Fréttablaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 42
Matvöruverslanir landsins eru fullar af ferskum og næringar- ríkum innmat um þessar mund- ir. Sú var tíðin að innmatur var fastur liður á borðum landsmanna en það hefur breyst með árunum, sérstaklega hjá yngri kynslóðinni. Matreiðslumeistarar heimilanna ættu þó að nota tækifærið þessar vikurnar og prófa sig áfram með framandi uppskriftir því innmat- ur er ódýrt hráefni sem býður upp á fleiri möguleika en marg- ur heldur. Ólafur Ágústsson, matreiðslu- maður á KEX hosteli, er einn þeirra sem hafa prófað sig áfram með innmat undanfarin ár. Hann segir að hægt sé að nýta hann á margvíslegan hátt, í raun snúist þetta bara um að hugsa út fyrir rammann og láta sér detta eitt- hvað sniðugt í hug. ,,Hingað til hefur innmatur almennt verið borinn fram með þungu meðlæti eins og steiktum lauk, kartöflum og rjómasósum. Það er hins vegar góð hugmynd að breyta því og nota t.d. ferskt og sýrt grænmeti, ber, olíusósur og svo framvegis.“ Enginn skyndibiti Ungt fólk eldar miklu minna úr innmat en áður fyrr og telur Ólafur helstu skýringuna vera þá að innmatur sé ekki skyndimat- ur og verði það seint. ,,Það þarf aðeins að undirbúa sig og skipu- leggja eldamennskuna fyrirfram þegar kemur að innmat. Það hent- ar kannski ekki öllum í því hraða umhverfi sem flestir lifa í. En við þurfum svo sannarlega að kynna eldunarmöguleikana miklu betur fyrir ungu fólki.“ Sjálfur notar Ólafur mikið ferskt og sýrt grænmeti þegar hann fikrar sig áfram í eldhús- inu með innmatinn. ,,Ég nota bara það sem er íslenskt og nýtt hverju sinni, krydda hann eins og góða steik og fæ mér gott vínglas yfir eldamennskunni. Ég nota innmat- inn mikið við pylsugerð og blanda þannig innmat við annað kjöt. Út- koman er þannig mjög skemmtileg og hentar sérstaklega vel á grill- ið.“ Hér gefur Ólafur lesendum tvær ljúffengar og einfaldar upp- skriftir úr innmat. Starri Freyr Jónsson starri@365.is Ólafur Ágústsson, matreiðslumaður á KEX hosteli. MYND/STEFÁN LambaLifrarpyLsa mEð grænmEti að Eigin vaLi bökuð LambaLifrarmús á súrdEigsbrauði mEð hrútabErjum og káLi 300 g kjúklingalifur 300 g lambalifur 500 g bráðið smjör 6 stk. egg 1 msk. salt 1 msk. nítrítsalt (má sleppa) 1 laukur, saxaður 2 geirar hvítlaukur, saxaðir 200 ml rauðvín Rauðvín, laukur og hvítlaukur sett í pott og soðið niður um 50%. Lamba- og kjúklingalifur steikt í smjöri þar til gullinbrúnt, eldið ekki í gegn. Lifur sett í blandara með eggjum, salti og nítrít og maukað vel. Smjöri bætt saman við í beinni bunu, svo rauðvíni og laukunum. Allt maukað vel og sigtað. Sett í eldfast mót og bakað í vatnsbaði við 110°C í um 40 mínútur. Kjarnhiti skal vera 70°C. Kælið og berið fram með t.d. súrdeigs- brauði, hrútaberjum og káli. fLEiri möguLEikar En fóLk hELdur Innmatur er vanmetið hráefni sem allt of margir nýta aldrei. Hann er þó ódýrt hráefni sem býður upp á fjölmargar útfærslur ef hugmynda- flugið fær aðeins að ráða í eldhúsinu. Hér gefur Ólafur Ágústsson, matreiðslumeistari á KEX hosteli, lesendum tvær góðar uppskriftir. 5 kg lambahakk, gróft 4 kg svínafita, grófhökkuð 1 kg lambalifur, gróft skorin og marineruð í rauðvíni í 8 klst. 90 g sykur 20 g malað kóríanderduft 20 g paprika 130 g dijon-sinnep 20 g cayenne-pipar 60 g svartur pipar 20 g múskat, malað 140 g salt 500 ml ískalt vatn Haldið öllu hráefni ísköldu. Blandið öllu saman, ísköldu vatninu síðast. Geymið í kæli í 2-4 klst. Sprautið í pylsugarnir og mótið 15 cm langar pylsur. Steikið í 5 til 7 mínútur á hvorri hlið. MYND/EYÞÓR MYND/EYÞÓR Jólaseðill www.videy.com - videyjarstofa@videyjarstofa.is Gallery Restaurant Hótel Holt sér um allar veitingar í Viðeyjarstofu. Jólahátíð í Viðeyjarstofu 18. - 19. nóvember 25. - 26. nóvember 2. - 3. desember 9. - 10. desember -Fleiri dagsetningar í boði fyrir hópa 9.900.- (5 rétta matseðill) Ferjan siglir frá Skarfabakka og kostar 1.350.- fyrir hvern og einn Hreindýrapaté með kakóbaunakremi og bláberja „vinaigrette” Humar og avacado með sætum kartöflum og límónusósu Steiktar andabringur ásamt hindberjum og rauðrófum Innbakað fyllt lambalæri með sætum ávöxtum og kantarellusveppum Volg súkkulaðikaka, piparkökuís og heit karamellusósa 2 9 . o k t ó b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r4 F ó L k ∙ k y n n i n G A r b L A ð ∙ X X X X X X X XF ó L k ∙ k y n i n G A r b L A ð ∙ h e L G i n 2 9 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 9 F B 1 1 2 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 1 C -8 1 4 0 1 B 1 C -8 0 0 4 1 B 1 C -7 E C 8 1 B 1 C -7 D 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 1 2 s _ 2 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.