Fréttablaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 16
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Sara McMahon sara@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Logi Bergmann Kosið er til Alþingis í dag. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum er fylgi flokkanna á fullri ferð, og raunar ógern-ingur að spá um það að morgni hvernig kosningarnar fara að kvöldi.Þó virðist sem stjórnarflokkarnir séu að einhverju leyti að ná vopnum sínum. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur ekki mælst hærri í nokkurn tíma, og Framsókn gælir við tíu prósentin eftir erfiða daga. Ekki er ólíklegt að það sé útspil stjórnarandstöðu- flokkanna að hefja vísi að stjórnarmyndunarviðræð- um fyrir kosningar sem valdi hreyfingu á fylgi. Með því eru valkostirnir skýrðir; vinstri eða hægri stjórn. Sennilegt er að óttinn við svo róttækar breytingar sé raunverulegur hjá mörgum kjósendum nú þegar vel hefur gengið í efnahagslegu tilliti. Ekki kæmi á óvart þótt útkoma stjórnarflokkanna yrði enn betri þegar talið verður upp úr kössunum. Eftir sem áður virðist ríkisstjórnin kolfallin. Margt bendir til þess að stjórnarmyndunarviðræð- urnar hafi verið afleikur, að minnsta kosti af hálfu Samfylkingar og Bjartrar framtíðar. Fólk getur haft aðra ástæðu en þá að vilja vinstri stjórn til að kjósa þá flokka. Það á sérstaklega við um Bjarta framtíð sem skapað hefur sér sérstöðu um mörg mál, til að mynda í andstöðu við búvörusamningana umdeildu. Fram- ganga þeirra í því máli vakti flokkinn upp frá dauðum. Nú telja margir kjósendur að atkvæði greitt þessum flokkum sé atkvæði með vinstri stjórn. Bæði Samfylk- ingin og Björt framtíð þurfa víðari skírskotun en svo. Viðreisn einn flokka valdi þann kostinn að hafna boði um þátttöku í viðræðunum, og stendur sterkari eftir. Staðan á pólitíska sviðinu er því flóknari en dæmi eru um á seinni tímum. Viðreisn kann að lenda í lykilstöðu, en hefur þó verið afdráttarlaus um að ekki komi til greina að gerast þriðja hjólið í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi. Þá er raunar allt opið. Viðreisn getur hallað sér á hvora hliðina sem er. Staðan gæti orðið snúin fyrir nýjan forseta þegar niðurstaða liggur fyrir. Það yrði hans fyrsta stóra verk- efni, og mögulega eitt það flóknasta sem forseta hefur verið falið í lýðveldissögunni. Vonandi ferst honum það jafn vel úr hendi og önnur léttvægari embættis- verk til þessa. Hver sem niðurstaðan verður er ljóst að núverandi stjórnarflokkar geta ekki bara yppt öxlum og sagst ekki skilja hvernig stjórnin getur fallið við þær góðu efnahagslegu aðstæður sem nú ríkja. Þeir hafa leyst efnahagsleg verkefni, en klúðrað samtalinu við fólkið í landinu. Krafan um breytingar er raunveruleg, en breyting- arnar mega ekki hafa í för með sér efnahagslegar koll- steypur. Í því felst hið vandrataða einstigi kjósenda í þessum kosningum. Vandratað einstigi Staðan á pólitíska sviðinu er því flóknari en dæmi eru um á seinni tímum. Ég þekkti einu sinni mann sem tók ekki mark á skoðanakönnunum af því að hann var aldrei með í þeim. Hann hafði að vísu þá reglu að svara ekki í símann á kvöldin, en sá ekkert samhengi þarna á milli. Allar skoðanakannanir sem féllu ekki að skoðunum hans voru bara bull. Ég veit ekki hvort ég þarf að taka það fram að þessi maður er vitleys- ingur. En hann er ekki einn. Ef eitthvað væri að marka skoðanakannanir á útvarpi Sögu þá væri Flokkur heimilanna í góðum málum að ljúka fyrsta kjörtímabili sínu með hreinan meirihluta. Og Sturla Jónsson, réttkjörinn forseti, væri langt kominn með að banna verðtrygg- ingu og fella niður tolla á vörubílum. Þessar kannanir eru eins og upphitun fyrir lands- leik. Jújú, voða áhugavert, en nú erum við hætt að nenna að hlusta á einhverja sérfræðinga spá í spilin og viljum bara að þetta fari að byrja. Mér hefur alltaf fundist kosningar stórkostlega skemmtilegt fyrirbæri. Það er kannski ekki að marka, því mér finnst allt sem er stórt, óreglulegt og líklegt til að fara úr böndunum skemmtilegt. Þannig hef ég til dæmis gaman af því að taka próf, þótt mér hafi í raun aldrei þótt sérlega skemmtilegt að læra. Og kosningar eru soltið eins og maður sé að fara ólesinn í próf. Maður svarar fyrst því sem maður er alveg viss um og svona reynir að giska rétt á restina og bíður svo spenntur eftir einkunnum. Engin rétt svör Munurinn á prófi og kosningum er hins vegar að það er ekkert rétt svar. Það er engin allsherjar- niðurstaða sem gefur þér hærri einkunn. Í besta falli hafa fleiri svarað prófinu á sama hátt og þú en þeir sem gerðu það ekki höfðu ekki endilega rangt fyrir sér. Það virðist erfitt fyrir suma að sætta sig við þetta. Ákveðinn hópur kemur alltaf fram og frekjast yfir því að einhverjir hafi fengið rétt á þessu prófi, fyrir röng svör. Það verði helst að taka prófið aftur, því þetta geti bara ekki staðist. Þau hafi verið að læra í allan vetur og mætt í alla tímana og svo komi bara þessi niðurstaða. Það sem er furðulegast við þetta er að oft eru þetta helstu talsmenn lýðræðis sem eru allra reiðastir. Þeir sem tala hæst um rétt fólksins til að kjósa, eiga oft erfiðast með að sætta sig við niðurstöðuna hjá þessu sama fólki. Það er reyndar fyndið en líka dapurlegt. Við höfum komið okkur upp ákveðnu kerfi hér. Við kjósum og svo er mynduð stjórn. Svo verður hún óvinsæl, venjulega af því að hún gerir ekki allt fyrir alla, og þá vill fólk bara að hún víki. Það vill fá að taka prófið aftur. Velja sjálf Stundum held ég að pólitík líkist því helst að velja morgunmat fyrir illa sofið og úrillt barn. Allt sem maður tekur til er ómögulegt og það vill alltaf fá það sem er ekki til. Ég á slatta af börnum og lærði það fyrir löngu að þegar þau fara öfugt framúr, þá er best að leyfa þeim að velja sjálf. Þá geta þau að minnsta kosti ekki kvartað undan því sem þau völdu sjálf. Það á kannski ekki alveg eins vel við kjósendur, því ótrúlega mörgum tekst að verða gríðarlega ósáttir við það sem þeir kusu alveg sjálfir. En í dag tökum við prófið, lesin sem ólesin. Ég ætla að taka það og ég get lofað því að hvernig sem fer þá ætla ég að sætta mig við niðurstöðuna. Þetta verður það sem „við kusum yfir okkur“ og þá verður það bara að vera þannig. Þrátt fyrir allt er lýðræðið nefnilega sjúklega meiriháttar. Prófdagur Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunudaga 9.00 -16.00 ÖLL BRAUÐ Á 25% AFSLÆTTI ALLA MÁNUDAGA • Austurströnd 14 • Dalbraut 1 • Hringbraut 35 • Fálkagötu 18 • Lönguhlíð PREN TU N .IS 2 9 . o k t ó b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r16 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð i ð SKOÐUN 2 9 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 9 F B 1 1 2 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 1 C -1 E 8 0 1 B 1 C -1 D 4 4 1 B 1 C -1 C 0 8 1 B 1 C -1 A C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 1 2 s _ 2 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.