Fréttablaðið - 13.10.2016, Page 40

Fréttablaðið - 13.10.2016, Page 40
Útgefandi 365 miðlar ehf. | Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 | fax 512 5301 UmSjónarmaðUr aUglýSinga Jóhann Waage| johannwaage@365.is | s. 512-5439 ÁbyrgðarmaðUr Svanur Valgeirsson Veffang visir.is Fyrstu níu mánuði ársins söfnuðust um hundrað tonn af plasti í grænu tunnuna. Græna tunnan var viðbót við söfnun á plasti sem áður var hægt að skila á grenndar- og endur- vinnslustöðvar. „Plast er orðið eitt algengasta efnið í umhverfi okkar og notkun þess eykst í sífellu. Hlut- ur plasts er um tuttugu prósent í blönduðum úrgangi í gráum tunn- um en allur sá úrgangur er urðað- ur. Alls féllu til um 18.400 tonn af blönduðum úrgangi frá heimilum í Reykjavík árið 2015 og því má ætla að ríflega 3.680 tonn af plasti hafi verið urðuð í Álfsnesi það árið,“ segir Eygerður Margrétardótt- ir, deildarstjóri umhverfis- og úr- gangsstjórnunar hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hún bætir við að skil á plasti hafi aukist gríðarlega síðan Reykja- víkur borg fór að bjóða upp á hirðu á endurnýtanlegu plasti við heimili í Reykjavík. „Á heildina litið er um 120% aukning á flokkun og skilum á plasti til endurvinnslu saman- borið við síðasta ár.“ Greiða í takt við þjónustustig Reykjavíkurborg hefur þá sér- stöðu að íbúar velja það þjónustu- stig sem þeim hentar og greiða fyrir þjónustuna í takt við það. Þannig geta íbúar valið hvort þeir vilja nýta sér þjónustu grenndar- eða endurvinnslustöðva eða hvort þeir kjósa að endurvinnanlegur úrgangur sé sóttur að heimilum þeirra. „Íbúar þurfa því að óska eftir grænni tunnu undir plast og blárri tunnu undir pappír og pappa við heimili sitt. Hins vegar er gerð sú krafa að íbúar flokki ákveðna úrgangsflokka frá blönduðum úr- gangi, það er endurvinnanleg- an pappír og pappa, umbúðir með skilagjaldi, garðaúrgang, gróf- an úrgang og spilliefni,“ útskýr- ir Eygerður. Með þessum hætti hefur Reykjavíkurborg náð meiri árangri í flokkun pappírs og pappa en flest önnur sveitarfélög. Í Reykjavík er ekki lagt eitt og sama sorphirðugjaldið á íbúa held- ur ræðst gjaldskráin annars vegar af mengunarbótareglunni, um að sá geldur sem veldur, og hins vegar af þjónustustigi. Íbúar sem kjósa að flokka úrgang til endur- vinnslu og draga þann- ig úr fjárhagsleg- um og umhverfis- legum kostnaði við meðhöndlun úrgangsins greiða minna. Eygerður tekur sem dæmi að tunna undir plast er sextíu pró- sent ódýrari en tunna undir blandaðan úrgang. „Aukin þjónusta við íbúa eykur kostnað sveitarfélaga sem þeim ber lagaleg skylda til að innheimta að fullu með hækkun hirðugjalda. Hirða endurvinnslu- efna í tunnum við heimili er kostn- aðarsamari en ef íbúar skila sjálf- ir á grenndar- og endurvinnslu- stöðvar og íbúar í Reykjavík sem velja þá leið njóta góðs af því með lægri hirðugjöldum. Um 85% íbúa hafa aðgengi að grenndarstöðvum í fimm hundruð metra fjarlægð frá heimili sínu eða minna og því eru skil á grenndarstöðvar hagkvæm og aðgengileg leið fyrir flesta Reykvíkinga.“ Pokalaus lífsstíll Margir velta fyrir sér hvað eigi að nota utan um úrgang sem til fellur á heimilinu eða í fyrirtæk- inu ef þeir hætta að kaupa einnota burðarpoka úr plasti við innkaup. „Staðreyndin er að flokkun endur- vinnsluefna dregur úr þörfinni fyrir poka undir blandaðan úrgang því endurvinnsluefnum má skila í lausu í endurvinnsluílát. Á mark- aðnum eru einnig pokar úr niður- brjótanlegu efni, svo sem maís- pokar, sem hafa nokkra yfirburði í umhverfislegu tilliti saman- borið við plastpoka. Íbúar í Reykjavík mega setja bland- aðan úrgang lausan í gráu tunnuna og því er hægt að stunda pokalausan lífsstíl ef vilji er til. Þá þarf að hreinsa tunnuna oftar og hafa margir brugðið á það ráð að nota poka sem hvort sem er falla til á heimilinu undir úrganginn, svo sem pokana undan brauðinu og kartöflunum,“ segir hún. Árangur í endurvinnslu Markmið reykjavíkurborgar er að draga úr myndun úrgangs og auka endur- vinnslu enn frekar. Mikill árangur hefur náðst á undanförnum árum í endurvinnslu pappírs og pappa. Plastið hefur hins vegar verið í forgrunni síðasta árið eða frá því að byrjað var að bjóða upp á græna tunnu undir plast við heimili í Reykjavík. Á heildina litið er um 120% aukning á flokkun og skilum á plasti til endurvinnslu samanborið við síðasta ár, segir eygerður margrétardóttir, deildarstjóri umhverfis- og úrgangsstjórnunar hjá umhverfis- og skipulagssviði reykjavíkurborgar. Íbúar í reykjavík mega setja blandaðan úrgang lausan í gráu tunnuna og því er hægt að stunda pokalausan lífsstíl ef vilji er til. Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri umhverfis- og úrgangsstjórnunar KOMUM ÞVÍ Í ENDURVINNSLU Lengi lifir plastið ... endUrVinnSla Kynningarblað 13. október 20162 1 3 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A E 9 -6 1 2 C 1 A E 9 -5 F F 0 1 A E 9 -5 E B 4 1 A E 9 -5 D 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 8 0 s _ 1 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.