Morgunblaðið - 12.10.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.10.2015, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2015 Sullað í Laugardalnum Þegar farið er um ókunn vatnasvæði er gott að hafa vaðið fyrir neðan sig og kanna vel farveginn áður en farið er yfir af öryggi umvafinn steinum í kletta stað. Eggert Heldur er ég feimnari við það nú en fyrir hrun þegar Íslend- ingar berja sér á brjóst og mikl- ast af eigin ágæti. Hins vegar er ástæða til að hafa orð á því þegar aðrir hrósa okkur fyrir það sem talið er hafa verið vel gert hér á landi og þeim sjálfum mikilvæg fyrirmynd. Í starfi mínu sem ráðherra og alþingismaður hef ég ítrekað hlustað á það þegar farið er lof- samlegum orðum um framlag Íslendinga til réttinda barna. Er þá einkum horft til starfs Barnaverndarstofu og Barnahússins sér- staklega. Íslands jafnan getið Nú síðast á þingi Evrópuráðsins í Strasbo- urg, sem fram fór um síðustu mánaðamót, var framlag Íslands gert að umræðuefni á fundi fé- lagsmálanefndar Evrópuráðsins. Þingkona frá Kýpur sagði stolt frá því að ákvörðun hefði nú verið tekin um að opna Barnahús „að íslenskri fyrirmynd“ á Kýpur. Leitað hefði verið ráða hjá forstjóra Barnaverndarstofu, Braga Guð- brandssyni, en hann væri jafnframt formaður svokallaðrar Lanzarote-nefndar Evrópu- ráðsins. Nefndin er kennd við Lanzarote, sem er austust Kanaríeyja og tilheyrir Spáni. Þar var haustið 2007 gengið frá samningi Evrópuráðs- ins um vernd barna gegn kynferðislegri mis- neytingu og kynferðisofbeldi. Samningurinn tók gildi árið 2010 og hafa 38 aðildarríki Evr- ópuráðsins þegar fullgilt hann en þau níu sem eftir standa hafa öll undirritað samninginn. Ís- land undirritaði samninginn árið 2008 en full- gilti hann síðan í ársbyrjun 2013. Fyrrnefnd Lanzarote-nefnd fylg- ist síðan með framkvæmd þessa samnings og er mjög horft til hennar um leiðsögn og álit á þessu sviði. Afstaða til barna að breytast Viðhorf til réttinda barna hafa verið að þróast og breytast á undanförnum árum og áratugum. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóð- anna er nú orðinn rúmlega ald- arfjórðungs gamall en hann var samþykktur á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 1989. Við fullgiltum hann 1992 og lögleiddum síðan 2013. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna byggist á réttindum barna; það eigi að hlusta á börn og að þau eigi sjálfstæðan rétt sem beri að virða. Fram til þessa hafði í alþjóðlegum sátt- málum fyrst og fremst verið horft til verndar barna, hvernig þau yrðu best vernduð. Segja má að íslenska Barnahúsið byggi á þessu tvennu, að vernda barnið og hlusta á það. Þetta er hugmyndafræðin sem Barna- húsið íslenska er reist á. Þar er framast öllu leitast við að sýna barninu fulla tillitssemi og virðingu sem einstaklingi. Í stað þess að barn, sem grunur leikur á að hafi verið beitt kynferð- islegu ofbeldi, undirgangist rannsóknir og yf- irheyrslur á aðskiljanlegum stöðum með til- heyrandi áhyggjum og kvöl, fer öll rannsóknarvinna nú fram undir þaki Barna- húss í vinsamlegu umhverfi og undir leiðsögn sérhæfðs fólks. Kýpur og Litháen bætast í hópinn Þarna voru Íslendingar frumkvöðlar sem áður segir. Við stofnsettum okkar Barnahús 1998, þremur árum eftir að Barnaverndarstofa var sett á laggirnar, en aðrar þjóðir komu í kjölfarið. Svíar opnuðu sitt fyrsta Barnahús 2005, þau eru nú 30 talsins í Svíþjóð, Norð- menn 2007, þau eru nú tíu talsins í Noregi, Danir 2013, í Danmörku eru nú fimm Barna- hús, Finnar áætla að opna sitt fyrsta á næsta ári. Grænlendingar, Færeyingar og Álands- eyjar eru einnig komin með sitt Barnahús. Kýpur og Litháen bætast síðan í hópinn á þessu ári – allt undir íslenskum ráðleggingum og ráðgjöf. Fylgst með Íslendingum í aðildarríkjum Evrópuráðsins Íslendingar veita ómælt fé til aðskiljanlegs fjölþjóðlegs starfs á vegum ESB, NATO, OECD, SÞ og fleiri stofnana. Deila má um gagnsemi ýmislegs sem við tökum okkur fyrir hendur á alþjóðavettvangi. En hvað varðar starf er lýtur að réttindum barna á vegum Evrópuráðsins er um að ræða mannréttinda- starf sem hefur sýnt sig að hafa skilað árangri. Ástæða er til að gleðjast yfir því, jafnframt því sem vakin er athygli á mikilvægi þess að styðja af alefli við þennan mikilvæga málaflokk, að sjálfsögðu fyrst og fremst barnanna vegna. Vert er að hafa í huga að augu annarra hvíla á okkur. Eftir Ögmund Jónasson »En hvað varðar starf er lýt- ur að réttindum barna á vegum Evrópuráðsins er um að ræða mannréttindastarf sem hefur sýnt sig að hafa skil- að árangri. Ögmundur Jónasson Höfundur er fulltrúi á þingi Evrópuráðsins í Strasbourg. Íslenskt brautryðjandastarf Í dómi Hæstaréttar sl. fimmtudag í máli ákæruvaldsins gegn fyrrverandi bankastjóra Landsbanka Íslands hf. og fleirum segir m.a. svo í forsendum: „Við ákvörðun refsingar verður að horfa til þess að umboðssvik sam- kvæmt a. lið II. kafla ákærunnar sner- ust um afar háa fjárhæð, 5.163.000.000 krónur, og hefur ekkert greiðst af henni.“ Svo er að sjá sem þessum orð- um sé ætlað að styðja ákvörðun rétt- arins um þunga refsingu yfir sakborn- ingum. Í tilefni af þessu er kannski ástæða til að benda mönnum á að engir pen- ingar skiptu nokkurn tíma um hendur í þeim viðskiptum sem þarna er um rætt. Það er vegna þess að fyrirtækið Imon ehf. fékk aldrei lánsféð í hendur heldur aðeins hlutabréf í Landsbanka Íslands hf. sem það var að kaupa fyrir lánsféð. Nokkrum dögum síðar féll bankinn og urðu hlutabréfin þá verð- laus. Eftir stóð þá krafa bankans á hendur fyrirtækinu. Mun ekkert hafa fengist greitt af henni. Af þessu er ljóst að bankinn varð ekki fyrir neinu fjárhagstjóni vegna viðskiptanna. Jón Steinar Gunnlaugsson Engir pen- ingar skiptu um hendur Höfundur er lögfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.