Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.10.2016, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 13.10.2016, Qupperneq 32
Helstu sameiginlegu auðlindir okkar Íslendinga eru: 1. Fiskurinn í sjónum 2. Orkuauðlindirnar (vatnsorka, jarðvarmi, vindur og sjávarföll) 3. Aðgangur að náttúrugersemum og ferðamannastöðum 4. Aðgangur að hlutum eins og lofti og vatni Þegar auðlindir eru ótakmark- aðar þá hafa þær ekki verð/(verð- mæti) og úthlutun þeirra skapar ekki mismunun. Það var trú okkar gagnvart vatninu, andrúmsloftinu, aðgengi að náttúrugersemum og jafnvel fiskinum að þær auðlindir væru ótakmarkaðar og hefðu því ekki verðmæti. Þegar auðlindir verða takmark- aðar eins og þegar settir eru á útblásturskvótar í samningum milli landa (sem er í raun réttur- inn til að taka súrefni úr andrúms- loftinu og binda við kolefni) eða ferðamönnum fjölgar svo að ekki er hægt að komast að náttúruger- semum, þá fær auðlindin verð- mæti og með úthlutun hennar getur skapast mismunun. Spilling og mismunun eru lík- legir fylgifiskar allrar úthlutunar á takmörkuðum auðlindum, utan uppboðs nýtingarréttar á opnum markaði og með hlutkesti. Uppboð á nýtingarrétti á opnum markaði hefur líka þann kost að það hámarkar tekjur eig- andans af auðlindinni. Viðskiptin væru opin og gegnsæ. Uppboðs- skilmálar, s.s. gildistími til margra ára, eru nauðsynlegir til að tryggja langtíma hagsmuni bjóðenda og ekki síður eigenda auðlindarinn- ar. Eins gæti skilyrði eins og gagn- vart byggðasjónamiðum átt við. Hvernig gæti þetta virkað fyrir mismunandi auðlindir? Fiskurinn í sjónum Hámarksleiguverð kvótans mælt út frá leigu á kvóta á markaði er um 80 milljarðar (1: Ríkið gefur útgerðarmönnum 94% afslátt af kvótaleigu, Fréttatíminn 09-09- 2016 Gunnar Smári Egilsson). Þetta er ofmetið og lýsir efri mörk- um á mögulegum tekjum, þar sem stór hluti þessara viðskipta er vegna meðafla sem þarf að kaupa kvóta fyrir á markaði eða borga sektir ella. Jón Steinsson skrifar einnig um málið (2: Vísir/Fréttablaðið, Færeyingar bjóða upp veiðiheim- ildir, SKOÐUN 08:00 16. ÁGÚST 2016 Jón Steinsson hagfræðingur). Út frá hans niðurstöðu má reikna að veiðileyfagjald fyrir þorsk, makríl og síld (einvörðungu) gæti numið um 28 milljörðum ef við bjóðum þær heimildir upp með sama hætti og Færeyingar. Kristinn H. Gunnarsson setur fram í sinni meistaraprófsritgerð að: „Frá 2007 er áætluð auðlinda- renta 43-49 milljarðar króna. Hlutur ríkisins í formi veiðigjalds er 5 milljarðar króna. Skiptingin á rentunni milli ríkisins og útgerðar er þannig að ríkið hefur fengið um 11% en útgerðin um 89%. Sú dreif- ing arðsins af auðlindinni er alger- lega óásættanleg. Það má áætla að uppboð veiðiheimilda frá upphafi hefði skilað ríkinu stærstum hluta af rentunni. Eðlileg skipting í því ljósi væru 89% til ríkisins. Miðað við það vantar um 35 milljarða króna til ríkisins.“ (3: Makríll – nýr nytjastofn á Íslandsmiðum Auð- lind í þágu þjóðar, Háskóli Íslands 2016, Kristinn H. Gunnarsson). Það er mín persónulega skoð- un að líkleg auðlindarenta af sjávarútvegi með markaðsleið sé einhvers staðar á bilinu 20-40 milljarðar króna sem er fjór- til áttföldun á því gjaldi sem inn- heimt er í dag. Það tónar nokkuð saman við þá hæstu tölu sem nefnd var (26 milljarðar) í við- ræðum stjórnvalda og sjárvarút- vegsins í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir, þá nefnd trú- lega sem hæsta mögulega tala að mati sjávarútvegsins til að verjast ósanngjarnari kröfum. Vert er að hafa í huga að leið- andi aðilar innan sjávarútvegsins hafa lýst sig samþykka auðlinda- gjaldi að því gefnu að slíkt hið sama gangi yfir aðrar auðlindir líka. (4: Kolbeinn Árnason fram- kvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, http://www.ruv. is/frett/sjavarutvegurinn-vill- borga-audlindagjald, 21.02.2015 – 19:13,). Markaðsgjald af náttúru- auðlindum í eigu þjóðar Gríðarlega mikilvægt úrræði í þjónustu við aldraða og langveika (oft undir 67 ára aldri) eru hvíldarpláss sem eru ætluð fyrir fólk sem býr í heima- húsi og þarf aðstoð og umönnun við athafnir daglegs lífs. Þetta er úrræði sem felur í sér að fólk dvelur tímabundið 2-4 vikur eða lengur á hjúkrunarheimili. Á meðan geta maki og/eða aðstandendur sem sinna viðkomandi náð að hvílast, en þeir eru oft þrotnir að kröftum eftir langvarandi aðstoð og umönn- un. Dvöl í hvíldarplássi getur lengt tímann sem þessir aðilar búa heima og er þar af leiðandi þýðingarmikil þjónusta. Sú óheppilega þróun hefur átt sér stað að þessum pláss- um hefur verið fækkað undanfarið á nokkrum hjúkrunarheimilum, sem kemur sér afar illa fyrir fyrir þá sem notið hafa þjónustunnar og ekki síst fyrir umönnunaraðila þeirra. Á hjúkrunarheimilinu Eir voru til skamms tíma sex hvíldarpláss, en nú hafa fimm þeirra verið tekin í notkun fyrir aðra starfsemi. Á Droplaugarstöðum voru tvö hvíld- arpláss en eru ekki lengur í boði. Á Hrafnistu voru tíu endurhæfingar- pláss fyrir 67 ára og eldri, en þá var fólk í sólarhringsdvöl. Þetta fyrir- komulag hentaði mörgum mjög vel að geta fengið endurhæfingu og jafnvel náð betri færni. Því olli þessi breyting óánægju hjá mörg- um sem fannst dvölin hafa reynst mjög gagnleg. Staðreyndin er sú að fólk fær yfirleitt litla sem enga endurhæfingu þegar það dvelur í hvíldarplássi sem getur verið slæmt fyrir einstaklinga sem þurfa að vera í þjálfun til að geta viðhaldið færni sinni. Það á við bæði um aldraða og langveika, annars er hætta á að fólk geti orðið verr á sig komið líkam- lega þegar dvölinni í hvíldarplássi lýkur. Á þessu þarf að ráða bót. Samkvæmt lögum um málefni aldraðra skal þjónusta vera byggð á einstaklingsbundnu mati á heilsu- farslegum og félagslegum þörfum hins aldraða. Þar segir að einstakl- ingar eigi að geta komið í hvíldar- innlögn sé þess þörf. Í lögum fatl- aðs fólks kemur fram að veita skuli fötluðu fólki þjónustu sem miðar að því að gera því kleift að lifa og starfa í eðlilegu samfélagi við aðra. Mikilvægi hvíldarplássa Bæði aldraðir og yngra fólk með langvinna sjúkdóma eru oft í mik- illi þörf fyrir að komast í hvíldar- pláss, því með því móti geta maki eða aðrir fjölskyldumeðlimir sem eru að veita aðstoð, náð að hvílast, en umönnunin er oft krefjandi og erfið og reynir mikið á þanþol einstaklinganna. Þess má geta að umönnunaraðilarnir eru oft sjálfir orðnir aldraðir og þurfa þess vegna að hafa svigrúm fyrir sig og sínar þarfir og ná að safna kröftum. Mögulega geta hvíldarpláss komið í veg fyrir að fólk þurfi að fara á hjúkrunarheimili eða í sumum til- vikum frestað flutningi þangað. Í október nk. verða alþingis- kosningar og því er mjög mikil- vægt að fá fram hvaða stjórnmála- flokkur ætlar að standa vörð um hag aldraðra og langveikra og bæta þjónustu og kjör þeirra og standa við það. Skerðing í þjónustu við aldraða og langveika Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, nefndi þá hugmynd á dögunum, að það ætti að „almenningsvæða“ Lands- banka Íslands. Það er gaman að sjá að boðskapur Alþýðufylkingarinnar um félagsvæðingu hafi náð svo langt, að hann sé farinn að bergmála úr herbúðum íhaldsins. Þaðan kemur hann þó svo skældur að þörf er á leiðréttingu. „Almenningsvæðing“ Bjarna er algerlega á forsendum markaðs- hyggjunnar. Það á ekkert skylt við félagsvæðingu, að afhenda einhver 10-20% bankans „beint til almenn- ings“, hvort sem það er gegn gjaldi eður ei, dreift í öreindum eða stórum stykkjum, framseljanlegt eða ófram- seljanlegt. Bankinn er áfram rekinn í gróðaskyni og heldur áfram að draga sér fé frá fólkinu í landinu. Félagsvæðing er aftur á móti allt annað. Hún snýst aðallega um til- gang rekstrarins. Tilgangur félags- legs banka er að veita fólki hagstæða fjármálaþjónustu. Það á ekki að vera neinn annar tilgangur. Eða réttara: annar tilgangur er andfélagslegur. Fjármálakerfið á ekki að vera rekið í gróðaskyni; gróðinn á að koma fram í betri lífskjörum í landinu vegna þess að fólk þarf ekki lengur að borga okurvexti af lánum. Sumir stjórnmálaflokkar tala fyrir „samfélagsbanka“. Við í Alþýðu- fylkingunni viljum að allt fjármála- kerfið sé félagslega rekið, ekki bara bankarnir heldur líka lífeyrissjóðir og tryggingafélög. Bjarni Benedikts- son er ólíklegur til að samsinna því og enn ólíklegri til að framkvæma það. Ef fólk vill að fjármálakerfið í landinu þjóni fólkinu en ekki auð- valdinu, þá á hvorki að þiggja dúsu Bjarna né hálfkákið sem fólk kallar „samfélagsbanka“ – það á að félags- væða fjármálakerfið, hvorki meira né minna, og útrýma andfélagslegri okurlánastarfsemi úr landinu. Fyrsta skrefið til þess að er kjósa Alþýðufylkinguna í alþingiskosning- unum í haust. „Almennings- væðing“, Bjarni? Þann draum að bjóða upp afla-heimildir og stórauka þann-ig tekjur ríkissjóðs má finna í stefnuskrám sumra stjórnmálaflokka fyrir komandi alþingiskosningar. Þessi hugmynd hljómar eflaust vel í eyrum þeirra sem ekki þekkja til þess kerfis sem nú er við lýði en þegar málið er betur skoðað kemur í ljós að draumur- inn er tálsýn ein. Frá því að fiskstjórnunarkerfið var fyrst sett á, þar sem veiðiheimildum var úthlutað út frá viðmiðum veiðiár- anna á undan, hefur mikið breyst, enda þróast kerfi eðli máls samkvæmt til hins betra eftir því sem árin líða. Sú ákvörðun Alþingis að lögfesta ákvæði sem heimilaði eigendum veiðiheim- ilda að selja þær frá sér hefur löngu náð markmiði sínu, þ.e. að vernda fiskistofnana við strendur Íslands og koma á stærðarhagkvæmni í greininni. Raunar hefur fyrrnefnt ákvæði haft slík jákvæð áhrif á íslenskan sjávarútveg að aðrar greinar myndu gera vel að taka sér það til fyrirmyndar. Umræðan sem nú er í gangi um að afnema gjafakerfið (eins og sumir kjósa að kalla það) og færa þjóðinni auðlind- ina aftur er á villigötum. Sú útgerð eða trillukarl sem fékk úthlutun á sínum tíma og á ennþá þær veiðiheimildir sem þá voru veittar eru vandfundin. Veiðiheimildir hafa gengið kaupum og sölum frá upphafi. Sala á þeim veitti sumum, sem staðið höfðu ölduna svo áratugum skipti, leið út. Framsalið veitti mönnum jafnframt frelsi til að leita á ný mið. Miklar skuldbindingar Þær útgerðir sem starfandi eru í dag hafa farið í veigamiklar fjárfestingar til að ná til sín heimildum. Eitt tonn af þorski kostar um 2,4 milljónir. Meðal- stór línubátur getur landað sirka 12 tonnum, sem segir okkur að heimildin fyrir einum róðri á góðri vertíð á slík- um bát kostar um 28,8 milljónir. Þá eru eftir greiðslur af bátnum sjálfum sem hlaupa á milljónum, launakostnaður, beita og annað tilfallandi. Þá er ekki sagan öll sögð, því verð á fiskmörk- uðum ræður því hvaða tekjur hljótast af róðrinum. Að sjálfsögðu endurnýjast aflaheimildir einu sinni á ári, en talið er að kaupandi aflaheimilda geti verið allt að tíu ár að greiða fyrir þær. Skuldbindingar íslenskra útgerða eru miklar. Flestar útgerðir hafa lagt veiðiheimildir að veði hjá bönkum til að eiga möguleika á að starfa. Hvernig á ríkið að taka þær til baka? Hvernig á að tryggja að útgerðir standi í báða fætur án veiðiheimilda? Standa við skuld- bindingar sínar og að auki að leigja af ríkinu heimildirnar á nýjan leik? Það að stjórnmálaflokkar leggi fram slík loforð er mjög ábyrgðarlaust. Í raun er verið að boða hrinu gjald- þrota innan sjávarútvegsins, sem gæti líklega orðið stærri skellur fyrir þjóðar- búið en bankahrunið, sem við hugsum enn með hryllingi til. Brýnt er að fólk kynni sér vel stöðu sjávarútvegsins og framkvæmd fiskveiðistjórnunar- kerfisins því þær efnahagsógöngur sem blasa við ef draumar sumra stjórn- málaflokka verða að veruleika, munu reynast martröð fyrir þjóðina alla. Hættulegt kosningarloforð Það er mín persónulega skoðun að líkleg auðlinda- renta af sjávarútvegi með markaðsleið sé einhvers staðar á bilinu 20-40 millj- arðar króna sem er fjór- til áttföldun á því gjaldi sem innheimt er í dag. Lárus Elíasson viðskipta- og verkfræðingur, í framboði fyrir Viðreisn í 6. sæti í Reykjavík suður visir.is Lengri útgáfu greinarinnar má sjá á Vísi. Margrét Sigurðardóttir félagsráðgjafi MS Setri og MS-félagi Íslands Mögulega geta hvíldarpláss komið í veg fyrir að fólk þurfi að fara á hjúkrunar- heimili eða í sumum tilvik- um frestað flutningi þangað. Vésteinn Valgarðsson stuðningsfulltrúi og varaformaður Alþýðufylkingar- innar og oddviti hennar í Reykja- víkurkjördæmi suður Ef fólk vill að fjármálakerfið í landinu þjóni fólkinu en ekki auðvaldinu, þá á hvorki að þiggja dúsu Bjarna né hálfkákið sem fólk kallar „samfélagsbanka“. Árni Árnason í 19. sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík norður Brýnt er að fólk kynni sér vel stöðu sjávarútvegsins og framkvæmd fiskveiðistjórn- unarkerfisins því þær efna- hagsógöngur sem blasa við ef draumar sumra stjórnmála- flokka verða að veruleika, munu reynast martröð fyrir þjóðina alla. 1 3 . o k t ó b e r 2 0 1 6 F I M M t U D A G U r30 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð I ð 1 3 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A E 9 -B 0 2 C 1 A E 9 -A E F 0 1 A E 9 -A D B 4 1 A E 9 -A C 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 8 0 s _ 1 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.