Fréttablaðið - 02.07.2016, Qupperneq 58
Þessi miðill á vel
við mig, ólíkt
ferlinu í vöruhönnuninni
þá get ég séð um allt sjálf
frá a til ö. Björg Juto
„Ég hef alltaf sinnt einhverri
myndlist og hef verið teiknandi
síðan ég man eftir mér. Í Listahá-
skólanum hafði ég mikla ánægju af
grafík og teikningin heillaði mig
strax á unglingsárunum í Mynd-
listaskólanum, blýanturinn og
skissubókin hafa ávallt fylgt mér.
Þetta er þó mín fyrsta sýning á
olíu verkum,“ segir vöruhönnuður-
inn Björg Juto, en hún er listamað-
ur júlímánaðar í galleríinu Art 67 á
Laugavegi. Sýningin verður opnuð
í dag klukkan 14.
„Ég er með verk af ýmsum
stærðum og mismunandi gerð-
um og prófa mig áfram með ýmis
mótív. Meirihluti verkanna eru
málverk byggð á ljósmyndum sem
ég hef tekið, en það er ekki algilt,
nokkur verkanna eru komin frá
sjálfri mér,“ útskýrir Björg.
„Þessi miðill á vel við mig, ólíkt
ferlinu í vöruhönnuninni þá get ég
séð um allt sjálf frá a til ö og það
hentar mér mun betur. Ég reikna
með að halda áfram á þessari braut
og er strax farin að hugsa til næstu
sýningar. Ég hef líka nóg að gera
á öðrum vettvangi í augnablikinu,
með fjögur börn og stórt heim-
ili,“ segir Björg. Hún kom sér upp
vinnustofu á heimilinu og hefur
unnið að sýningunni linnulaust síð-
ustu mánuði.
„Mig langar að undirbúa næstu
sýningu með meiri fyrirvara,“
segir hún. Það er mikill kostur að
hafa vinnustofuna á heimilinu upp
á börnin að gera. Eins er gott að
geta gripið í málverkið þegar laus
stund gefst og gott að geta haft
verkið fyrir augunum allan dag-
inn, melt það ef svo má segja.“
Með þessu fyrirkomulagi taki fjöl-
skyldan einnig óhjákvæmilega þátt
í verkefninu.
„Sá yngsti, 6 ára, hefur þegar
pantað hjá mér þrjár myndir og
hefur mjög ákveðnar skoðanir
á því hvernig þær eiga að líta út.
Börnin eru líka búin að velja topp
Börnin hörðustu
gagnrýnendurnir
Björg Juto vöruhönnuður er listamaður júlímánaðar í Art 67. Hún
hefur verið síteiknandi frá barnæsku og opnar sína fyrstu málverka -
sýningu í dag. Vöruhönnunin hefur verið lögð á hilluna í bili.
„Meirihluti verkanna eru málverk byggð á ljósmyndum sem ég hef tekið en það er ekki algilt, nokkur verkanna eru komin frá
sjálfri mér.“
Vöruhönnuðurinn Björg Juto opnar sína fyrstu málverkasýningu í dag en hún er
listamaður júlímánaðar hjá Art 67. Mynd/Eyþór
tíu verkin og hvað þau gætu hugs-
að sér að hengja upp heima hjá sér.
Og eins er miskunnarlaust búið að
tilnefna ljótustu myndirnar. Þetta
eru mínir hörðustu gagnrýnend-
ur,“ segir Björg hlæjandi. „Þetta
er þroskandi fyrir krakkana, þau
mynda sér skoðun á myndlist.“
heida@365.is
Bæjarlind 1-3
201 Kópavogur
s: 571-5464
Vertu einstök – eins og þú ert
stærðir 38-52
my styleStærðir 38-52
Flottar sumarföt fyrir
flottar konur
Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook
Góðar
gallabuxur
Háar í mittið
7/8 lengd
2 litir
kr. 14.900.-
str. 36-46/48
365.is Sími 1817
ALLA VIRKA DAGA KL. 19:10
SPJALLÞÁTTADROTTNINGIN ELLEN
NÝR TÍMI
2 . j ú l í 2 0 1 6 l A U G A R D A G U R8 F ó l k ∙ k y n n i n G A R b l A ð ∙ h e l G i n
0
2
-0
7
-2
0
1
6
0
4
:1
5
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
9
E
4
-A
8
0
C
1
9
E
4
-A
6
D
0
1
9
E
4
-A
5
9
4
1
9
E
4
-A
4
5
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
8
8
s
_
1
_
7
_
2
0
1
6
C
M
Y
K