Fréttablaðið - 02.07.2016, Side 70

Fréttablaðið - 02.07.2016, Side 70
Bragi Halldórsson 206 „Jæja þá, sudoku gáta,“ sagði Kata glottandi. „Nú er ég orðin svo góð í að leysa sudoku að við skulum koma í kapp um hver verður fyrstur til að leysa hana,“ bætti hún við. Konráð horfði á gátuna. „Allt í lagi,“ sagði hann. „Til er ég.“ Lísaloppa var líka góð í að leysa sudoku gátur svo hún var alveg til í keppni. „Við glímum öll við hana og þá kemur í ljós hversu klár þú ert orðin,“ sagði hún. „Allt í lagi,“ sagði Kata. „En ég vara ykkur við, ég er orðin mjög klár,“ sagði hún montin. Heldur þú að þú getir leyst þessa sudoku gátu hraðar en Kata? 4 1 7 5 6 3 3 6 8 1 5 3 4 9 2 6 7 5 8 2 4 3 6 7 8 1 2 7 3 5 3 5 2 4 7 1 2 4 9 5 7 4 3 6 1 1. Hvað hefur farið kringum allan heiminn en þó setið kyrrt í sama horninu? 2. Ég flýg áfram, en er hvorki fugl, flugvél eða eldflaug. Ég snýst líka og þó er ég hvorki vagn né hjól. Og hvort sem þú stendur, situr, liggur eða sefur, þá flyt ég þig óteljandi kílómetra án þess að þú takir eftir því. Hver er ég? 3. Hvað er það sem kemst á skemmstum tíma um allan heim, en er þó alltaf heima. 4. Ég ferðast um allan heiminn, það er spýtt á mig og þó geta menn ekki verið án mín. En þegar ekki er lengur hægt að nota mig, kunna menn loks að meta mig. Þekkirðu mig? Gátur Hvað finnst þér skemmtilegast við bækur? Að komast að því hvað gerist í þeim. Hvaða bók lastu síðast og um hvað er hún? Hún var um hvolpa og heitir Hvolpalíf. Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í uppáhaldi hjá þér? Já, hún heitir Lionel Messi: eins og hann er. Hvers konar bækur þykja þér skemmtilegar? Mér finnst fót- boltabækur skemmtilegar og spennubækur sem eitthvað spennandi gerist í. Í hvaða skóla gengur þú? Ár- bæjarskóla. Ég er að fara í 5. bekk. Ferðu oft á bókasafnið? Já, stundum. Hver eru þín helstu áhugamál? Fótbolti. Ef þú ætlaðir að skrifa bók, um hvað ætti hún að vera og hvað myndi hún heita? Ég bara veit það ekki! Ég hef ekkert spáð í það. Lestrarhestur vikunnar: Guðný Lóa Guðný Lóa Guðmundsdóttir er á Spáni og nær í bókina þegar hún kemur heim. Að venju efna Borgarbókasafnið, Bókmenntaborgin og Forlagið til sumarlesturs á meðal barna. Fyrir hverja lesna bók skrá lesendur nafn sitt og titil bókarinnar á þar til gerða miða og setja í pott sem dregið er úr vikulega. Lestrarhestur vikunnar hlýtur bók að launum. Hefur þú lengi haft áhuga á fót- bolta, Alexander? Svona frá sex ára aldri. Núna er ég að æfa hjá í Víkingi í Reykjavík, 4. flokki, með vinum mínum og bekkjar­ félögum í Fossvogsskóla. Fylgja því ekki ferðalög? Jú, ég fór til Spánar fyrir þremur vikum. Það var rosalega gaman en þar var líka mjög heitt og því erfitt fyrir okkur að spila. Skoðuðuð þið eitthvað í ferð- inni? Við fórum í vatnsrenni­ brautargarð og á ströndina, í moll og á markað. Já, svo fórum við að skoða Valencia­fótbolta­ völlinn. Hann er mjög fínn, með risastórar áhorfendastúkur. Voruð þið í Valencia? Nei, við vorum í svona 25 mínútna akstursfjarlægð frá, á milli Beni­ dorm og Alicante. Eru einhver fleiri mót sem þú hefur farið á nýlega? Það var eitt fyrir nokkrum mánuðum sem heitir Reykjavíkurmótið. Ég er í tveimur liðum og þeim gekk vel, þau urðu bæði Reykjavíkur­ meistarar. Ætlarðu að gera eitthvað skemmtilegt í sumar annað en spila fótbolta? Ég er að fara til Noregs að hitta pabba minn og verð hjá honum í sex vikur. Það verður gaman. Ég á vini þar úti líka. Svo byrja ég í Réttarholts­ skóla í haust. Áttu þér uppáhaldsfótbolta- menn? Já, Gylfa Sigurðsson og svo held ég líka upp á Neymar sem spilar með Barcelona. Hvernig heldur þú að leikurinn fari á morgun? Frakkland er með mjög gott lið en ég vona að Ísland vinni þetta. Heldur mest upp á Gylfa Alexander Maron Valsson er þrettán ára og mikið fyrir fótbolta. Hann æfir með Víkingi í Reykjavík í 4. flokki og er nýlega kominn úr fótboltaferð til Spánar. Þar var gaman – en ansi heitt. „Frakkland er með mjög gott lið en ég vona að Ísland vinni þetta,“ segir Alexander bjartsýnn. FréttAbLAðið/HAnnA 1. Frímerki, 2. Hnötturinn, 3. Hugurinn, 4. Frímerki LAuSn ALLAR HELGAR 365.is Sími 1817 Afinn sem allir elska og fjörugu vinkonurnar Skoppa og Skrítla skemmta börnum og foreldrum á laugardags- og sunnudagsmorgnum á Stöð 2. HELGARFJÖR FYRIR FLOTTASTA FÓLKIÐ 2 . j ú l í 2 0 1 6 l A U G A R D A G U R34 h e l G i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 0 2 -0 7 -2 0 1 6 0 4 :1 5 F B 0 8 8 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 E 4 -B 6 D C 1 9 E 4 -B 5 A 0 1 9 E 4 -B 4 6 4 1 9 E 4 -B 3 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 8 8 s _ 1 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.