Fréttablaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 112
Dreifing dreifing@postdreifing.is
Ef blaðið berst ekki 800 1177
Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 512 5000 Vísir
Ritstjórn 512 5200 Fax: 512 5301 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild auglysingar@frettabladid.is Prentun Ísafoldarprentsmiðja
Óttars
Guðmundssonar
Bakþankar
Fyrir mörgum árum réð ég mér einkaþjálfara á Gym 80 til að komast í form, megrast og yngjast. Jón „bóndi“ Gunnarsson varð
fyrir valinu, margfaldur meistari
í kraftlyftingum. Bóndi var ekki
mikið fyrir að spjalla um hlutina
heldur trúði á kraft og athafnir.
Uppáhaldsfrasi bónda var: „Þetta
er ekki búið fyrr en það er búið.“
Hann kunni margar sögur um
íþróttamenn sem fögnuðu sigri of
snemma.
Yfirstandandi kosningabarátta
hefur eiginlega týnst í endurtekn-
um skoðanakönnunum. Fram-
bjóðendur hafa fallið í skuggann
af dularfullum spákörlum sem
kallast stjórnmálafræðingar.
Þeir stara í blindni á torræðar
síma- eða netkannanir og deila
út þingsætum, ráðherrabílum og
ríkisstjórnum. Pólitísk umræða
hefur drukknað í spekingslegum
vangaveltum um hugsanleg úrslit í
kosningunum. Brandari vikunnar
var þó, þegar svonefnd stjórnar-
andstaða kom saman til að ræða
væntanlega stjórnarmyndun. For-
ingjar flokkanna virtust gengnir
í þessi björg óskhyggjunnar þar
sem þeir mátuðu ráðherrastóla
og völdu sér myndir á ráðherra-
skrifstofurnar. Menn voru kallaðir
væntanleg forsætisráðherraefni
eins og kosningum og stjórnar-
myndun væri lokið. Dramb er falli
næst, sagði amma á Holtinu en
mér fannst þessi hlutverkaleikur
grátbroslegur.
Ég vona að úrslit kosninganna
komi á óvart svo að nýtt fólk
komist upp á leiksviðið. Vonandi
skipta sem flestir um skoðun í
kjörklefanum svo að það verði
líf og fjör í kosningapartíunum í
kvöld. Þetta er nefnilega ekki búið
fyrr en það er búið, svo ég vitni
aftur í bóndann.
Dag skal að
kveldi lofa
kjóstu með
hjartanu
kjóstu
dögun
T
OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN
Í ENGIHJALLA,
VESTURBERGI
OG ARNARBAKKA
690,-
2
9
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:3
9
F
B
1
1
2
s
_
P
1
1
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
9
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
1
C
-1
E
8
0
1
B
1
C
-1
D
4
4
1
B
1
C
-1
C
0
8
1
B
1
C
-1
A
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
1
1
2
s
_
2
8
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K