Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.07.2016, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 02.07.2016, Qupperneq 4
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og nýkjörinn forseti Íslands sagði í viðtali daginn eftir kjördag að hann vildi skapa umræðu í sam- félaginu og ræða um það sem hann fyndi að fólkið vildi ræða um. Ekki væri útilokað að sú umræða hæfist að einhverju leyti á samfélagsmiðlum. Hann sagðist þó ekki vera búinn að gera það upp við sig hvort hann yrði forseti á Facebook. Ábyrgðarmestu ár ævinnar væru að fara í hönd og þess vegna vildi hann stíga varlega til jarðar. Þórunn Svein- bjarnardóttir formaður BHM sagði launa- hækkun æðstu embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa, sem heyra undir kjararáð, endurspegla að það hefði verið vond ákvörðun að setja lög á kjaradeilu átján aðildarfélaga BHM og færa í gerðardóm. Kröfur um að menntun yrði metin til launa hefðu verið málefnalegar og ríkið átt að geta samið við félagið. Aðrir á vinnumarkaði hefðu gert niðurstöðu gerðardóms að sinni. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingar sagði lækkun vaxta- bóta alvarlega þróun. Lækkunin væri meiri en skýrðist af minni skuldsetningu heimila. Verið væri að auka tekju- tengingu þannig að sífellt minni hópur fengi vaxtabæturnar. Þrjú í fréttum Nýr forseti, hærri laun og minni bætur Tölur vikunnar 26.06.2016 - 02.07.2016 20 prósenT 75,7% 10. sæTið 4,3 milljarða króna greiðir ríkissjóður í vaxtabætur í ár. Árið 2012 var upphæðin 7,6 milljarðar króna og nemur lækkunin um 43 prósentum á fimm árum. kosningabærra manna greiddu atkvæði í forsetakosningunum. 1 milljón króna hafa einstaka læknar fengið í styrk frá lyfja­ fyrirtækjum vegna endur­ menntunar eða annarra verkefna. 7,5 prósenta launahækkun minnst fá æðstu emb­ ættismenn og þjóðkjörnir fulltrúar sem heyra undir kjararáð. Heildar­ laun ráðuneytisstjóra forsætis­ ráðuneytisins verða 1,8 milljónir á mánuði en forsætisráðherra fær 1,6 milljónir króna. 131 hefur verið fluTTur úr landi með lögregluvaldi það sem af er þessu ári að beiðni Útlendingastofn­ unar. Í fyrra var fjöldinn 123. þjóðarinnar verða orðin 65 ára og eldri eftir 20 ár samkvæmt spá Hagstofu Íslands. er sæti Íslands í vísitölu yfir velferð samfélaga. Landið fellur um sex sæti milli ára og er neðst Norðurlanda. heilbrigðismál Læknar sem fá smá- vægilegar gjafir frá lyfjafyrirtæki eru líklegri til þess að vísa á lyf frá við- komandi lyfjafyrirtæki. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birtist í júníútgáfu Tímarits banda- rísku læknasamtakanna (e. The Journal of the American Medical Association). Samkvæmt rannsókninni virðast greiddar máltíðir heilt yfir vera um 80 prósent þeirra gjafa sem heilbrigðis- starfsfólkið sem rannsóknin tók til fær frá lyfjafyrirtækjunum. Tilgangur rannsóknarinnar var að rannsaka tengsl milli slíkra máltíða og ávísaðra hjarta- og þunglyndislyfja. Niðurstaða greinarhöfunda er að þessi tengsl séu fyrir hendi, jafnvel þótt máltíðin  sé einungis 20 dala (jafnvirði 2.400 króna) virði. Ávís- unum fjölgar svo eftir því sem fleiri og dýrari máltíðirnar eru. Greinar- höfundar taka fram að þó þeim hafi tekist að sýna fram á tengsl sé ekki hægt að fullyrða að orsakatengsl séu fyrir hendi. Í greininni segir að leiðbeinandi reglur frá samtökum amerískra lækna og samtökum lyfjaframleið- enda þar í landi geri ráð fyrir að gjafir til lækna megi nema allt upp undir 100 dollurum, andvirði um 12 þúsund króna. Ráðlegt sé að fylgjast vel  með greiðslum og gjöfum til lækna í Bandaríkjunum. Mælt er með því fyrirkomulagi sem evrópskir lyfjaframleiðendur hafa sett sér um að birta upplýsingar um greiðslur til lækna, þótt þar sé matur og drykkir undanskilið. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær eru dæmi um að lyfjafyrirtæki hafi greitt einstökum læknum hér á landi hundruð þúsunda í styrki vegna endurmenntunar eða annarra verkefna. Í einstaka tilfellum hafa styrkveitingar farið yfir eina milljón króna. Oft er um að ræða ferðir á ráð- stefnur erlendis eða annað slíkt. Upplýsingar um þetta voru birtar á vefsíðu Frumtaka, samtaka frum- lyfjaframleiðenda á Íslandi, fyrr í vikunni. Þetta er í fyrsta sinn sem upplýsingarnar eru birtar. Formaður Læknafélags Íslands sagði það sína skoðun að þær upp- hæðir sem um væri að ræða hefðu ekki áhrif á dómgreind lækna. „Á þessu geta menn haft mismun- andi skoðanir og ég held að þetta séu upphæðir sem rugli alls ekki dóm- greind lækna eða valdi því að menn upplifi einhverja óeðlilega hollustu við lyfjafyrirtækið,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, en bætir því við að styrkirnir geti hins vegar verið mikilvægir fyrir endurmenntun lækna. jonhakon@frettabladid.is Rannsókn bendir til tengsla milli gjafa og lyfjaávísana Erlend rannsókn sýnir að læknar sem þiggja gjafir frá lyfjafyrirtækjum séu líklegri til að vísa á lyf frá sömu framleiðendum. Þó ekki sýnt fram á orsakatengsl. Dæmi eru um að íslenskir læknar fái háar fyrirgreiðslur. Dæmi eru um að læknar hafi fengið hundruð þúsunda króna í styrki frá lyfjafyrirtækjum. Fréttablaðið/anton brink Ég held að þetta séu upphæðir sem rugli alls ekki dómgreind lækna. Þorbjörn Jónsson, formaður Lækna­ félags Íslands breTland Michael Gove, dómsmála- ráðherra og frambjóðanda til emb- ættis formanns Íhaldsflokks Breta, var í gær líkt við undirförlu sjón- varpspersónurnar Francis Urquhart og Frank Underwood í bresku og bandarísku útgáfum þáttanna House of Cards. Var það meðal annars gert í BBC, Washington Post og The Tele- graph. Gove, sem hugðist styðja Boris Johnson í formannsstól, tilkynnti í fyrradag að hann byði sig sjálfur fram. Johnson væri ekki réttur leið- togi fyrir Bretland en sá sem verður formaður flokksins tekur við for- sætisráðherraembættinu af David Cameron. The Telegraph sagði Gove hafa hringt í Lynton Crosby, kosninga- stjóra Johnsons, og sagt honum frá ætlan sinni. Crosby og Johnson voru þá á lokametrunum við að undirbúa tilkynningu Johnsons um framboð en í kjölfarið hættu þeir við. Þá segir The Telegraph Johnson og Gove hafa átt að mynda saman svokall- að draumaframboð en þeir börðust einna harðast fyrir Brexit, aðskilnaði Bretlands frá Evrópusambandinu, sem samþykktur var í þjóðarat- kvæðagreiðslu í síðustu viku. Samflokksmenn Goves hafa einnig gagnrýnt hann fyrir ákvörðun hans. Anna Soubry, viðskiptaráðherra Bretlands, sagði í gær að Gove hefði hegðað sér á vítaverðan hátt. Hvatti hún þá Gove til að hætta við og leyfa flokksmönnum að fylkja sér að baki helsta mótframbjóðanda hans, inn- anríkisráðherranum Theresu May. Gove vísaði ásökunum hins vegar á bug í gær. Sagðist hann ekki bjóða sig fram vegna persónulegs metnaðar heldur vegna sannfæringar sinnar um hvað væri rétt fyrir Bretland. – þea Atburðarásin eins og í House of Cards Michael Gove, dómsmálaráðherra, er líkt við Frank Underwood. norDicphotos/aFp 2 . j ú l í 2 0 1 6 l a u g a r d a g u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð 0 2 -0 7 -2 0 1 6 0 4 :1 5 F B 0 8 8 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 E 4 -B 1 E C 1 9 E 4 -B 0 B 0 1 9 E 4 -A F 7 4 1 9 E 4 -A E 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 8 8 s _ 1 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.