Fréttablaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 37
Starfsemi Eflu er að sögn Brynjars afar fjölbreytt og er mikil áhersla lögð á lausna-
miðað hugarfar í allri nálgun við viðskiptavini og viðfangsefni. MYND/GVA
EFLA hannaði lýsinguna í jarðgöngunum í Langjökli. Verkefnið skaraði fram úr á Dark Awards í ár.
Hjá EFLU starfa yfir 300 manns
og er fjöldi og fjölbreytni verkefna
eftir því. Mikil áhersla er lögð á
nýsköpun og er listinn yfir nýsköp-
unarverkefni stofunnar langur.
Stofan vann nýverið til alþjóðlegra
verðlauna fyrir lýsingatækniverk-
efni í Langjökli. Hún hefur sömu-
leiðis hlotið viðurkenningu fyrir
brúarlýsingu og komst langt í al-
þjóðlegri samkeppni um bygginga-
tæknilausnir fyrir eldri borgara
og fatlaða svo eitthvað sé nefnt.
Brynjar Bragason, sviðsstjóri
iðnaðarsviðs EFLU, tók að sér að
nefna nokkur dæmi um nýsköpun-
artengd verkefni Eflu og eru þau
jafn ólík og þau eru mörg.
Framúrskarandi
„Mörg þessara verkefna snúa að
lýsingatækni innanhúss sem utan
en þar hefur orðið mikil framþró-
un og þá ekki síst með tilkomu Led-
lýsingar. Lýsingarhönnuðir okkar
tóku meðal annars að sér að lýsa
upp íshellinn í Langjökli með það
að markmiði að skapa náttúrulega
upplifun þegar komið er inn í hell-
inn. Þetta var vandasamt verkefni
enda að mörgum tæknilegum úr-
lausnarefnum að hyggja. Það þótti
hins vegar takast vel og varð okkar
framlag tilnefnt til „Dark Awards“
sem er samkeppni lýsingahönnuða
á heimsvísu. Keppninni er skipt í
sex flokka og er mikill fjöldi verk-
efna í hverjum flokki. Við kepptum
í flokknum „Landscape lighting“
og unnum hann. Við hlutum jafn-
framt aðalverðlaun samkeppninn-
ar eða „best of best“ þvert yfir alla
flokka. Það má því eiginlega segja
að við höfum fengið Óskarinn fyrir
lýsingarhönnun,“ segir Brynjar og
hlær. Hann segir fleiri sambæri-
leg verkefni í farvatninu og spenn-
andi verður að fylgjast með þróun
þeirra.
EFLA hlaut jafnframt viður-
kenningu Íslenska ljóstækni-
félagsins í fyrra fyrir lýsingu á
brúnni milli turnsins á Smára-
torgi og Smáralindar. Þar er um
að ræða svokallaða áherslulýs-
ingu sem Brynjar segir koma að
miklu gagni í umferðinni og nefnir
dæmi: „Við vinnum mikið með lýs-
ingu í jarðgöngum bæði hér heima
og í Noregi. Þau verða sífellt lengri
og umferðarþyngri og þá er notuð
áherslulýsing til að draga úr eins-
leitni, enda á breytilegt umhverfi
þátt í því að halda vegfarendum
vakandi og við efnið.“
Handhægt EFLUbox
Ýmis nýsköpunarverkefni liggja
á borði iðnaðarsviðs, sem Brynjar
fer fyrir, og hefur grunni að verk-
efnum verið forgangsraðað í sam-
starfi við Nýsköpunarmiðstöð Ís-
lands. Þar ber helst að nefna svo-
kallað „EFLUbox“ en það gengur
út á að koma upplýsingum úr
flóknum stjórnkerfum iðnaðarins
yfir í snjalltæki án þess að kaupa
til þess dýran hugbúnað. Í EFLU-
boxinu, sem er að sögn Brynjars
mjög handhægt og einfalt í notk-
un, eru þráðlausar lausnir sem
eru tengdar við þann mælabún-
að sem við á. Boxið sendir gögn
svo áfram í snjalltækin eða með
öðrum orðum beint í vasa notenda
og felst í því felst mikið hagræði.
Hitamyndavélar í forvarnir
Brynjar segir spennandi hluti
sömuleiðis vera að gerast í mynd-
greiningartækninni og lætur
EFLA ekki sitt eftir liggja þar
frekar en á öðrum sviðum. „Það
þekkja margir hvernig mynd-
greiningartæknin er í auknum
mæli notuð í iðnaði og má nefna
sem dæmi að Marel hefur verið
frumkvöðull á því sviði „Við
höfum horft til hitamyndavéla-
tækninnar og hvernig hægt er að
nota hana í forvarnar- og örygg-
isskyni. Þessa tækni er til dæmis
hægt að tengja rafbúnaði bygginga
og þannig hægt að fylgjast með
hitabreytingum eða öðrum hættu-
merkjum áður en skaðinn er skeð-
ur. „Fjölmörg fyrirtæki hafa sýnt
þessari lausn mikinn áhuga, ekki
síst tryggingafélögin“
Af öðrum nýlegum verkefnum
EFLU nefnir Brynjar upplýsinga-
kerfið Granna sem sveitarfélögin
nota og er í sífelldri þróun. „Það
byggir á kortakerfi sveitarfélag-
anna og er hugsað þannig að bygg-
ingafulltrúar og aðrir geti tengt
allar viðeigandi bakgrunnsupp-
lýsingar við kortagrunnana sem
sveitarfélögin þurfa að hafa til-
tæk vegna bygginga- og skipu-
lagstengdra mála. Þeir geta þá
staðsett sig inni í kortunum og
fengið beinan aðgang að þeim
bakgrunnsupplýsingum sem eiga
við.“
Að síðustu nefnir Brynjar
skemmtilegt hugmyndaverkefni
sem EFLA vann og sendi í sam-
keppni meðal höfuðborga allra
Norðurlandanna.„Það gekk út á
að þróa tæknilausnir sem myndu
bæta lífsgæði eldri borgara og
fatlaðra. Okkar hugmynd byggir á
að búa til umhverfi sem við nefn-
um Ylgarð, innigarð sem hægt er
að nota allt árið. Þar yrði notalegt
að vera óháð árstíð hverju sinni
og mikil áhersla lögð á að stjórna
hita, raka, lýsingu og sólarljósi
sem best. Markmiðið er að auka
vellíðan fólks sem hefur ekki tök á
að njóta nátttúrunnar annars. Um
500 hugmyndir bárust í samkeppn-
ina og var hugmynd EFLU á meðal
þeirra 25 efstu. „Við brennum enn
fyrir þessari hugmynd og höfum
verið að halda henni að opin-
berum aðilum og öðrum sem eru
að byggja framsæknar og metnað-
arfullar byggingar til að notendum
líði enn betur.“
Hægt er að kynna sér fleiri verkefni
EFLU á vefsíðu fyrirtækisins, efla.is
Með Óskarinn í lýsingartækni
EFLA verkfræðistofa er alhliða ráðgjafafyrirtæki í verkfræði, tækni og tengdum greinum. Jaðar þess sem fyrirtækið fæst við hefur stöðugt
verið að færast út í takt við umfangsmeiri og fjölbreyttari þarfir samfélagsins. Slagorð fyrirtækisins er „allt mögulegt“ sem vísar bæði til
fjölbreytninnar í starfseminni og þess lausnamiðaða hugarfars sem fyrirtækið vill viðhafa í nálgun við viðskiptavini og viðfangsefni.
Gróðurhús í félagsmiðstöðinni Lönguhlíð er dæmi um fyrirmynd að Ylgarði.
Kynningarblað VErKFræði oG ArKitEKtúr
29. október 2016 3
2
9
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:3
9
F
B
1
1
2
s
_
P
0
7
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
7
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
1
C
-9
5
0
0
1
B
1
C
-9
3
C
4
1
B
1
C
-9
2
8
8
1
B
1
C
-9
1
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
1
2
s
_
2
8
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K