Fréttablaðið - 02.07.2016, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.07.2016, Blaðsíða 12
neymar framlengdi Brasilíski knattspyrnumaðurinn neymar hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við Barcelona og mun nýi samningurinn ná til 30. júní 2021. neymar hefur spilað í þrjú ár með Barcelona og á þessum þremur tímabilum hefur hann skorað 85 mörk fyrir félagið og unnið alls átta titla. eins og venjan er með fótbolta- menn á Spáni þá er alltaf klausa í samningi þeirra sem gefur öðrum félögum kost á því að kaupa upp samninginn. Í tilfelli neymars eru það engar smáupphæðir. Það er hægt að kaupa nýja samninginn hans fyrir 200 milljónir evra á fyrsta ári, 222 milljónir evra á öðru ári og svo fyrir 250 milljónir evra á þremur síðustu árum hans. 250 milljónir evra eru 34 milljarðar í íslenskum krónum. Í dag Laugardagur: 08.55 F1 æfing Sport 11.55 Tímataka Sport 14.00 Keflavík - Huginn Sport 2 14.30 Formula E: London Sport 16.00 Bridgestone Golfstöðin 20.00 Cambria golf Sport 4 22.00 Sumarmessan Sport Sunnudagur: 11.30 F1: Keppni Sport 14.00 Breiðablik - ÍBV Sport 14.30 Formúla E: London Sport 2 16.00 Bridgestone Golfstöðin 20.00 Cambria golf Sport 4 22.00 Sumarmessan Sport zlatan kominn til united manchester united hefur stað- fest komu zlatans ibrahimovic til félagsins. zlatan greindi frá því í gær að hann væri á leið til united og félagið hefur staðfest að sænski framherjinn muni klæðast búningi þess á næsta tímabili. talið er að hinn 34 ára gamli zlatan hafi skrifað undir eins árs samning við united. Hann lék síðast með Paris Saint-germain og varð fjórum sinnum franskur meistari með liðinu. fyrir skömmu birtist mynd- band af zlatan í united-búningi á twitter-síðu united þar sem hann kynnir sig til leiks með orðunum „it’s zlatan time.“ Hjá united endurnýjar zlatan kynnin við knattspyrnustjórann José mourinho en saman urðu þeir ítalskir meistarar með inter 2009. united er áttunda liðið sem zlatan spilar með á ferlinum. Hann lék áður með malmö, ajax, Juven- tus, inter, Barcelona, aC milan og PSg. Þá lék zlatan 116 landsleiki fyrir Sví- þjóð og skoraði 62 mörk. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir 1-0 tap fyrir Belgíu á em í frakklandi í síðasta mánuði. EM2016 http://www.seeklogo.net Tómas Þór Þórðarson tomas@365.is Fótbolti „Blessaðir, strákar,“ segir landsliðsfyrirliðinn aron einar gunnarsson brosandi þegar nokkr- ir fulltrúar íslenska fjölmiðlahóps- ins sem fylgja strákunum okkar eftir í frakklandi koma inn í herbergi á hóteli í annecy þar sem fyrirlið- inn bíður viðtals. fjórir dagar eru síðan hann hann leiddi landsliðið til sigurs á englandi og stóð svo fremstur og leiddi íslensku þjóðina í víkingaherópinu sem hefur vakið heimsathygli. fyrirliðinn þarf að bíða í fimm mínútur á meðan fjöl- miðlamenn koma sér fyrir. Hann bíður rólegur og fúlskeggjaður. „Þessir dagar eru búnir að vera ótrúlegir og lyginni líkastir í raun- inni. Þetta er eitthvað sem maður mun muna eftir þangað til maður deyr,“ segir aron spurður um dagana eftir sigurinn á englandi. dagana sem enginn Íslendingur mun gleyma. Þessi sigur hefur vakið heimsathygli, en á hverjum degi koma strákarnir okkar fyrir í stærstu fréttaskýringa- og skemmti- þáttum heims. „Það fíla allir þessa sögu sem við erum að skrifa og virða okkur meira en áður sem ég tel jákvætt. Við höfum öll saman rifið Ísland upp á hærra plan, hvort sem um ræðir fjölmiðlamenn, leikmenn, stuðningsmenn eða þjálfara. Það eru allir á sama plani og allir að róa í sömu átt. Við erum öll að bæta okkur í öllu sem er jákvætt fyrir framtíð íslenska fótboltans,“ segir aron einar. Viljum gera þetta aftur gleðin var svo mikil eftir englands- leikinn að okkar menn gleymdu sér aðeins á skýinu og komu ekki niður. eða þannig hljómaði það þegar lars lagerbäck sendi strákunum væna pillu á blaðamannafundi á mið- vikudaginn. Án þess að nokkur maður hefði vitneskju um atvikið sagði lars frá því að nokkrir leik- menn hefðu mætt of seint í kvöld- mat og ekki fylgt settum reglum. reglurnar hjá lars og Heimi eru sárafáar en eftir þeim skal farið. „Þetta var smá misskilningur en ég hef ekki rætt þetta við lars,“ segir aron einar beðinn um að útskýra þetta mál. „Það voru ein- hverjir seinir þarna og héldu að við þyrftum ekki að borða á hótelinu. Það heldur okkur bara á tánum [að fá svona skilaboð frá lars, innsk. blm.]. Hann sendir okkur þarna pillu í fjölmiðlum og allt í góðu með það. Hann og Heimir ráða. Þetta kveikti bara í mönnum aftur. Hann veit alveg hvað hann er að gera, karlinn.“ aron segir liðið enn vera að læra. ekki má gleyma að lars hefur farið á sjö sinnum fleiri stórmót en allt íslenska landsliðið til samans. Svona hluti ganga öll lið í gegnum og hvað þá á sínu fyrsta stórmóti. menn lifa og læra sem er gott því þessi hópur ætlar sér á fleiri stór- mót. fyrirliðinn telur alveg eins gott að byrja að hugsa um undan- keppni Hm 2018 sem allra fyrst. „Við erum búnir að finna smjör- þefinn af þessu núna og því er full- kominn tími núna til að byrja að ræða næstu undankeppni. Hana þurfum við að byrja vel. Við þurfum að vera á tánum hvað hana varðar því við erum í virkilega erfiðum riðli, en við viljum 100 prósent komast á Hm,“ segir aron einar og bætir við: „maður vill upplifa þetta aftur og ég veit að þið viljið það,“ segir aron og bendir á þremenningana sem spyrja hann spjörunum úr í 20 mínútur. allir þrír kinka kolli. „Það verður erfitt að koma sér aftur niður á jörðina en við þurfum að gera það eins fljótt og hægt er.“ Kunna að meta stuðninginn eins og margir vita missti aron einar af fæðingu sonar síns, Óli- vers, í mars 2015 því hann var upp- tekinn með landsliðinu að vinna kasakstan á leið liðsins á em. Það var auð vitað erfið ákvörðun: „eftir það ákvað ég bara að gera þetta nógu andskoti vel,“ segir aron einar. „Ég vildi ekki líta til baka og hugsa: „djöfull, af hverju gerði ég þetta?“.“ aron einar er að spila meiddur. Hann þarf að fara í aðgerð eftir mótið og enginn veit hvenær hann verður klár að spila fyrir Cardiff, nú ef hann verður ekki keyptur eitthvert annað. Hann er stoltur fyrirliði stoltrar þjóð- ar og gerir allt fyrir Ísland. Hann kann líka að meta stuðninginn að heiman. „maður fær skilaboð á instagram og svona sem segir okkur að fólk kann að meta það sem við erum að gera. Það er bara okkar heiður að vera hérna og við kunnum að meta allan þennan stuðning. Við fengum allir snapptjött og myndir af arnarhóli alveg pakkfullum. Það var eitthvað sem hitti beint hingað,“ segir aron einar gunnarsson og ber sér á brjóst eins og víkingurinn sem hann er. Hittir beint í hjartastað Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson missti af fæðingu sonar síns þegar íslenska landsliðið var á leið á EM. Hann ætlaði sér stóra hluti á Evrópumótinu í Frakklandi svo það yrði ekki eitthvað sem hann sæi eftir. Hann er stoltur fulltrúi stoltrar þjóðar. Á sunnudaginn er í boði sæti í undanúrslitum EM 2016. Aron Einar Gunnarsson í sigurvímunni eftir sigurinn á Frökkum í Nice á mánudagskvöld. Hann er að spila meiddur á EM en lætur það ekki stoppa sig. FréTTABLAðið/ViLHELM Við höfum öll saman rifið Ísland upp á hærra plan, hvort sem um ræðir fjölmiðlamenn, leikmenn, stuðningsmenn eða þjálfara. Það eru allir á sama plani og allir að róa í sömu átt. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði Nýjast EM 2016 í Frakklandi í gær 8 liða úrslit Wales - Belgía 3-1 0-1 Radja Nainggolan (13.), 1-1 Ashley Williams (30.), 2-1 Hal Robson-Kanu (55.), 3-1 Sam Vokes (85.). Ævintýri Wales heldur áfram og liðið mun spila við Portúgal í und- anúrslitum mótsins. 2 . j ú l í 2 0 1 6 l A U G A R D A G U R12 s p o R t ∙ F R É t t A b l A ð i ð sport 0 2 -0 7 -2 0 1 6 0 4 :1 5 F B 0 8 8 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 E 4 -C 0 B C 1 9 E 4 -B F 8 0 1 9 E 4 -B E 4 4 1 9 E 4 -B D 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 8 8 s _ 1 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.