Fréttablaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 10
Fyrir þig
í Lyfju
lyfja.is
Decubal fyrir húðina! Afsláttur af völdum
Decubal vörum út október.
afsláttu
r
20%
ZENDIUM STYRKIR
NÁTTÚRULEGAR
VARNIR MUNNSINS
FÉLAG ÍSLENSKRA
TANNFRÆÐINGA MÆLIR
MEÐ ZENDIUM TANNKREMI
Kosningar Veður gæti tafið taln-
ingu atkvæða í Norðausturkjör-
dæmi en ætti ekki að hafa áhrif í
öðrum kjördæmum. Ókyrrt loft í
kvöld og fjallabylgjur gætu hamlað
flugferðum milli Egilsstaða og
Akureyrar og því gæti þurft að aka
með kjörkassa frá Austurlandi til
Akureyrar í nótt sem tefði talningu
atkvæða.
1.302 Íslendingar bjóða fram í
alþingiskosningunum í dag og eru
rúmlega 246 þúsund manns á kjör-
skrá að þessu sinni. Stjórnmálafræð-
ingar eru á einu máli um að kosn-
ingarnar í dag séu þær tvísýnustu
í háa herrans tíð og engin leið að
spá um úrslitin. Skoðanakannanir
hafa gefið mismunandi niðurstöður.
Því er líklegt að í vændum sé löng
kosninganótt og erfiðar stjórnar-
myndunarviðræður að loknum
kosningum.
Birta Líf Kristinsdóttir, veður-
fræðingur á Veðurstofu Íslands,
segir kosningaveðrið í dag ekki
vera mjög gott en þó skaplegt. „Í
kortunum er stormur með tals-
verðri rigningu fyrst sunnan- og
vestanlands. Svo dregur úr úrkomu
og vindi upp úr hádegi en þá á eftir
að versna norðan og austan til. Þar
mun rigna með hvassviðri og leiðin-
legu veðri,“ segir Birta Líf. „Ef ég ætti
að ráðleggja kjósendum þá hentar
fyrri partur dagsins fyrir íbúa á
Norður- og Austurlandi en íbúar
sunnan og vestan til ættu að kjósa
seinni partinn.“
Grétar Þór Eyþórsson, prófessor
í stjórnmálafræði við Háskólann á
Akureyri, segir kjörsókn geta ráðið
úrslitum í kosningunum í dag. „Það
er þannig að ef unga fólkið fer ekki á
kjörstað munu Píratar lækka flugið
og gamalgrónu flokkarnir sem eldra
fólkið kýs frekar vinna á. Það getur
því ráðið miklu um kjörsókn unga
fólksins,“ segir Grétar. Kjörsókn
hefur farið dvínandi á Íslandi í
síðustu fernum þingkosningum og
vill Grétar ekki spá neinu um kjör-
sókn nú. „Þetta er rosalega tvísýnt
og ekki hægt að spá um kjörsókn.
Mun hún fara niður áfram eða mun
þessi spenna valda því að smölun
yrði meiri á kjörstað?“
Kjörkassar frá Austurlandi verða
fluttir til Akureyrar þar sem talið
er úr Norðausturkjördæmi. Birta
Líf segir veðurspána ekki hliðholla
flugsamgöngum. „Það eru nokkrir
hlutir sem spila inn í. Við sjáum
ókyrrð í lofti og fjallabylgjur sem
eru óheppilegar fyrir farþegaflug en
svo er spurning hvort þeir láti kjör-
kassana hafa það og fljúga með þá,
það verður bara að koma í ljós. Hins
vegar þyrfti í versta falli að aka með
þá til Akureyrar,“ segir Birta Líf.
sveinn@frettabladid.is
Veður gæti haft áhrif á
úrslitin í kosningunum
Fjórflokkurinn gæti hagnast á slæmu veðri á kjördag að sögn stjórnmálafræð-
ings. Kjörsókn ungs fólks gæti haft úrslitaáhrif á niðurstöðu alþingiskosning-
anna. Kjörsókn hefur farið minnkandi í síðustu fernum alþingiskosningum.
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti kjörgögn til Dalvíkur í gær og flaug með þau áleiðis til Grímseyjar. Ófært hefur verið í eyna
síðustu daga vegna veðurs. MynD/Haukur SnorraSon
Kosið í tvo daga
Trausti Jónsson veðurfræðingur
man vel eftir alþingiskosningunum
í desember árið 1979. Landskjör-
stjórn bað þá Veðurstofu Íslands
um álit á því að kjósa ætti svo
seint á árinu. „Á endanum var
ákveðið að kjörstaðir yrðu opnir í
tvo daga til að menn gætu kosið.
Það gerði slæmt veður á þessum
tíma en allt gekk þetta að óskum,“
segir Trausti. „Veturinn 1979 var
óvenjuhlýr eins og októbermán-
uður í ár og því eru nokkur líkindi
með þessari atburðarás hvað
varðar veðrið. Einhverjir fjallvegir
lokuðust á þessum tíma en við
þurfum nú ekki að óttast það í
þessum kosningum.“
Það er þannig að ef
unga fólkið fer ekki á
kjörstað munu Píratar lækka
flugið og gamalgrónu flokk-
arnir sem eldra fólkið kýs
frekar vinna á.
Grétar Þór Eyþórs-
son, stjórnmála-
fræðingur
samfélag Samtök sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu (SSH) greiddu
kostnað vegna ferðar Dags B. Egg-
ertssonar borgarstjóra til Strassborg-
ar, Kaupmannahafnar og Vancouver
þar sem hann kynnti sér rekstur
sporvagna. Kostnaður Reykjavíkur-
borgar vegna þátttöku aðstoðar-
manns borgarstjóra, sviðsstjóra
umhverfis- og skipulagssviðs og sam-
göngustjóra nam um 1,3 milljónum.
Þetta kom fram á borgarráðsfundi
Reykjavíkurborgar á fimmtudag.
Kostnaðurinn var um 300 þúsund
vegna dagpeninga, 640 þúsund fyrir
flug og rútu og 370 þúsund vegna
gistikostnaðar. Borgarráðsfull-
trúar Sjálfstæðisflokks spurðu hvers
vegna ákveðið hefði verið að fara
til borganna og um kostnaðinn.
Í svari borgarstjóra segir að
ferðin hafi verið sérstak-
lega farin með það í huga
að skoða utanumhald og
umgjörð utan um upp-
byggingu hágæðakerfis
almenningssamgangna,
léttlestar- eða hraðvagna-
kerfi sem kallað hefur verið
Borgarlínan. Í samræmi við
tillögu skrifstofu samtak-
anna fór borgar-
stjóri Reykja-
víkur ásamt
bæjarstjórum
sveitarfélag-
anna á höfuð-
borgarsvæðinu og fulltrúum innan-
ríkisráðuneytisins, Vegagerðarinnar
og Strætó til borganna til að kynna
sér reynsluna af uppbyggingunni.
Kaupmannahöfn var valin vegna
létt- og neðanjarðarlestakerfis borg-
arinnar sem hannað var af dönsku
verkfræðistofunni COWI en sú
stofa mun aðstoða SSH í skipulags-
vinnu í kringum Borgarlínu, Strass-
borg vegna árangursríks samstarfs
sveitarfélaga þar sem tekist
var á við að byggja upp
almenningssamgöngukerfi
og breyta ferðavenjum
íbúa og Vancouver vegna
samstarfs ríkis og sveitar-
félaga sem hefur skilað af
sér PPP-módeli við uppbygg-
ingu hágæðakerfis sem hefur
orðið fyrirmynd margra slíkra
verkefna. – bbh
Kostnaður borgarinnar
vegna ferðar yfir milljón
ViðsKipti Þýski bankarisinn
Deutsche Bank hagnaðist um
278 milljónir evra, jafnvirði 34,6
milljarða íslenskra króna, á þriðja
ársfjórðungi. Um var að ræða veru-
legan viðsnúning en á sama tímabili
í fyrra tapaði bankinn 6 milljörðum
evra, 746 milljörðum króna.
Eins og Fréttablaðið hefur greint
frá hefur Deutsche Bank átt í
miklum rekstrarerfiðleikum síðast-
liðið árið. Forsvarsmenn Deutsche
Bank segja að erfitt vaxtaumhverfi
og áhrif af himinhárri sekt banda-
rískra stjórnvalda á hendur bank-
anum hafi haft áhrif á reksturinn.
Enn á eftir að semja um endanlega
upphæð sektarinnar, en fyrst var til-
kynnt um 14 milljarða dollara sekt,
jafnvirði 1.600 milljarða króna.
Bankinn hefur verið að skera niður
rekstrarkostnað sem og að selja eignir
til að róa fjárfesta. Sala jókst um 2 pró-
sent hjá Deutsche á fjórðungnum og
nam 7,6 milljörðum evra, jafnvirði
944 milljarða íslenskra króna, á fjórð-
ungnum. Þetta var betra en fjárfestar
áttu von á. – sg
Deutsche hagnast þrátt fyrir erfiðleika
Viðsnúningur var í rekstri Deutsche Bank milli ára. FréttaBLaðið/Getty
Dagur B. eggerts-
son borgarstjóri
1,3
milljónir fóru í skoðunarferð
Dags B. Eggertssonar.
2 9 . o K t ó b e r 2 0 1 6 l a U g a r D a g U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
2
9
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:3
9
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
1
C
-5
9
C
0
1
B
1
C
-5
8
8
4
1
B
1
C
-5
7
4
8
1
B
1
C
-5
6
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
1
1
2
s
_
2
8
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K