Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.10.2016, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 13.10.2016, Qupperneq 14
Er kynjabilið meira á netinu? Opinn femínískur fundur um jafnrétti í hinum stafræna heimi. Föstudaginn, 14. október frá 8:30 til 10:00 á CenterHotel Plaza. Allir velkomnir. Sýrland Rússar segja að um helgina verði gerð ný tilraun til að koma á vopnahléi í Sýrlandi með viðræðum við Bandaríkin. Utanríkisráðherr- arnir Sergei Lavrov og John Kerry muni hittast í Sviss ásamt fulltrúum áhrifaríkja í nágrenni Sýrlands. Loftárásir voru gerðar í gær á stærsta markaðinn á svæðum upp- reisnarmanna í Aleppo. Þær kost- uðu meira en tuttugu manns lífið. Sólarhringinn á undan höfðu sprengjuárásir á svæði uppreisnar- manna í borginni kostað meira en 50 manns lífið, að því er fréttastofan Al Jazeera skýrði frá. Eftir að stutt vopnahlé rann út í sandinn í síðasta mánuði hafa rússneskir og sýrlenskir hermenn linnulítið gert harðar árásir á hverfi uppreisnarmanna. Sýrlensk mann- réttindasamtök segja þessar árásir hafa kostað hátt í 400 almenna borgara lífið. François Hollande Frakklands- forseti sagðist í vikunni vilja draga Rússa fyrir Alþjóðasakadómstólinn í Haag, þar sem réttað yrði yfir þeim vegna stríðsglæpa. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hefur tekið undir það. Enginn vafi leiki á því að árásir á almenna borgara séu vísvitandi gerðar: „Það hafa svo oft verið gerð- ar árásir á sjúkrahús og af svo mikilli nákvæmni að það er erfitt að verjast þeirri ályktun að þetta hljóti að vera vísvituð stefna,“ sagði Johnson í breska þinginu á þriðjudag. Johnson hvetur almenning til þess að mótmæla fyrir utan rúss- neska sendiráðið í London. John Sawers, fyrrverandi yfir- maður bresku leyniþjónustunnar MI6, varar hins vegar við slíkum mótmælum. Hann segir í viðtali við BBC að spennan á milli Rússlands og Vesturlanda sé orðin það mikil, að það minni helst á kalda stríðið. „Við erum að sigla inn í tímabil sem er jafn hættulegt, ef ekki hættu- legra, en kalda stríðið vegna þess að það snýst ekki lengur sérstaklega um hernaðarsamskipti stjórnvalda í Washington og Moskvu,“ sagði Sawers. Rússar saka síðan Boris Johnson um móðursýki og Rússahræðslu. Þetta sé stormur í glasi sem sé fullt af óhreinu Lundúnavatni. Pútín segist sjálfur vilja góð sam- skipti við Bandaríkin: „Við höfum áhyggjur af versnandi samskiptum Tugir létust í loftárás á Aleppo Rússar boða nýja viðræður við Bandaríkin um vopnahlé í Sýrlandi. Breskir og franskir ráðamenn vilja draga Rússa fyrir stríðsglæpadómstól. Loftárásir voru gerðar á stærsta markaðinn í Aleppo í gær. Íbúar í Aleppo stuttu eftir loftárás á Fardous-hverfið í gær. Nordicphotos/AFp Rússar í liði með Assad Í lok september var liðið eitt ár frá því Rússar hófu beina aðild að borgarastríðinu í Sýrlandi með loftárásum til stuðnings Bashar al-Assad forseta. Árásum Rússa hefur, rétt eins og hernaði sýrlenska stjórnarhersins, verið beint gegn uppreisnarmönn- um almennt, ekki stríðsmönnum hryðjuverkasamtaka sérstaklega. Árásir Rússa og sýrlenska stjórnarhersins hafa síðustu vikurnar kostað hundruð almennra borgara lífið og vakið hneykslun víða um heim. Það hafa svo oft verið gerðar árásir á sjúkrahús og af svo mikilli nákvæmni að það er erfitt að verjast þeirri ályktun að þetta hljóti að vera vísvituð stefna. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands Taíland Bhumibol Aduljadei, hinn 88 ára gamli konungur Taílands, hefur verið alvarlega veikur undanfarið og eru Taílendingar farnir að búa sig undir dauða hans. Hann hefur verið konungur síðan 1946, eða í heil sjötíu ár, lengur en nokkur annar núlifandi þjóðhöfðingi í veröldinni. Fyrir nokkrum dögum var í fyrsta sinn skýrt frá því opinberlega að konungurinn hefði verið á sjúkrahúsi meira eða minna allt árið. Á laugar- daginn þurfti hann að fara í blóðskilun vegna nýrnabilunar. Upplýsingar frá konungshöllinni eru samt enn af skornum skammti þannig að hvorki almenningur né fjölmiðlar vita mikið um raunverulegt heilsufarsástand konungsins. Konungurinn nýtur mikilla vin- sælda í Taílandi og þar varðar hrein- lega við lög að hallmæla honum. Hann hefur með vissum hætti tryggt stöðug- leika í landinu alla sína löngu stjórnar- tíð þrátt fyrir tíðar byltingar og ólgu í stjórnmálum. Arftaki hans verður sonur hans, krónprinsinn Maha Vajiralongkorn, sem er 64 ára gamall en nýtur engan veginn sömu vinsælda og faðir hans. Hann þykir frekar óútreiknanlegur. Einhverjir vonast til þess að Bhumi- bol konungur hafi séð til þess að í stað krónprinsins muni Sirindhorn, dóttir konungsins og systir prinsins, taka við. Sá núlifandi þjóðhöfðingi, sem kemst næst Bhumibol Taílandskon- ungi hvað varðar lengd valdatíma, er Elísabet Bretadrottning sem tók við völdum árið 1952. – gb Taílandskonungur alvarlega veikur Konur bíða fyrir utan sjúkrahúsið þar sem taílandskonungur er sagður berjast fyrir lífi sínu.Nordicphotos/AFp SVíÞJÓÐ Nefnd á vegum sænska ríkisins leggur til að kostnaðar- þak verði sett á smálán og mögu- leikarnir á að lengja lánin verði takmarkaðir. Með kostnaðarþaki myndi lántakandinn aldrei skulda meira en 100 prósent af þeirri upp- hæð sem hann hefur tekið að láni. Vonast er til að smálánafyrirtæk- in muni þá innheimta skuldirnar fyrr í stað þess að láta þær vaxa um langt skeið. Í fyrra bárust krónufógeta erindi vegna 65 þúsunda einstaklinga sem ekki gátu greitt smálán sem þeir höfðu tekið, að því er segir í frétt sænska ríkissjónvarpsins. – ibs Vilja þak á smálánin Rússlands og Bandaríkjanna, en það var ekki okkar val, við vildum það aldrei,“ er haft eftir honum á vef rússnesku fréttasíðunnar RT. Hann kennir meðal annars kosn- ingabaráttunni í Bandaríkjunum um: „Þeir hafa gert Rússland að forgangsmáli alla kosningabarátt- una. Allir eru að tala um Rússland.“ Það sé hvorki gott fyrir Bandaríkin, Rússland né heimsbyggðina alla. gudsteinn@frettabladid.is Við höfum áhyggjur af versnandi sam- skiptum Rússlands og Bandaríkjanna. Vladimír Pútín, Rússlandsforseti 23% sænskra karla styðja Svíþjóðardemókrata. SVíÞJÓÐ Tvöfalt fleiri karlar en konur styðja Svíþjóðardemókrata, SD, samkvæmt könnun grein- ingarfyrirtækisins Novus, eða 23,5 prósent á móti 11,9 prósentum. Almennt er lítill munur á stuðningi kynjanna við aðra flokka. Í fréttatilkynningu frá grein- ingarfyrirtækinu sem sænskir fjöl- miðlar birta segir að reyndar njóti Umhverfisflokkurinn talsvert meiri stuðnings kvenna en karla, eða 6,9 prósenta á móti 2,9 prósentum. – ibs Fleiri karlar styðja SD Flokkur Jimmie Åkessons nýtur stuðn- ings um tvöfalt fleiri karla en kvenna. Nordicphotos/AFp 1 3 . o k T Ó b e r 2 0 1 6 F I M M T U d a G U r12 F r é T T I r ∙ F r é T T a b l a Ð I Ð 1 3 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A E 9 -9 2 8 C 1 A E 9 -9 1 5 0 1 A E 9 -9 0 1 4 1 A E 9 -8 E D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 8 0 s _ 1 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.