Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.10.2016, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 13.10.2016, Qupperneq 8
Beitt, fyndin og grípandi Hér er á ferð lesefni sem bragð er að, eftirminnilegar persónur og sögulegir atburðir www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 Metsölulisti Eymundsson INNBUNDIN SKÁLDVERK VIKA 40 1. Viðskipti Í dag mun 365 setja á markað nýja vöru, Stöð 2 Maraþon NOW. Stöð 2 Maraþon NOW er streymisveita sem gerir fólki kleift að horfa á allt uppáhaldssjónvarps- efnið sitt, hvar og hvenær sem er; í snjallsímanum, spjaldtölvum, Apple TV og vefspilara. Stöð 2 Maraþon NOW býður meðal annars upp á gríðarlegt magn af íslensku efni sem hefur verið framleitt af Stöð 2 í gegnum árin, talsett barnaefni, gæðasjónvarps- efni frá HBO, og stórt kvikmynda- safn. Bætt verður við safnið daglega. Allt efnið verður hægt að fá á aðeins 2.990 kr. á mánuði. Meginmunurinn á Stöð 2 Mara- þoni NOW og Netflix liggur í því að 365 borgar skatta og stefgjöld á Íslandi, allt barnaefni er talsett og sjónvarpsefni HBO er einungis í boði á Stöð 2 Maraþoni NOW. Hægt verður að prófa þjónustuna frítt í þrjá daga. Allt efni og nýjungar sem 365 kynna verða sjálfkrafa aðgengi- legar fyrir viðskiptavini í öllum áskriftarleiðum. Hægt er að horfa á sjónvarpsefni yfir öpp í símum (iOS og Android), vef og þar með öllum hefðbundnum tölvum, Apple TV og nú yfir vef. Þetta fylgir án viðbótar- kostnaðar öllum áskriftarleiðum. Stöð 2 Maraþon NOW er aðgengi- leg á myndlyklum Símans en ekki myndlyklum Vodafone. Úrval efnis er þó mun meira í Apple TV, appi fyrir síma/spjaldtölvu og vefspilara. – sg Stöð 2 hellir sér í samkeppni við Netflix Utanríkismál Ísland hefur virt dóm EFTA-dómstólsins frá því í desem ber að vettugi um innleiðingu tilskip- unar um sjóflutninga og gæti verið dregið fyrir dóm í annað sinn vegna sömu tilskipunar. Tilskipuninni er ætlað að greiða fyrir sjóflutningum með því að einfalda og samræma form við skýrslugjöf skipafélaga. Íslandi bar að innleiða tilskipun- ina í maí árið 2014 eða fyrir tveimur og hálfu ári. Stjórnvöld boðuðu fyrr á kjörtímabilinu að gangskör yrði gerð í því að hraða innleiðingu EES- tilskipana. – sa Ísland virðir dóm EFTA að vettugi Markmið íslenskra stjórnvalda var að verða ekki dregið fyrir EFTA-dómstól- inn vegna innleiðingarhalla tilskipana. VinnUmarkaðUr Aðeins rúmlega fjórir af hverjum tíu félögum innan Sjómannasambands Íslands höfðu kosið í gær í atkvæðagreiðslu um ótímabundið verkfall sjómanna. Valmundur Valmundsson, formað- ur Sjómannasambandsins, segir mikilvægt að sem allra flestir nýti sér atkvæðisrétt sinn. „Það er mismunandi hvernig félögin innan okkar raða hafa kosið. Þetta er allt frá 20 prósenta kjörsókn upp í um 70 prósent. Hins vegar eru stærri félögin sem hafa verið kannski örlítið rólegri og því draga þau heildina aðeins niður,“ segir Valmundur og vonast eftir að sem flestir kjósi með verkfalli. „Um áramótin erum við búnir að vera með lausan samning í sex ár og erum komin á þann stað að við getum ekki samið um launin. Því teljum við mikilvægt að boða til verkfalls.“ Kosið verður til hádegis á mánu- dag og munu úrslit í kjörinu verða ljós fljótlega upp úr hádegi sam- dægurs. Verði verkfall samþykkt mun flotinn leggjast við bryggju þann 10. nóvember næstkomandi. Sömu sögu má segja um Sjómanna- félag Íslands, en þar hafði kjörsókn verið undir 40 prósentum í gær. Samningar náðust milli stjórnar sjómannafélaganna og SFS á árinu en þeim var hafnað í kosningu félagsmanna. Haldinn var einn fundur milli aðila eftir það sem bar ekki árangur og því boðað til atkvæðagreiðslu um verkfall. – sa Dræm þátttaka í kosningu Sjómannasambandsins FerðaþjónUsta Samtök ferðaþjón- ustunnar (SAF) áætla að ríkissjóður fái 445 milljarða króna í skatta og gjöld af erlendum ferðamönnum á næsta kjörtímabili. Áætlunin byggir á spá um að ferðamönnum fjölgi um átján til tuttugu prósent á ári á næstu fjór- um árum. Þetta var kynnt á fundi sem SAF efndi til með fulltrúum stjórn- málaflokka í Mosfellsbæ í vikunni. Miðað við þessa spá verða heildar- gjaldeyristekjur af komu ferða- manna um það bil 2.700 milljarðar króna á kjörtímabilinu. Setti Grímur Sæmundsen, formaður SAF,  upp- hæðina í samhengi við það að á þessu ári sé verg landsframleiðsla Íslands áætluð 2.400 milljarðar. „Við höfum verið að kynna þetta stórkostlega tækifæri sem við sem þjóð stöndum frammi fyrir. Við höfum verið að benda á það í því sam- hengi að til þess að þetta geti orðið að veruleika þurfi að fjárfesta með sér- tækum hætti fyrir þarfir ferðaþjónust- unnar fyrir um átta milljarða króna á ári á sama tímabili,“ segir Grímur. Hann segir að til þess að ríkissjóður fái umrædda 445 milljarða þurfi ríkið að fjárfesta fyrir 32 milljarða á sama tíma, eða um sjö prósent. SAF fundar nú víðs vegar um land með frambjóðendum og segir Grímur umræðurnar á fyrsta fundinum hafa verið uppbyggilegar. Þar voru mættir fulltrúar þeirra flokka sem myndu ná mönnum á þing samkvæmt skoðana- könnunum. „Það var mjög jákvæð umræða og mér fannst frambjóðendur sýna mál- efnum greinarinnar áhuga og kannski meiri skilning en við höfum talið okkur upplifa af hálfu stjórnmálanna almennt til þessa,“ segir Grímur. Hann segir frambjóðendur þó ekki hafa verið að lofa neinu í þessum málum enda snúist málið ekki um það heldur „að menn geri sér grein fyrir þessum tækifærum sem við stöndum frammi fyrir hvað varðar frekari vöxt og upp- byggingu ferðaþjónustunnar“. SAF telur úrlausnarefnin hafa komið fram í Vegvísi að ferðaþjónustu sem kom út í fyrra. Þau verkefni sem þurfi að ráðast í snúi að bættri upplýs- ingagjöf, öryggi ferðamanna, áhættu- stýringu, náttúruvernd og uppbygg- ingu áfangastaða auk annars. thorgnyr@frettabladid.is Skatttekjur af túristum ætlaðar 445 milljarðar Samtök ferðaþjónustunnar búast við því að ríkissjóður fái 445 milljarða króna í skatta og gjöld af erlendum ferðamönnum á næsta kjörtímabili. Áætlunin byggir á spá um fimmtungs fjölgun ferðamanna á ári á tímabilinu. Fjölmargir þeirra ferðamanna sem koma til Íslands skoða Þingvelli. FréTTAblAðið/PjETur Til þess að þetta geti orðið að veruleika þarf að fjárfesta með sér- tækum hætti fyrir þarfir ferðaþjónustunnar fyrir um átta milljarða króna á ári á sama tímabili. Grímur Sæmundsen, formaður SAF Það er mismunandi hvernig félögin innan okkar raða hafa kosið. Þetta er allt frá 20 prósenta kjörsókn upp í um 70 prósent. Valmundur Val- mundsson, for- maður Sjómanna- sambands Íslands 1 3 . o k t ó b e r 2 0 1 6 F i m m t U D a G U r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð 1 3 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A E 9 -9 7 7 C 1 A E 9 -9 6 4 0 1 A E 9 -9 5 0 4 1 A E 9 -9 3 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 8 0 s _ 1 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.