Fréttablaðið - 13.10.2016, Page 42

Fréttablaðið - 13.10.2016, Page 42
Verkefnið Skólar á grænni grein, sem flestir þekkja undir nafninu Grænfáninn, hefur verið starf­ rækt af Landvernd frá árinu 2001. Þátttökuskólar eru nú 231 og eru því fjölmargir leikskólar, grunn­ skólar, framhaldsskólar og há­ skólar á grænni grein. Unnið er með fjölmörg þemu í verkefninu að sögn Margrétar Hugadóttur, sérfræðings hjá Skólum á grænni grein hjá Landvernd, en öll eiga þau sameiginlegt að tengjast sjálfbærni á einhvern hátt. „Sjálf­ bærni snýst ekki aðeins um að flokka rusl, heldur tekur hún til mun fleiri þátta. Þemun sem skól­ ar á grænni grein eru að vinna með eru orka, úrgangur, átthagar, samgöngur, landslag, lýðheilsa, loftlagsbreytingar, neysla, hnatt­ rænt jafnrétti, náttúruvernd og vistheimt.“ Til að fá að flagga Grænfánan­ um þurfa þátttökuskólar að fylgja sjö skrefum að sögn Margrétar. „Fyrst þarf að stofna umhverfis­ nefnd en í henni sitja fulltrúar nemenda, foreldra, kennara, al­ mennra starfsmanna, matráða og stjórnenda. Nefndin starfar sam­ kvæmt lýðræðislegum leikreglum og nemendur hafa þar mikið vægi. Umhverfisnefndin velur 1­2 þemu sem vinna á með á tímabilinu.“ Hátíðleg stund Næsta skref felur í sér mat á stöðu umhverfismála í skólanum. Þar er stuðst við ákveðin matsblöð og sjá nemendur oft um matið. „Að því loknu stígur nefndin þriðja skref­ ið og gerir áætlun um aðgerð­ ir og setur sér um leið markmið. Mikil vægt er að setja sér raunhæf markmið og vinna um leið að 5­6 markmiðum innan hvers þema.“ Fjórða skrefið er eftirlit og endur mat þar sem skoðað er hvort unnið sé að því að ná markmiðum. „Fimmta skrefið tengist tengingu við aðalnámskrá, en Grænfána­ verkefnið fellur vel að fjölmörgum hæfniviðmiðum í aðal námskrá og því mikilvægt að tvinna vinnuna saman við allt skólastarf. Grunn­ þættir menntunar eru sjálfbærni, jafnrétti, lýðræði og mannrétt­ indi, heilbrigði og velferð, sköp­ un og læsi, og tengjast þeir allir Grænfánaverkefninu. Því er mjög gott að vinna með grunnþættina innan þeirra markmiða sem skól­ inn setur sér.“ Sjötta skrefið er að upplýsa og fá aðra með. Nemendur fræða því einnig heima fyrir, í fjölmiðlum og samfélaginu öllu. „Lokaskref­ ið er að búa til umhverfissáttmála en hann lýsir í stuttu máli heildar­ stefnu skólans í umhverfismennt og sjálfbærni. Stundum er um­ hverfissáttmálinn slagorð, ljóð, lag eða stefna.“ Að lokum sækir skólinn formlega um Grænfána og ef hann hefur náð að uppfylla markmiðin sín fær hann að flagga honum í tvö ár. „Það er hátíðleg stund þegar fáninn er dreginn að húni og nemendurnir fyllast stolti yfir vel unnu starfi.“ Kennarar mikilvægir Verkefnið hefur að sögn Margrét­ ar haft mjög jákvæð áhrif á lýð­ ræðisleg vinnubrögð í skólum. „Kennarar vinna stórkostlegt starf í grunnskólum þrátt fyrir að búa við þröngan kost og eru þeir lykil­ manneskjurnar sem láta verkefn­ ið ganga. Hugmyndaauðgi þeirra og nýtni eru fá takmörk sett og því mjög dýrmætt að fá að þróa Græn­ fánaverkefnið áfram með slík­ um kennurum. Annað starfsfólk skóla eins og matráðar er einnig mjög úrræðagott og gegnir lykil­ hlutverki í að halda verkefninu gangandi og hefur það góð áhrif á skólabrag og skólasamfélagið í heild sinni.“ Nemendur taka aukna ábyrgð á sínu nánasta umhverfi og taka þátt í ákvörðunum sem snerta skólana þeirra. „Áhersla á lýðræðisleg vinnubrögð minnir okkur á að við höfum öll völd til að breyta heim­ inum. Nemendur öðlast oft dýpri skilning á stöðu umhverfismála og taka þannig virkan þátt og hafa áhrif út í samfélagið.“ Höfum völd til að breyta heiminum Fjölmargir skólar á öllum skólastigum eru þátttakendur í verkefninu Skólar á grænni grein. Unnið er með fjölmörg þemu í verkefninu en öll eiga þau sameiginlegt að tengjast sjálfbærni á einhvern hátt. Ef skólinn nær að uppfylla markmið sín fær hann að flagga fánanum í tvö ár. Upplýsingar í síma 535 2550 Nú flokkum við! Ecodepo flokkunarbarirnir eru ódýrir og endingargóðir pokastandar þar sem mis- munandi litir eru notaðir til að greina sundur úrgang og koma honum í réttan farveg. Þeim er víða hægt að koma fyrir og þeir fara vel í flestu umhverfi. Ecodepo hefur fengið fjölda verðlauna bæði fyrir hönnun og hve auðveldir þeir eru í allri umhirðu. Litrík, létt og lífleg lausn! 43 0. 03 9 m ag gi @ 12 og 3. is Hringhella 6 • 221 Hafnarfjörður • Sími: 535 2550 • info@hafnarbakki.is • www.hafnarbakki.is „Kennarar vinna stórkostlegt starf í grunnskólum þrátt fyrir að búa við þröngan kost og eru þeir lykilmanneskjurnar sem láta verkefnið ganga“ segir Margrét Hugadóttir, sérfræðingur hjá Skólum á grænni grein hjá Landvernd. MYND/GVA Sjálfbærni snýst ekki aðeins um að flokka rusl, heldur tekur hún til mun fleiri þátta. Margrét Hugadóttir, sérfræðingur hjá Landvernd ENDurViNNSLA Kynningarblað 13. október 20164 1 3 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A E 9 -6 6 1 C 1 A E 9 -6 4 E 0 1 A E 9 -6 3 A 4 1 A E 9 -6 2 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 8 0 s _ 1 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.