Fréttablaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 30
Opnun á erlenda lántöku sparar meðalheimili tvenn mánaðarlaun á ári, að teknu tilliti til kostnaðar við gengisvarnir. Heimili á Íslandi sem skulda 30 milljónir kr. greiða 750.000 til 900.000 kr. meira í vexti á ári en heimili í nágrannalöndunum. Það lætur nærri að við missum laun tveggja mánaða á hverju ári í vaxtahítina. Samkvæmt OECD hafa raunvextir skammtíma- lána verið að meðal tali 0,5%-1,5% í nágrannalöndum okkar en hér um 3,5%, að meðaltali síðustu 20 ár. Við hér greiðum sem sagt 2,5% til 3% hærri raunvexti en almennt gerist á evrusvæðinu. Svona mikill vaxtamunur er ekki náttúrulögmál, snýst ekki um legu landsins né hitastig. Þó má reikna með að vextir í krónunni verði ávallt 0,5 til 1% hærri vegna þunns markaðar fyrir krónuna. Almennt ráðast vextir af fram- boði og eftirspurn eftir lánsfé, ástandi hagkerfis og gæðum gjald- miðils. Helstu leiðirnar til að lækka vexti hér eru: 1. Bætt hagstjórn sem nær niður sveiflum og verðbólgu. 2. Aukin samkeppni á fjármála- markaði með tilkomu erlends banka. 3. Lækkun ávöxtunarkröfu lífeyrissjóða niður í raunvexti nágrannalandanna. 4. Opnun á lántöku í erlendum gjaldmiðlum með betri gengis- vörnum en áður. 5. Upptaka nýs gjaldmiðils, væntanlega evru vegna tengsl- anna við Evrópusambandið og mikilla viðskipta við Evrópu. Fyrr eða síðar hljótum við að taka upp alþjóðlega mynt í stað krónunnar vegna beins og óbeins kostnaðar við hana en það gerist ekki alveg á næstunni. Þangað til verðum við að fara aðrar leiðir að lækkun vaxta. Það gengur ekki að múra almenning inni í vaxtabólu krónunnar sem aðeins bankar og lífeyrissjóðir hagnast á. ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur gert athugasemd við fortakslaust bann við gengislánum enda er bannið í andstöðu við EES-samn- inginn. Alþingi verður því að opna á erlend lán enda mun það lækka vaxtakostnað mest af ofangreindum leiðum, að undanskildum nýjum gjaldmiðli. Til að minnka gengis- áhættuna má skylda lántakendur til að afla sér varna gegn henni. Möguleg gengistrygging er að skylda lántakendur til að ávaxta hluta af lánsupphæðinni, til dæmis ¼, á bundnum reikningi í sömu mynt og lánið. Innstæðuna mætti aðeins nota til að mæta snöggu gengissigi, ef til greiðslufalls kæmi og til síðustu greiðslna af viðkom- andi láni. Það þýðir að taka þarf hærra lán en ella, en það borgar sig samt. Hugsanlega myndu bankarnir bjóða ódýrari tryggingar sem væru metnar jafn gildar. Fyrir hjón sem skulda nettó 30 milljónir króna erlent lán og væru að greiða 2,5%-3% lægri raunvexti en hér viðgangast, verður nettó raunvaxtalækkunin að frádregnum kostnaði við gengisvarnir líklega nálægt ¾ af vaxtamuninum eða 560.000-675.000 kr. á ári fyrir hjón- in, en það svarar til 1-2 mánaðar- launa beggja eftir skatta. Mestu vaxtalækkunina fáum við ef við tökum upp evru því það mun auk þess að lækka raunvexti minnka áhættu og auka trúverðugleika hag- kerfisins sem eflir vöxt efnahagslífs- ins. Gjaldmiðill er ekki heppilegt tákn um sjálfstæði þjóðar. Hann er tæki til að geyma og skiptast á verð- mætum. Algengt er að þjóðir sam- einist um gjaldmiðil svo sem dollar og evru. Þangað til við fáum alþjóð- legan gjaldmiðil verðum við að lækka okkar allt of háu vaxtabyrði eftir færum leiðum. Það hvernig til tekst segir talsvert til um hvort við erum öflug sjálfstæð þjóð. Heimildir: l Valkostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum, Seðlabankinn 2012 l Samanburðurinn sem gleymdist, Benedikt Jóhannesson stærð- fræðingur, 2016 Lækkum vaxtabyrði heimila um 560.000-675.000 kr. á ári Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræð- ingur í framboði til formanns Neyt- endasamtakanna Nýverið gaf Skipulagsstofnun álit vegna aukinnar fram-leiðslu á eldislaxi í Patreks- firði og Dýrafirði. Þar áforma Arnar- lax og og Arctic Sea Farm nú að auka framleiðslu laxeldisafurða um 14.700 tonn. Það er einkum tvennt í áliti Skipulagsstofnunar sem vekur athygli. Hið fyrsta er að stofnunin fjallar um þau tilvik þegar norski eldis- laxinn hefur sloppið úr eldiskvíum hérlendis með svofelldum hætti: „Mikilvægt er að leyfisveitendur og eldisfyrirtæki tryggi að upp- lýst sé opinberlega hvert umfang slysasleppingar er í hverju tilfelli, því ekki verður við það unað að getgátur þurfi að vera um umfang, orsakir og áhrif sleppinga í villtri náttúru.“ Hér er stofnunin með sömu kröfu og Landssamband veiðifélaga hefur sett fram á síð- ustu dögum. Í þessari áminningu Skipulagsstofnunar felst í rauninni ávirðing á eftirliti Matvælastofn- unar með sjókvíaeldinu. Frammi- staða Matvælastofnunar að þessu leytinu er með þeim hætti að ætla má að stofnunin hafi ekki áttað sig á þeirri nöpru staðreynd að umfangsmikið þauleldi á frjóum norskum laxi mun valda óaftur- kræfum náttúruspjöllum. Hitt atriðið er umfjöllun Skipu- lagsstofnunar um eldisfisk í lax- eldinu. Um þann þátt málsins segir í álitinu: „ Í umræðu í samfélaginu hefur undanfarið verið bent á þann kost að nýta geldfisk í sjókvíaeldi í því skyni að koma í veg fyrir erfða- blöndun. Á vef Stofnfisks, sem fram- leiðir seiði til laxeldis í sjó, kemur fram að í Noregi hafa verið gefin út leyfi til laxeldis sem byggja á þessari tækni. Skipulagsstofnun telur mikil- vægt að leyfisveitendur og fiskeldis- aðilar fylgist vel með þróun þessarar tækni og beinir því til þessara aðila að skoða þennan kost við leyfisveit- ingar til fiskeldis í sjó við strendur Íslands. Ef slíkt eldi er raunhæft mun það leysa þann þátt sem helst veldur áhyggjum varðandi umhverfisáhrif laxeldis í sjókvíum hér við land.“ Af framansögðu verður aðeins ráðið að Skipulagsstofnun er í áliti sínu að gera ríka kröfu um að Matvælastofnun skuli takmarka rekstrarleyfi til eldisins við notkun geldstofna ef þess er kostur. Reynsla Norðmanna hefur leitt í ljós að geldlax er vel nothæfur til sjókvía- eldis á svæðum þar sem hitastig sjávar er með svipuðum hætti og við strendur Íslands. Íslensk sjókvía- eldisfyrirtæki hafa hins vegar ekki viljað nýta þessa tækni vegna ótta um að markaðurinn greiði ekki sama verð fyrir laxeldisafurðir af geldstofni og afurðir af frjóa norska eldislaxinum, sem þeir markaðs- setja erlendis sem „vistvæna“ afurð. Þau rök eru léttvæg í samanburði við þá umhverfishagsmuni sem eru í húfi og spyrja má, hvernig getur lax sem ógnar villtum laxastofnum verið „vistvænn“? Tímamótaálit Skipulagsstofnunar Jón Helgi Björnsson formaður Landssambands veiðifélaga Fram undan er þing Neytenda-samtakanna, sem haldið verð-ur laugardaginn 22. október. Jóhannes Gunnarsson, sem leitt hefur samtökin um árabil, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku og því verður kosinn nýr formaður á þinginu. Ég er einn fimm frambjóðenda. Að mörgu leyti má segja að Neyt- endasamtökin standi á krossgöt- um. Starfið undanfarin ár hefur að mörgu leyti verið farsælt þó að enn sé langt í land með að réttur neyt- enda hér á landi sé virtur og hags- munir neytenda í fyrirrúmi hafðir, t.d. við lagasetningu og mótun starfsumhverfis einstakra atvinnu- greina. Má þar sem dæmi nefna fjármálaþjónustu og landbúnað, líkt og nýgerðir búvörusamningar og -lög bera glöggt vitni um. Neytendasamtökin eru ekki stjórnvald heldur frjáls félagasam- tök. Starf þeirra felst að verulegu leyti í því að halda á lofti hags- munum neytenda og berjast fyrir rétti þeirra. Eitt mikilvægasta verk- efni Neytendasamtakanna lýtur að því að því að neytendur á Íslandi séu vel upplýstir. Upplýstir t.d. um uppruna matvöru, innihald hennar og næringarinnihald. Í þessu efni skipta upplýsingar á umbúðum höfuðmáli. Ekki skiptir minna máli að neytendur séu upplýstir um rétt sinn. Staða neytenda á íslenskum fjármálamarkaði er afleit vegna ógegnsæi og fákeppni, sem hefur leitt af sér lakari kjör lántakenda hér á landi en annars staðar og óeðlilega gjaldtöku í bankakerfinu. Neytendasamtökin hafa ályktað gegn verðtryggingu á lánum til neytenda enda stuðlar verðtrygg- ingin að vaxtaokri og ógegnsæi, auk þess sem hún setur alla áhættu, sem stafar af þróun verðlags í land- inu, á herðar neytandans, sem er mjög óeðlilegt. Upplýsingamiðlun Neytenda- samtakanna hefur frá upphafi farið að mestu fram í gegnum Neytendablaðið, en félagsmenn samtakanna eru áskrifendur að blaðinu og aðrir ekki. Þrátt fyrir að við lifum nú á stafrænni öld verður Neytendablaðið áfram þungamiðja upplýsingamiðlunar samtakanna. Heimasíða Neytendasamtakanna gegnir vaxandi hlutverki í miðlun upplýsinga til félagsmanna og inni á henni er svæði, sem einungis er opið félagsmönnum. Ég tel mikilvægt að efla upplýs- ingamiðlun á vegum Neytenda- samtakanna, gera hana gagnvirka og færa upplýsingarnar í hendur félags- manna hvar sem þeir eru staddir hverju sinni. Flestir neytendur nota snjallsíma og/eða spjaldtölvur. Það verður eitt af forgangsverkefnum mínum að Neytendasamtökin setji í umferð Neytendaappið, sem verður aðgengilegt félagsmönnum í gegnum snjalltæki. Í Neytendaappinu munu félagsmenn m.a. geta: Gert verðsamanburð á vörum og þjónustu. Fengið upplýsingar úr gagna- banka varðandi ýmis rétt- indamál neytenda og lög og reglur þar að lútandi. Komið með ábendingar, athugasemdir eða kvartanir til Neytendasamtakanna. Tengst Neytendatorgi þar sem neytendur skiptast á upplýsingum. Neytendaappið verður tengt heimasíðu samtakanna til að allir félagsmenni geti nýtt sér kosti þess. Neytendaappið er mikilvægt skref til að gera þjónustu Neytendasam- takanna sýnilegri og aðgengilegri fyrir ungt fólk, sem er jú líka neyt- endur. Við erum nefnilega öll neyt- endur. Stóra verkefnið er að fjölga félagsmönnum og efla Neytenda- samtökin til að þau geti orðið öflugri málsvari Neytenda á öllum sviðum. Samtakamátturinn færir okkur afl til að vinna nýja sigra. Það skiptir máli að velja rétt á þeim krossgötum sem Neytendasam- tökin standa nú á. Byggjum á því sem vel hefur verið gert og höldum ótrauð fram á við. Neytendasamtökin á krossgötum Ólafur Arnarson situr í stjórn Neytendasam- takanna og er í framboði til for- manns þeirra Mestu vaxtalækkunina fáum við ef við tökum upp evru því það mun auk þess að lækka raunvexti minnka áhættu og auka trúverðug- leika hagkerfisins sem eflir vöxt efnahagslífsins. Í þessari áminningu Skipu- lagsstofnunar felst í rauninni ávirðing á eftirlit Matvæla- stofnunar með sjókvíaeldinu. Það skiptir máli að velja rétt á þeim krossgötum sem Neytendasamtökin standa nú á. Byggjum á því sem vel hefur verið gert og höldum ótrauð fram á við. ✿ Raunvextir skammtímalána, meðaltal síðustu 20 ára 0,5% 1,0% 1,5% 2,0% 2,5% 3,0% 3,5% 4,0% Þýs Dan Fin Fra Bre Ísl Nor Sví Ban Heimild OECD og útreikningar Benedikts Jóhannessonar stærðfræðings 1 3 . o k t ó b e R 2 0 1 6 F I M M t U D A G U R28 s k o ð U n ∙ F R É t t A b L A ð I ð 1 3 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A E 9 -B 5 1 C 1 A E 9 -B 3 E 0 1 A E 9 -B 2 A 4 1 A E 9 -B 1 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 0 s _ 1 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.