Fréttablaðið - 13.10.2016, Síða 73

Fréttablaðið - 13.10.2016, Síða 73
Enska tónlistarkonan Lily Allen brast í grát þegar hún heimsótti flóttamannabúðir í borginni Calais í Norður-Frakklandi, sem liggur að Ermarsundi, og bað flóttafólkið afsökunar fyrir hönd Bretlands á aðstæðum þess. Allen ferðaðist til Calais ásamt tökuliði frá BBC fyrir sjónvarps- þátt Victoriu Derbyshire og hitti þar börn sem búa fjarri foreldrum sínum í flóttamannabúðum sem gjarnan eru kallaðar Frumskógur- inn, eða „The Jungle“. Talið er að milli 600 og 1.000 börn búi nú við bágan kost í búðunum. Meðal þeirra sem söngkonan tal- aði við var þrettán ára drengur sem flúði Afganistan vegna árása talib- ana. Drengurinn sagðist hafa rétt á því að búa í Bretlandi en lagaflækj- ur kæmu í veg fyrir að honum væri hleypt inn í landið og því neyddist hann til að reyna að smygla sér inn fyrir landamærin með því að fela sig í bíl. Allen brást við með því að biðjast afsökunar fyrir hönd Breta á því að hafa þrisvar lagt líf drengsins í hættu. Fyrst með sprengjuárásum á Afganistan, næst með því að koma talibönum til valda og nú með því að meina honum inngöngu í landið og neyða hann til að leggja sig í mikla hættu. Lily Allen biðst afsökunar Lily Allen brast í grát í Frakklandi. „Einu sinni fór ég á Abbey Road og þar voru svona hundrað manns, en þessar dyr eru inni í húsasundi og lítil umferð þarna þannig að ég gat smellt af í ró og næði. Ef þetta væri úti á götu væru örugglega þúsund hippar þarna daglega,“ segir Ari Eldjárn grínisti sem komst í feitt á ferðalagi sínu um hafnarborgina Hamborg í Þýskalandi í gær. Ari er mikill Bítlaaðdáandi og gerði því dálitla pílagrímsferð úr reisunni, heimsótti götuna Reeperbahn í rauða hverfinu í Hamborg og leitaði uppi heimilisfangið þar sem fræg ljósmynd var tekin af John Lennon í upphafi sjöunda áratugarins til að endurskapa myndina með sjálfan sig í Bítilsins stað. Ari var að skemmta á ráðstefnu í borginni, átti lausan tíma og ákvað að finna nokkra Bítlatengda staði sem hann varð að heimsækja, en sem kunnugt er eyddi hljómsveit- in fræga nokkrum árum í  þessu alræmda hverfi Hamborgar við spilamennsku, sukk og svall í upp- hafi ferilsins. Hann segir tröppurnar frægu, sem prýddu meðal annars umslagið á sólóplötu Lennons, Rock’n’Roll frá 1975, hafa verið auð- fundnar. „Ég hef verið mikill Bítla- maður í rúman aldarfjórðung og hef meira að segja gerst svo frægur að hafa hitt og heilsað Paul McCartney með handabandi, sem var vægast sagt stórfurðuleg lífsreynsla,“ segir Ari og bætir aðspurður við að ófáir brandarar sem hverfast um nafn hans og heiti borgarinnar, Ham- borg-Ari, hafi fengið að fljúga á meðan hann dvaldi í Þýskalandi. kjartang@frettabladid.is Hamborg-Ari heimsótti Bítlaslóðir í Þýskalandi Ari Eldjárn í Hamborg í október 2016.John Lennon í Hamborg í apríl 1961. Kim Kard- ashian er enn að jafna sig eftir að hafa verið hótað með byssu og rænd í París í síðustu viku og hefur ekki í hyggju að tjá sig um atvikið að svo stöddu. Entertainment Tonight hefur eftir ónafngreindum heimildar- manni að Kardashian sleiki nú sárin í íbúðinni þar sem hún var rænd og hún deilir með eiginmanni sínum, Kanye West, í París, og sé enn ekki farin að hugsa um að fara út á meðal fólks eða tjá sig á sam- skiptamiðlum. Kardashian hvílir sig Ég Hef verið miKiLL BítLAmAður í rúmAn ALdArfjórðung. Málþing 2016 Nýjar íbúðir í Reykjavík Borgarstjórinn í Reykjavík býður til málþings um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík föstudaginn 14. október 2016. kl. 8.30 - 12.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Dregin verður upp heildstæð mynd af framkvæmdum og framkvæmdaáformum á húsnæðismarkaði í Reykjavík. Áhersla verður lögð á samþykkt verkefni og framkvæmdir sem eru nýlega hafnar, en einnig verður gefin innsýn í verkefni á undirbúningsstigi. Dagskrá í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur föstudaginn 14. október 2016: kl. 8.00 Létt morgunhressing kl. 8.30 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri: Uppbygging íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. kl. 09.30 Kynning á ýmsum uppbyggingarverkefnum: • Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Félag eldri borgara: Uppbygging á vegum FEB • Kristján Sveinlaugsson, Þingvangur: Brynjureitur / Hljómalindarreitur • Arnhildur Pálmadóttir, PK arkitektar: Hafnartorg • Hildur Gunnarsdóttir, Reykjavíkurborg: Stúdentaíbúðir við Háskólann í Reykjavík • Gunnar Valur Gíslason, Eykt: Höfðatorg • Guðrún Ingvarsdóttir, Búseti: Uppbygging á vegum Búseta • Ólöf Örvarsdóttir, Reykjavíkurborg: Almenna íbúðafélagið • Ingunn Lilliendahl, Tark arkitektar: RÚV-reitur • Páll Hjaltason, +Arkitektar: BYKO-reitur og Elliðabraut • Guðrún Björnsdóttir, Félagsstofnun stúdenta: Stúdentaíbúðir á vegum FS • Hannes Frímann Sigurðsson: Hömlur ehf.: Ráðstöfun lóða í Vogabyggð • Davíð Már Sigurðsson, ÞG-verktakar: Bryggjuhverfi • Björn Guðbrandsson, Arkís: Ártúnshöfði – rammaskipulag kl. 11.00 Þorsteinn R. Hermannsson, Reykjavíkurborg: Borgarlínan og þétting byggðar kl. 11.15 Snædís Helgadóttir, Capacent: Greining á fasteignamarkaði - Ný skýrsla Capacent kl. 11.45 Umræður kl. 12.00 Lok málþings Allir velkomnir. FA R 10 16 - 0 3 www.reykjavik.is/ibudir – nýjar íbúðir í Reykjavík L í f i ð ∙ f R É T T A B L A ð i ð 55f i M M T U D A G U R 1 3 . o k T ó B e R 2 0 1 6 1 3 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A E 9 -9 7 7 C 1 A E 9 -9 6 4 0 1 A E 9 -9 5 0 4 1 A E 9 -9 3 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 8 0 s _ 1 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.