Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.10.2016, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 13.10.2016, Qupperneq 36
Starri Freyr Jónsson starri@365.is Ragna Sveinbjörnsdóttir (t.v.) er verslunarstjóri Bleiku búðarinnar. Við hlið hennar er Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar. MYND/EYÞÓR Það má finna fjölbreytt úrval af bleikum vörum í versluninni. MYND/EYÞÓR Forsetafrúin Eliza Reid (t.v.) var fyrsti viðskiptavinur Bleiku búðarinnar. Með henni er Ragna Sveinbjörnsdóttir verslunarstjóri. Bleika búðin í Kringlunni hefur vakið mikla athygli og fengið mjög góðar viðtökur meðal viðskipta- vina. Tilurð hennar má rekja til góðgerðarverkefnisins Af öllu hjarta sem hófst í ár, en þar gefa kaupmenn Kringlunnar fimm pró- sent af veltu eins dags til ákveðins samfélagsverkefnis. Á þessu fyrsta ári átaksins var ákveðið að dagurinn yrði til- einkaður Bleiku slaufunni og var hann haldinn 29. september sl. Að sögn Baldvinu Snælaugsdóttur, markaðsstjóra Kringlunnar, vildi Kringlan þó gera eitthvað meira og voru því tvö önnur stór verk- efni sett á laggirnar. Annars vegar málaði Tolli listaverk ásamt leik- skólabörnum en andvirði þess mun renna til Bleiku slaufunnar. Hins vegar var Bleika verslunin sett á fót, nokkurs konar pop-up versl- un sem er fyrir miðju göngugötu fyrstu hæðar Kringlunnar. „Við vildum kynna fjölbreytt vöruúrval í Kringlunni og fengum kaupmenn til liðs við okkur með því að fá hjá þeim bleikar vörur til að selja og mun ágóði sölunnar renna til söfn- unarinnar. Rekstrarfélag Kringl- unnar ber alfarið ábyrgð á fram- kvæmd, utanumhaldi og rekstri búðarinnar og var sérstakur versl- unarstjóri ráðinn til að stýra henni sem er Ragna Sveinbjörnsdóttir.“ Frábærar viðtökur Ragna hefur því séð um að safna vörum frá verslunum auk þess að sjá um framstillingu og afgreiðslu í búðinni. „Til aðstoðar henni eru starfsmenn á skrifstofu Rekstr- arfélagsins en viðtökur hafa verið svo góðar að það hefur ekki veitt af fleiri starfsmönnum í af- greiðslu. Það er jákvætt vanda- mál og þykir okkur aðstoð í búð- inni kærkomin og frábær tilbreyt- ing frá skrifstofuvinnunni.“ Til sölu eru fjölbreyttar og glæsilegar vörur frá ólíkum verslunum og allar eru þær bleik- ar. „Meðal vara má nefna fatnað á allan aldur og bæði kyn, skart, heimilisvörur, gjafavörur, snyrti- vörur, símtæki, kerti og skó. Að sjálfsögðu eru þetta nýjar vörur sem fást einnig í viðkomandi versl- unum í dag, en ágóðinn af vörum seldum í Bleiku búðinni rennur í söfnunina.“ Viðtökurnar hafa verið frábær- ar að hennar sögn. „Fallega fram- settar bleikar vörurnar gefa frá sér bleikan bjarma og básinn litli hreinlega sogar að sér gesti. Salan hefur verið með eindæmum góð og höfum við ekki undan að fylla á spennandi bleikar vörur. Það má segja að vöruúrvalið sé aldr- ei það sama, við getum ekki stillt öllu fram í einu og því er vörum róterað á milli daga á meðan enn eru birgðir. Við finnum einnig að gestir vilja mjög gjarnan styrkja málefnið meira en með kaupum á bleiku slaufunni auk þess sem margir eru að leita sér að bleikum fatnaði eða fylgihlutum til að taka þátt í bleika deginum 14. október.“ breið samstaða Hún segir kaupmenn í Kringlunni eiga mikið hrós skilið fyrir þátt- töku sína. Auk þess að gefa fimm prósent af veltu góðgerðardagsins gefa fjölmargir vörur eða leggja þær til á kostnaðarverði svo ágóð- inn verði sem mestur í söfnun- ina. „Það er hreint afrek að ná svo breiðri samstöðu meðal svo ólíkra fyrirtækja. Verkefnið hefur verið mikil lyftistöng fyrir alla sem hér starfa. Slagorð Kringlunnar er „Af öllu hjarta“ og með þessu verkefni eru kaupmenn svo sannarlega að gefa því ríkt innihald.“ Bleika búðin er opin alla daga til og með föstudagsins 14. október, milli kl. 12 og 17. sogar að sér gesti Vinsældir Bleiku búðarinnar í Kringlunni hafa verið miklar undanfarna daga. Þar er hægt að kaupa fjölbreytt úrval bleikra vara til styrktar Bleiku slaufunni. Viðtökur hafa verið frábærar og salan gengið vel. Meðal vara má nefna fatnað á allan aldur og bæði kyn, skart, gjafavörur, snyrti- vörur, símtæki, kerti og skó. Að sjálfsögðu eru nýjar vörur sem fást einnig í viðkomandi verslunum Baldvina Snælaugsdóttir Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Buxur frá Kr. 14.900.- 7/8 sídd Háar í mittið Litir. svart, blátt og galla blátt Str. 36-46/48 Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 Vertu einstök – eins og þú ert stærðir 38-52 my style Alltaf eitthvað nýtt og spennadi Netverslun á tiskuhus.is Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík S: 58 58 900. www.jarngler.is Rennihurðarbrautir í úrvali 1 3 . o k t ó b e r 2 0 1 6 F I M M t U D A G U r4 F ó l k ∙ k y n n I n G A r b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G A r b l A ð ∙ t í s k A 1 3 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A E 9 -8 8 A C 1 A E 9 -8 7 7 0 1 A E 9 -8 6 3 4 1 A E 9 -8 4 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 8 0 s _ 1 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.