Morgunblaðið - 12.10.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2015
Í vikunni verður frumsýnd myndþar sem Jóhanna Sigurðardóttir
sparkar í eftirmann sinn þar sem
hann liggur vel við höggi.
Myndin heitir Jó-hanna – Síð-
asta orrustan og at-
hyglisvert er að
síðasta orrustan skuli
háð gegn eftirmann-
inum.
Ef marka má frá-sagnir af mynd-
inni veitist Jóhanna
að Árna Páli Árna-
syni fyrir að hafa
ekki haldið áfram að
þráast við að koma
nýrri stjórnarskrá í
gegnum þingið fyrir
síðustu kosningar þó að ljóst væri að
það væri ekki mögulegt.
Og hún sakar eftirmanninn umósannsögli, sem fróðlegt verður
að sjá hvernig hann bregst við eftir
frumsýningu myndarinnar.
En þessi síðasta orrusta staðfestirfyrst og fremst hvílík ógæfa
það var fyrir landsmenn að þegar
mikið lá við að stjórn landsins væri í
traustum höndum skyldi þrjóska og
sérviska ná yfirhöndinni.
Í stað þess að vinna að brýnustuhagsmunamálum landsmanna
var sinnuleysið ekki látið nægja
heldur var beinlínis unnið að hags-
munum annarra auk þess sem
kröftunum var sóað í deilur um mál
sem komu endurreisn efnahagslífs-
ins ekkert við og voru ekki aðeins
óþörf heldur beinlínis skaðleg.
Það tafði mjög uppbyggingu efna-hagslífsins eftir fall bankanna að
ekki skyldi takast að koma saman
starfhæfri ríkisstjórn sem skynjaði
hvaða verkum þyrfti að sinna og
hvaða verkum ekki.
Jóhanna
Sigurðardóttir
Síðasta sparkið
STAKSTEINAR
Árni Páll
Árnason
Veður víða um heim 11.10., kl. 18.00
Reykjavík 7 léttskýjað
Bolungarvík 5 alskýjað
Akureyri 5 rigning
Nuuk 5 léttskýjað
Þórshöfn 10 skúrir
Ósló 7 alskýjað
Kaupmannahöfn 10 heiðskírt
Stokkhólmur 6 léttskýjað
Helsinki 6 heiðskírt
Lúxemborg 12 heiðskírt
Brussel 11 heiðskírt
Dublin 13 skýjað
Glasgow 12 skúrir
London 13 heiðskírt
París 13 léttskýjað
Amsterdam 10 heiðskírt
Hamborg 8 léttskýjað
Berlín 8 heiðskírt
Vín 8 alskýjað
Moskva 2 skýjað
Algarve 21 léttskýjað
Madríd 21 léttskýjað
Barcelona 21 léttskýjað
Mallorca 23 heiðskírt
Róm 18 léttskýjað
Aþena 23 léttskýjað
Winnipeg 20 skýjað
Montreal 15 skýjað
New York 17 heiðskírt
Chicago 20 léttskýjað
Orlando 27 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
12. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:09 18:21
ÍSAFJÖRÐUR 8:19 18:20
SIGLUFJÖRÐUR 8:02 18:03
DJÚPIVOGUR 7:40 17:49
Rafstöðvar og dekkjavélar
öflugaroghagkvæmar fráZipper - fjölmargar gerðir
Umfelgunarvél
ZI-RMM94
Hæð á felgum10-22”
Breidd á felgum 3-16”
Mestahæðádekki1100mm
Verð frá 328.000 með vsk
Jafnvægisstillingarvél
ZI-RWM99
Hæð á felgum 10-24”
Breidd á felgum 1,5-20”
Verð frá 250.000 með vsk
Rafstöð 1,36kw-STE3000
Verð 97.456 með vsk
Rafstöð 7,5kw-STE8000
Verð 237.305 með vsk
Rafstöð 1,3kw-STE2000
Verð 141.721 með vsk
Eigum einnig fyrirliggjandi
fleiri tegundir rafstöðva
IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is
Inntak kjarasamnings Félags
grunnskólakennara sem nú gildir
var, ásamt því að bæta kjör kennara,
að breyta starfsumhverfi grunn-
skóla. Við undirritun var lagður
grunnur að sameiginlegum skilningi
samningsaðila á að skólastjórnendur
eru í lykilhlutverki við að innleiða
samninginn. Nú er þó ljóst að laun
stjórnenda skóla eru hvorki í sam-
ræmi við umfang og ábyrgð né það
viðmið að yfirmenn séu hærra laun-
aðir en aðrir. Þetta segir Ingileif Ás-
valdsdóttir, varaformaður Skóla-
stjórafélags Íslands, í pistli sem hún
skrifar á vef Kennarasambands Ís-
lands í gær.
Á ársfundi sínum um helgina sam-
þykkti Skólastjórafélag Íslands
ályktun þar sem lýst er þungum
áhyggjum vegna vísbendinga um að
einstaka félagsmenn hyggist segja
upp störfum, og snúa sér að kennslu
sem sé betur launað starf.
Ingileif bendir á að skólastjórar
hafi ekki verkfallsrétt. Því verði þeir
að finna sér aðrar leiðir en verkföll
til að fara í skærur til að skapa skiln-
ing á kröfunni fyrir bættum kjörum.
Ein þeirra er segja upp starfi, sem
fólk íhugi nú. sbs@mbl.is
Skólastjór-
ar íhuga
uppsagnir
Eru ósáttir við
laun og skilningsleysi
Morgunblaðinu barst í gær „árétting
frá föngum á Kvíabryggju:
Vegna ummæla Páls Winkels fang-
elsismálastjóra í Morgunblaðinu í
gær, laugardaginn 10. október, vilja
fangar, sem nú sitja í fangelsinu á
Kvíabryggju, taka fram að enginn
þeirra hefur óskað eftir að fá að neyta
rauðvíns með mat innan veggja fang-
elsisins.
Fangelsismálayfirvöld hafa auk
þess staðfest að engin ósk um rauð-
vínsneyslu hafi borist embættinu frá
neinum fanga sem setið hefur á Kvía-
bryggju vegna efnahagsbrota frá
árinu 2008.
Enginn núverandi fangi á Kvía-
bryggju hefur orðið vitni að drykkju
rauðvíns eða annarra veiga innan
fangelsisins.“
Páll Winkel fangelsismálastjóri
sagði að almannatengslafyrirtækið
KOM hefði haft samband við sig
vegna fréttar Morgunblaðsins á laug-
ardag um þá ósk fanga á Kvíabryggju
að geta drukkið rauðvín með mat.
„Ég veit ekki til hvaða fanga KOM
er að vísa eða fyrir hverja þeir eru að
vinna. Ég get því ekki svarað því
hvort þeirra skjólstæðingar hafa beð-
ið um rauðvín með mat eða ekki,“
sagði Páll. Hann sagði að fangi sem
afplánaði dóm á Kvíabryggju hefði
kvartað yfir því við starfsmenn fang-
elsisins að fá ekki að drekka rauðvín
með mat.
Páll sagði sömu reglur gilda um
fanga á Kvíabryggju og annars stað-
ar, án tillits til þess fyrir hvaða brot
þeir hefðu fengið dóm. gudni@mbl.is
Fangar afneita beiðni um rauðvín
Fangelsismálastjóri segir að fangi sem afplánar dóm á Kvíabryggju hafi
kvartað yfir því við starfsmann fangelsisins að fá ekki að drekka vín með mat