Morgunblaðið - 12.10.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.10.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2015 SVIÐSLJÓS Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Tæplega 43% ferðamanna sem komu til landsins að vetri til í fyrra fóru í norðurljósaferð. Fjöl- mörg fyrirtæki bjóða upp á þessar ferðir til að sjá ljósin dansa á himninum og ferðamátinn er ým- iskonar; á hestbaki, bátum, ofur- jeppum eða rútum og einnig er vinsælt að gestir hótela séu vaktir til að skoða þetta sjónarspil. Und- anfarna daga hafa norðurljósin dansað dátt á himnum og haldið glæsisýningar kvöld eftir kvöld. Helgarspáin fyrir norðurljósasýn- ingu er ágæt en Veðurstofan gerir ráð fyrir meðalvirkni um helgina. Á náttslopp með teppi Hjá Sel-hóteli í Mývatnssveit eru ekki farnar norðurljósaferðir heldur býður Yngvi Ragnar Krist- jánsson gestum sínum að skrá það að kveldi hvort viðkomandi vilji vera vakinn ef ske kynni að himn- arnir lýstu. Flestir gestir hótelsins skrifa nafnið sitt og má sjá þá standa úti í kaldri nóttinni á nátt- sloppnum einum fata. „Norðurljósavakning er mikil hjá okkur. Þetta er allt að fara af stað núna. Það var rólegt þarna uppi í september en að und- anförnu hafa ljósin verið einstök,“ segir Yngvi. Hann segir að bók- anir séu farnar af stað fyrir vet- urinn en hann stækkaði við sig í vetur og tók í notkun nýja við- byggingu. „Bókanir fyrir október hafa farið vel af stað. Nýja við- byggingin er góð viðbót og hjálpar okkur í öllu sem við gerum.“ Yngvi segir að viðbrögð ferða- manna við norðurljósasýningum séu öll á einn veg. „Þegar við hringjum er skellt á og fólk drífur sig út. Það kemur svo orðlaust aft- ur inn á hótel. Síðustu þrjá daga hafa verið mjög öflug ljós á himn- um. Miklar sýningar,“ segir hann. Eins og á Hótel Rangá slekkur Yngvi Ragnar á allri lýsingu í kringum hótelið til að gestir njóti sýningarinnar sem allra best. Hef- ur það mælst vel fyrir. 1.400 farþegar á dag Fyrirtækið Gray Line er eitt af stóru fyrirtækjunum sem fara með farþega í norðurljósaferðir. Svala Magnúsdóttir hjá fyrirtæk- inu segir að bókanir í ferðir þeirra gangi mjög vel. „Á fimmtudag fór- um við með 247 farþega, sem þyk- ir frekar lítið hér á bæ. Á þriðju- dag voru farþegarnir 480 þannig að þetta er allt að byrja. Mest höf- um við farið með 1.400 manns,“ segir hún. Gray Line fer ekki nema 100 kílómetra frá Reykjavík og í vik- unni hefur fyrirtækið sótt Borg- arfjörð heim. „Það voru allir rosa- lega ánægðir. Viðbrögð farþega eru alltaf mjög góð, sérstaklega í vikunni enda hefur sýningin að undanförnu verið frábær.“ Sævar Helgi Bragason, formað- ur Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og einn af umsjón- armönnum stjörnufræðivefjarins, segir norðurljósin undanfarna daga samspili sólarvinds og góðs veðurs að þakka. Sólin eins og garðúði „Það hefur viðrað vel til að sjá norðurljósin að undanförnu. Það vill svo til að þau eru tvöfalt al- gengari í kringum jafndægur en sólstöður þannig að það er algengt að sjá norðurljós á þessum tíma. Svo vill til að það eru göt á loft- hjúp sólarinnar sem kallast kórónugeilar. Sólvindur flæðir út úr þessum götum og ef jörðin er í skotlínunni fáum við gusurnar yfir okkur og sjáum mikið af norður- ljósum. Það er stundum talað um að sól- in sé eins og garðúðari því hún sendir frá sér gusur með tæplega mánaðar millibili í gegnum sömu holur á lofthjúpnum. Við sjáum því endurtekningar á rúmlega mánaðar fresti. Það voru fín norð- urljós fyrir mánuði og það kemur því ekki á óvart að það skuli hafa verið flott norðurljós um þetta leyti. Þessir straumar eru ekki 100% traustir en þetta gefur okkur smá- innsýn í hvenær norðurljósa er að vænta.“ Ljósadýrðin á himnum trekkir  Um helmingur ferðamanna sem komu til Íslands að vetri til fór í norðurljósaferð á síðasta ári  Rútufyrirtæki fór með 1.400 manns á dag þegar mest lét  Sýning næst eftir rúman mánuð Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson Sýning Mynd tekin við Kleifarvatn. Norðurljósin hafa haldið sýningu nokkra daga í röð og gera áfram. „Norðurljós stafa af sólvind- inum. Sólvindurinn er raf- hlaðnar agnir frá sólinni, að- allega róteindir, sem streyma eftir segulsviði jarðar, fá aukinn hraða og rekast svo á súrefnið og köfnunarefnið í lofthjúpnum okkar yfirleitt í um 100 kíló- metra hæð. Við árekstrana verður til ljós. Grænt frá súrefni en fjólublátt frá köfnunarefninu, sem eru al- gengustu litirnir. Í sérstaklega björtum norðurljósum blandast litirnir saman og sýnast þau þá hvít,“ segir Sævar Helgi. Rafhlaðnar agnir sólar GRÆNN HIMINN BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Jafnvægi verður aldrei komið á framboð og eftirspurn fyrr en á árinu 2017 eða jafnvel 2018. Næsta ár verður strembið og bú- ast má við að 2017 verði það líka,“ segir Björn Halldórsson, for- maður Sambands íslenskra loð- dýrabænda, spurður um stöð- una hjá íslensk- um minkabænd- um eftir snarpa lækkun á heimsmarkaði á uppboði í síðustu viku. Björn segir að meðalverð á ís- lenskum skinnum á uppboðum á öllu árinu hafi verið 323 krónur danskar. Það svarar til 6.130 kr., miðað við gengi íslensku krónunnar í dag. Bændur hafa verið að selja allt árið og þar sem krónan hefur verið að styrkjast hafa þeir fengið fleiri krónur fyrir skinnin framan af ári. Eigi að síður er meðalverð ársins langt undir framleiðslukostn- aðarverði sem áætlað er að sé um 7.200 til 7.300 krónur á skinn. Mun- ar þar nálægt þúsund krónum á hvert skinn. Björn telur að reksturinn geti orðið erfiður hjá þeim bændum sem hafa verið að hefja búskap á síðustu árum. Þeir hafi ekki haft sömu tækifæri og tíma til að þróa gæði og litasamsetningu til að fá hæstu verð. Þeir sem lengur hafa verið í greininni líta á meðalverðið yfir lengri tíma enda hafa þeir lifað mörg góð ár og kippa sér ekki upp við einhver mögur ár. Hafa slakað á Í niðursveiflu eins og nú er skipta gæði skinnanna höfuðmáli. Þau halda verði sínu betur. Ís- lenskir skinnaframleiðendur voru á góðu róli með gæðin. Voru komnir í annað sæti framleiðenda sem selja hjá danska uppboðshúsinu, Kopen- hagen Fur. Farnir að anda ofan í hálsmálið hjá dönskum minka- bændum sem lengi hafa haft for- ystuna. Heldur hefur hallað undan fæti hjá íslenskum minkabændum síðan. Þeir misstu Norðmenn framúr sér á síðasta ári og í ár standa Svíar jafnfætis þeim íslensku. Björn seg- ir að það skýrist aðallega af því að gott verð hafi fengist fyrir liti sem Svíar eru sérfræðingar í að fram- leiða. Íslensku skinnin í ýmsum öðrum flokkum standi betur en þau sænsku. Eigi að síður fá sænskir minkabændur sama meðalverð og jafnvel einni danskri krónu meira en þeir íslensku. Norrænir minka- bændur standa fremstir í heiminum og eru miklu betri en framleið- endur í flestum öðrum löndum Evrópu og Asíu. Íslensku skinnin voru ekki nógu stór í fyrra, af einhverjum ástæð- um, en það eru skinnin sem verið er að selja á þessu ári. „Við verð- um að keyra stanslaust á gæðin, og halda vöku okkar. Við megum aldr- ei halla okkur aftur í stólnum og halda að við séum orðnir góðir. Hinir halda stöðugt áfram,“ segir Björn. Eftir því sem hann hefur fregnað hefur framleiðslan gengið vel í ár. Skinnin eru stærri og litasamsetn- ing hagstæðari með tilliti til krafna markaðarins. Þarf að draga úr framboði Verðið hækkaði á fyrstu loð- skinnauppboðum ársins. Þótt það hafi heldur sigið um mitt sölu- tímabil voru bændur ánægðir með verðið þá, miðað við aðstæður. Blikur voru á lofti fyrir síðasta uppboð ársins. Vitað var að efna- hagserfiðleikar í Kína, gengisfell- ingar og lækkun hlutabréfaverðs, gæti haft áhrif á uppboðið vegna þess hversu hlutur Asíu er orðinn stór. Þetta bættist við offramboðið sem verið hefur í tvö ár. Nið- urstaðan varð 40-50% lækkun skinnaverðs á einu uppboði. Björn metur stöðuna svo að framboð minkaskinna á heims- markaði þurfi að minnka um 20-30 þúsund skinn til að jafnvægi komist á markaðinn. Hann telur að talsvert verði lóg- að á minkabúum í lakari fram- leiðslulöndum. Nefnir Kína, Kan- ada og Grikkland. Framleiðendur þar hafi lent í vandræðum af ýms- um ástæðum. „Það mun breyta miklu þegar jafnvægi kemst á í efnahagsmálum í Kína.“ Telur hann talsvert mikið til af skinnum þar og reiknar með að lækkunin á sept- emberuppboði muni leiða til al- mennrar verðlækkunar á skinnfatn- aði í verslunum. „Það breikkar kaupendahópoinn. Fleiri geta keypt þessa vöru. Þrátt fyrir allt vill allt- af margt fólk eiga vörur úr minka- skinni, sem betur fer,“ segir Björn. Veturinn ræður miklu Það eina sem getur flýtt því að jafnvægi komist á, á nýjan leik, er að veturinn verði verulega kaldur í Kína. Þá munu pelsar mokast út úr verslunum enda mikið af efnuðu fólki þar. Það segir Björn að geti breytt erfiðri stöðu í þokkalega. Tapa 1000 kr. á hverju skinni  Næsta ár gæti orðið minkabændum erfitt  Hafa dregist aftur úr í gæðum  Norrænir minka- bændur standa fremstir í heiminum  Kaldur vetur í Kína gæti snúið erfiðri stöðu í þokkalega Björn Halldórsson Ljósmynd/Kopenhagen Fur Pels Í Asíu er skinnfatnaður vinsæll. Þar sem hannaður og saumaður fal- legur fatnaður úr ýmsum skinnum, ekki síst norrænum minkaskinnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.