Fréttablaðið - 13.10.2016, Side 4

Fréttablaðið - 13.10.2016, Side 4
Veður Stíf suðaustan átt á landinu í dag. Tals- verð eða mikil rigning sunnan til á land- inu, úrkomuminna vestanlands, en þurrt að mestu norðaustan til. Milt í veðri og hiti víða 8 til 12 stig. sjá síðu 38 Gamlar vörur daglega Dugnaðarforkar flokka fatnað sem Rauða krossinum hefur verið gefinn. Fötunum er skipt í fjóra flokka. Þau eru ýmist gefin þurfandi hér á landi eða í útlöndum, seld í Rauðakrossbúðunum eða seld beint til útlanda og ágóðinn látinn renna í hjálparsjóð Rauða krossins. Fréttablaðið/Eyþór 26. nóvember kl. 20.00 Jólatónleikar í Grafarvogskirkju Miðala á miði. samfélag Bæjarráð Vestmannaeyja hafnaði því á fundi sínum á þriðju- dag að greiða húsmæðraorlof fyrir árið 2016. Elliði Vignisson, bæjar- stjóri Vestmannaeyja, segir að það sé gert vegna jafnréttis en Hildur Helga Gísladóttir, framkvæmda- stjóri Kvenfélagasambands Íslands, bendir á að þessi gjörningur bæjar- ins sé ekki samkvæmt lögum. Bæjarráð Vestmannaeyja segir í fundargerð sinni að ráðið sé ein- beitt í vilja sínum til að hafa jafn- rétti að leiðarljósi í öllu sínu starfi. Elliði ítrekar að bærinn starfi eftir jafnréttislögum og húsmæðraorlof falli ekki undir þau lög. „Við teljum að okkur sé ekki lengur fært að greiða þetta. Okkur finnst undarlegt að vera sett í þá stöðu að þurfa að velja eftir hvaða lögum við förum. Ef við förum eftir lögum um orlof húsmæðra þá erum við klárlega að brjóta jafnréttislög, hið minnsta.“ Bæjarráðið bendir í rökstuðn- ingi sínum á að lög um orlof hús- mæðra uppfylli ekki skilyrði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla enda fá húsfeður og eða ekklar ekki notið til jafns við konur þess orlofs sem lögin kveða á um. „Ljóst má því telja að lög um orlof húsmæðra brjóta gegn lögum um jafna stöðu karla og kvenna og grundvallarreglum íslenskrar stjórnskipunar,“ segir í rökstuðn- ingi bæjarráðs. Elliði segir að menning og hefð sé í kringum þessar greiðslur en það sé ekki nóg til að fá þær. „Upphaflega kemur þetta frá kvennafundi bæjar- stjórnar sem var haldinn árið 2008. Mér myndi finnast slæmt ef bæjar- ráð dagsins í dag, sem eingöngu er skipað karlmönnum, myndi ganga gegn þessari ákvörðun. Þetta er umdeilt eins og svo mörg mann- anna verk.“ Hildur Helga segir að Vestmanna- eyjabæ sé skylt að greiða orlofið. „Þeir geta ekki sparað þessar krónur frekar en að greiða önnur lögbundin gjöld. Þetta er klárlega brot á lögum. Kvenfélög hafa farið innheimtu- leiðina og alltaf unnið þau. Þetta er sorglegt mál því kvenfélagið þar er stór hluti af samfélaginu þarna.“ benediktboas@365.is Lætur reyna á lögmæti húsmæðraorlofsins Vestmannaeyjabær ætlar ekki að greiða orlof til húsmæðra. Bæjarráð, eingöngu skipað karlmönnum, samþykkti það á síðasta fundi sínum. Bæjarstjórinn segir það myndu brjóta í bága við jafnréttislög ef bærinn borgaði húsmæðraorlof. Hildur Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri Kvenfélagasambands Íslands, segir sveitarfélög áður hafa látið reyna á þetta, án árangurs. Fréttablaðið/Valli menntamál Móðir barns á leik- skólanum Korpukoti í Reykjavík sakar starfsmann leikskólans um að hafa framið alvarleg brot í starfi. Barn hennar hafi komið heim með áverka fyrir nokkrum dögum, hún taldi áverkana af mannavöldum og gerði barnaverndaryfirvöldum við- vart. Helgi Grímsson, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segir borgina nú vinna að því að safna gögnum um málið. Leikskól- inn sé hins vegar einkarekinn og því hafi borgin ekkert aðhafst í málinu á þessum tímapunkti enda starfs- maðurinn ekki á vegum borgarinn- ar. Þá er barnaverndarnefnd Kópa- vogsbæjar að vinna í málinu vegna mögulegs vanhæfis nefndarinnar í Reykjavík. – þea Grunar ofbeldi á leikskóla Ef við förum eftir lögum um orlof húsmæðra þá erum við klárlega að brjóta jafnréttis- lög, hið minnsta. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum alþingi Áætlað er að þingstörf klárist í dag og alþingismenn fái þá tíma til þess að undirbúa sig fyrir kosningabaráttuna sem háð verður næstu tvær vikurnar. Samkvæmt upplýsingum frá Einari K. Guðfinns- syni, forseta Alþingis, er ráðgert að fyrir hádegi verði greidd atkvæði um þau mál sem ekki tókst að ljúka í gærkvöldi. „Það er löngu kominn tími á að þingið ljúki störfum þannig að það er gott að við komum á þann stað að þingi sé að ljúka. Og það gerðist eftir að stjórnarflokkarnir lögðu fyrir okkur sína forgangsröðun,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Þingið er það lengsta sem hefur verið haldið frá árinu 1992 en þing- fundardagar starfsárið 2015 til 2016 voru 144 talsins. Starfsárið 1992 voru þingfundardagar 131. Katrín segir að stjórnarandstaðan hafi lagt sig fram um það að vera mál- efnaleg og halda málþófi í lágmarki. „Hér hefur ekki verið mikið um mál- þóf og mun minna en við höfum séð á undanförnum árum.“ – jhh Málþófi haldið í lágmarki alþingismenn taka sér núna frí frá þingstörfum til þess að skipuleggja kosningabaráttuna. Fréttablaðið/Eyþór 144 þingfundardagar gera þetta þing það lengsta í sögunni. 1 3 . o k t ó b e r 2 0 1 6 f i m m t u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 1 3 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A E 9 -6 F F C 1 A E 9 -6 E C 0 1 A E 9 -6 D 8 4 1 A E 9 -6 C 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 8 0 s _ 1 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.