum við á Ólafsfirði um
síðustu helgi. Þetta er engin gleði-
mynd en henni var vel tekið því
fólki fannst hún áhrifarík,“ segir
Haukur.
Ástæðu hinna skyndilegu
veður breytinga segir Haukur þá
að hlýr loftmassi hafi legið yfir
landinu um tíma þegar allt í einu
hafi komið ískaldur strókur frá
Grænlandi, sem ekki hafði komið
fram í spám. „Þessi kaldi massi
ræðst á hlýja loftið og úr verður
hvellur sem stóð í þrjá daga með
látum. En aðfaranótt 9. apríl höfðu
sjómenn á Dalvík haldið til veiða,
enda veðurspáin þokkaleg. Voru á
línu austur á Skjálfanda í steinbít,
grandalausir, þegar veðrið ræðst
að þeim. Það fórust fjórir Dalvík-
urbátar í þessum látum en mann-
björg varð af tveimur trillum.
Strandferðaskipið Esjan kom að
Valnum sem faðir minn og Gunn-
Engin gleðimynd en áhrifarík
Heimildarmyndin Brotið verður frumsýnd sunnan heiða í Bíói
Paradís og er á dagskrá þar fram yfir helgi. Þar er lýst mann-
skaðaveðri í apríl árið 1964 og áhrifum þess á Dalvík þar sem
þrettán börn misstu feður sína í hafið.
„Við erum þrjú sem stöndum að myndinni en hún er eiginlega mér að kenna,“ segir smiðurinn Haukur. FréTTabLaðið/GVa
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
Trommarinn Kolbeinn Orfeus í hlut-
verki sínu ásamt þeim Hannesi og
Smára á Litla sviði borgarleikhússins.
Mynd/GríMur bJarnaSOn
1 2 . o k t ó B e r 2 0 1 6 M i ð V i k u D A G u r28 M e N N i N G ∙ F r É t t A B L A ð i ð
menning
1
2
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:4
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
E
3
-C
1
E
4
1
A
E
3
-C
0
A
8
1
A
E
3
-B
F
6
C
1
A
E
3
-B
E
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
6
4
s
_
1
1
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K