Morgunblaðið - 12.10.2015, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2015
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Leyfðu hlutunum að þróast af sjálfu
sér og reyndu ekki að hraða atburðarásinni,
hversu mjög sem þig þó langar til þess.
Komdu til dyranna eins og þú ert klæddur.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú getur lært mikið á því að skiptast á
skoðunum við vinn þinn. En þegar einhver
snertir virkilega við þér, ekki leyfa þeirri
manneskju að fara.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Hóf er best á hverjum hlut og það á
líka við um það sem gert er í eigin þágu.
Blandaðu þér ekki í vandamál annarra. Svo
má hjartað ráða stund þegar allt er í höfn.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Jafnvel þótt nánustu sambönd þín
hafi batnað að undanförnu eru ákveðin
vandamál úr fortíðinni að koma upp á yfir-
borðið. Alls ekki geyma það til morguns.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Peningar stjórna ekki heiminum – ástin
gerir það. Reyndu að koma einhverjum þeirra
í verk í fullu samráði við vini og vandamenn.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú færð mikið út úr rannsóknavinnu
og hvers kyns andlegri iðkun í dag. Annað
gæti reynst þér skeinuhætt. Njóttu þessa því
ekkert varir að eilífu.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú þarft að einbeita þér að fjölskyldunni
og heimilinu í dag. Sýndu öðrum tillitssemi.
Varastu að vanrækja vin sem þarf á þinni að-
stoð að halda.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Gleymdu því ekki að öllu gríni
fylgir einhver alvara. Sumt er freistandi, ann-
að fyndið og það þriðja of gott til þess að
sleppa því.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Fjármál verða þér hugfólgin í dag
og þú liggur ekki á skoðunum þínum í þeim
efnum. Gleymdu því ekki að valdið er tvíeggj-
að; því má bæði beita til uppbyggingar og
niðurrifs.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Nú fer að sjá fyrir endann á því
álagi sem þú hefur búið við og þá máttu bú-
ast við umbun erfiðis þíns. En það er gaman
að einhver vilji mann, svo njóttu athyglinnar.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Ekki lofa foreldrum þínum eða
yfirmönnum meiru en þú getur staðið við í
dag. Erfitt er að rækta þessa eiginleika í dag
svo reyndu að segja sem minnst.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Ef þú heldur rétt á spilunum mun þér
ganga allt í haginn jafnt á vinnustað sem
heima fyrir. Sýndu umburðarlyndi. Lífið er
tilbúið að láta smakka á sér.
Það hefur verið í fréttum aðborgarstjóri hafi sent öllum
borgarstarfsmönnum og sérvöldum
hópi borgarbúa pistil á sjö þúsund
netföng. Ég hitti karlinn á Lauga-
veginum á Skólavörðustígnum
fyrir utan gamla Hvítabandið.
Hann var að velta þessu fyrir sér, –
leit niður á mig og sagði:
„Borgarstjórans,“ Bogga kvað,
er bágleg staðan.
Ansaði Dagur því með þjósti:
„Þessu svara ég með pósti!“
Síðan tók karlinn mig undir arm-
inn, leiddi mig upp að Skólavörð-
unni og sagði:
Gott er veðrið, vinur minn,
vertu hress og kátur.
Við skulum kíkja í kotið inn
kerlingin á slátur.
Svo margar lausnir bárust við
vísnagátunni á laugardag að ekki
var pláss fyrir þær allar í Vísna-
horni né heldur limru Guðmundar
Arnfinnssonar, sem ávallt fylgir
gátum hans:
Hann læddist lengi með snöru
í leit sinni að henni Klöru
hann Bergur á Brún.
Honum brá, þegar hún
á endanum fann hann í fjöru.
Limra Hjálmars Freysteinssonar
um Kristlaugu í Krókeyrarnöf, sem
hér birtist á föstudag, kallaði fram
viðbrögð annarra limrusskálda. Fía
á Sandi orti:
Hann Runólfur gamli á Rein
var ranglega greindur með mein
svo grafskrift hann greypti
í gullplötu og steypti
úr gullmola greftrunarstein.
Þar hvílir karlinn í ró
en kankvísi grafarinn hló
og sagði:
„Það er örlagamein
að eyða í stein
því úr hungri sá heimskingi dó.“
Og Björgvin R. Leifsson orti:
Þá lík ég er liðið, svo kalt,
lyktandi, dulítið þvalt,
í mér verði kveikt
(og kvikindið steikt)
og öskunni dreift út um allt.
Davíð Hjálmar Haraldsson gerði
þessa athugasemd:
„Er ekki prentvilla í síðustu línu?
Þar ætti e.t.v. að vera …
en bógarnir brytjist í salt.“
Á fimmtudaginn skrifaði Davíð
Hjálmar í Leirinn „Haust í garð-
inum“:
Nú er sunnan blíður blær,
blómstrar flest í skjóli;
kattaskítur, köngulær,
klóelfting og njóli.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af körlum og kerlingum
Í klípu
„LÍTTU Á ÞAÐ EINS OG ÞÚ SÉRT AÐ
KAUPA DÝRT – EKKI SELJA ÓDÝRT.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„TENGDASONUR ÞINN ER EKKI HÉR Í DAG.
HANN FÓR Í JARÐARFÖRINA ÞÍNA.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að hafa einhvern til
þess að faðma.
AUGLÝSINGASTEF
HRÓLFUR!
SVEFNHERBERGIÐ
OKKAR ER OF
KALT!
HENDURNAR Á
MÉR ERU AÐ
FRJÓSA!!
FAÐMAÐU ÞESSA SKINKU
ÞANGAÐ TIL ÉG ER TILBÚINN
FYRIR HANA
ÞÚ ÆTTIR AÐ
HORFA Á MINNA
SJÓNVARP ÓKEI
HVAÐA RÁS ER
ÞAÐ Á?Í Morgunblaðinu fyrir viku höfðulesendur fylgt Víkverja á ferða-
lagi austur um Suðurlandssléttuna, í
grein sem endaði á Mýrdalssandi.
Til þess að afla frétta af Skaft-
árhlaupi fór Víkverji raunar aðra
ferð á þessar slóðir í síðustu viku. Sá
leiðangur var ekki amalegur, það
var bjart yfir og haustlitadýrðin alls-
ráðandi. Í kjarri vaxinni Hrífu-
nesheiði voru rauður, brúnn og gul-
ur áberandi litir og það var ekki
síður tilkomumikið að horfa yfir
breiður flóðsins sem lágu yfir túnum
og úthaga. Slíku fylgja vissulega
mikilar búsifjar en fólkið á svæðinu
var þó æðrulaust. Það er vant dynt-
um náttúrunnar en óvíða eru kraftar
hennar meiri og hamslausari en í
þessum landshluta.
x x x
Frá Eystri-Ásum við Eldvatn sástvítt land og fagurt. Í móðu
fjarskans sást til Hvannadalshnjúks,
sem er 2.111 metra hát og hæsti
tindur landsins. Það grípur Víkverja
alltaf einhver sérstök tilfinning að
horfa til þessa háa fjalls sem hann
einsetur sér að klífa, þá gönguliprari
og einhverjum kílóum léttari en nú
er. Það er líka gaman að fara um
Eldhraunið fyrir vestan Kirkjubæj-
arklaustur. Í klettum þess má sjá
allskonar kynjamyndir og á þessum
slóðum sannast að á stundum glóir
grámosinn. Á leiðinni til Reykjavík-
ur frá Kirkjubæjarklaustri seint að
kvöldi var stórbrotið að fylgjast með
stórdansleik bragandi norðurljósa;
sem skiptu litum í hverri hreyfingu.
Auðvitað er þessi sýning ósköp
hvunndagsleg í augum okkar Íslend-
inga, en á eyðisandi í kolniðamykri
er auðvelt að hrífast og setja sig í
spor útlendinga sem flykkjast að.
x x x
Landið er síbreytilegt; hver árstíð,vika, dagur og jafnvel klukku-
stund færir náttúruna í nýja búning.
Þetta sást vel um helgina á Þingvöll-
um, stað sem á hvert bein í Víkverja
og þangað lá leið hans um helgina –
eins og svo oft áður. Gengið var um
gjár, velli og bakka Öxarár, þar sem
sást til urriðanna sem þangað eru nú
komnir til að hrygna. Fóru fiskanir
um á fullri ferð og settu uggana upp
á yfirborðið og sprikluðu sporðinum
þegar þeir renndu sér rétt undir
vatnsfleti. - víkverji@mbl.is
Víkverji
Guð er ljós og myrkur er alls ekki í
honum. (1. Jh. 1.5)