Morgunblaðið - 12.10.2015, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 285. DAGUR ÁRSINS 2015
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696
1. Í haldi Ríkis íslams í 398 daga
2. Richard Gere þóttist vera …
3. Fundað með foreldrum í vikunni
4. Tyrkir hneykslast á tísti Alfreðs
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Möguleikhúsið er á leikferð um
Austurland þessa dagana með leik-
sýninguna Eldklerkinn. Höfundur
handrits og leikari er Pétur Eggerz,
leikstjóri Sigrún Valbergsdóttir, leik-
mynd gerði Rósa Sigrún Jónsdóttir,
búninga Thelma Björnsdóttir og
hljóðmynd er eftir Guðna Franzson.
Sýningin var á Djúpavogi í gærkvöldi,
verður í Egilsstaðakirkju í kvöld, fé-
lagsheimilinu Fjarðarborg, Borgar-
firði eystra, annað kvöld, Vopna-
fjarðarkirkju á miðvikudag og í Eski-
fjarðarkirkju fimmtudaginn 15.
október. Sýningarnar hefjast kl. 20.
Morgunblaðið/Kristinn
Eldklerkurinn á ferð
um Austurland
Sýningin „SAGA – Þegar myndir
tala“ var opnuð í KUMU; Samtíma-
listasafninu í Tallinn, Eistlandi, um
helgina.
Halldór Björn Runólfsson, safn-
stjóri Listasafns Íslands, og þýski
sýningarstjórinn Norbert Weber
völdu verkin á sýninguna, sem á að
varpa ljósi á menningu þjóðar. Verk
á sýningunni eiga Björk, Dieter
Roth, Erró, Gabríela Friðriksdóttir,
Helgi Þorgils Friðjónsson, Hrafnkell
Sigurðsson, Hulda Hákon, Jóhannes
S. Kjarval, Kristleifur Björnsson,
Ólafur Elíasson, Ólöf Nordal, Ósk
Vilhjálmsdóttir &
Anna Hallin,
Ragnar Kjart-
ansson, Sig-
urður Guð-
mundsson,
Steingrímur
Eyfjörð og
Þórður Ben
Sveinsson.
„SAGA – Þegar
myndir tala“ í Tallinn
Á þriðjudag Vestlæg átt, 5-13 m/s en S 13-18 austantil undir
kvöld. Skýjað og víða nokkuð vætusamt en talsverð rigning SA-
lands um kvöldið. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast NA-lands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í suðaustan 8-15 m/s með rigningu
S- og V-til, fyrst SV-til. Styttir upp SV-til í kvöld en bætir í úrkomu
SA-til. Hiti yfirleitt 2 til 7 stig en næturfrost N-til.
VEÐUR
Kvennalandsliðið í hand-
knattleik fer ekki vel af stað
í undankeppni Evrópumóts-
ins. Stelpurnar okkar hafa
tapað báðum leikjum sínum
í undankeppninni. Í gær tók
íslenska liðið á móti Þjóð-
verjum í Vodafonehöllinni
og mátti sætta sig við fimm
marka tap, 22:17, eftir að
hafa verið marki undir í
hálfleik. Í síðustu viku tap-
aði liðið fyrir Frökkum á úti-
velli. »2
Annað tap hjá
stelpunum
„Ég lenti illa á olnboganum þegar ég
var að skutla mér eftir boltanum.
Hægri öxlin fór úr lið en sjúkraþjálf-
ararnir og læknir landsliðsins kipptu
henni í liðinn strax úti á vellinum,“
sagði landsliðsmarkvörðurinn Hann-
es Þór Halldórsson sem
verður frá keppni næstu
mánuðina. »1
Fór úr axlarlið í sjötta
sinn á ferlinum
Lið Esjunnar trónir á toppi Ís-
landsmóts karla í íshokkíi en
liðið vann sætan sigur á liði
Bjarnarins, 3:2, á skautasvell-
inu í Laugardal. Með sigrinum
náði Esja sjö stiga forskoti á
toppi deildarinnar. Björninn
komst í 2:0 en Esjumenn sneru
taflinu við og tókst að knýja
fram 3:2-sigur. »8
Lið Esjunnar með
sjö stiga forskot
ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
„Þetta er mikilvægt til að vekja okk-
ur til umhugsunar um birtingar-
myndir fötlunar í menningarefni því
þar sjást aðallega neikvæðar myndir
af fötluðu fólki eða aðstæðum fatlaðs
fólks,“ segir Eva Þórdís Ebenezers-
dóttir, þjóðfræðingur og einn fyrir-
lesara á málþingi Jafnréttisdaga Há-
skóla Íslands annað kvöld, í fyrir-
lestri sem ber heitið Fötlun í
fantasíum.
Málþingið byggist að mestu á
námskeiði sem Eva kenndi síðast-
liðið vor í fötlunarfræði við Háskóla
Íslands og eru tveir nemendanna
einnig með framsögu. Ugla Stefanía
Kristjönudóttir Jónsdóttir fjallar
um Harry Potter – fötlun og frík í
galdrasamfélagi og svo fer Elín Ýr
Arnar Hafdísardóttir yfir afbrigði,
frík og hóruunga í Game of Thrones-
þáttaröðinni.
Illmenni og staðalímyndir
Eva mun leggja áherslu á vel
valdar teiknimyndir frá Disney og
Pixar þar sem dæmi eru um fatlaðar
persónur og birtingarmynd þeirra
ýmist jákvæð eða neikvæð.
„Við þekkjum öll illmennið sem er
markað með sýnilegri skerðingu
eins og til dæmis Kapteinn krókur.
Það að hann hafi misst höndina er
vitnisburður um að hann hafi gert
eitthvað af sér og sé illa innrættur,“
segir Eva en að mati margra fræði-
manna verður merking fötlunar til í
frásögnum. Þegar menningin segir
stöðugt sögur á þennan hátt er verið
að leiðbeina okkur um hvernig okk-
ur ber að skilja fötlun. „Staðal-
ímyndirnar eru einfaldar og gefa
óraunsæja mynd af því sem þær eiga
að tákna,“ segir Eva og vill að barist
sé gegn þessu. Hvetur hún foreldra
til að tækla málið með börnum sín-
um. „Þetta hefur meiri áhrif á börn-
in en við áttum okkur á því þau end-
urspegla samfélag sitt í meðal
annars teiknimyndunum.“
Brýst undan viðhorfunum
Heimur fer þó batnandi að mati
Evu því nýjar teiknimyndir í dag
taki mun betur á fötlun og skerð-
ingum en þær eldri. Í myndinni
Leitin að Nemó fæðist fiskurinn
Nemó til dæmis með skerðingu, vis-
inn ugga sem kallaður er happa-
ugginn. „Hann brýst svo undan við-
horfum samfélagsins og öðlast já-
kvæðan og sterkan sjálfsskilning,“
segir Eva sem telur myndina
skylduáhorf fyrir foreldra. Í mynd-
inni Brave er hins vegar fötlunin eða
skerðingin tengd við jákvæða og
sterka sögu persónunnar um það
hvernig skerðingin kom til.
Happa-ugginn eða illmennin
Skoða birtingar-
myndir fötlunar í
fantasíumyndum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fötlun Eva Þórdís Ebenezersdóttir skoðar fötlun í fantasíum á málþingi 13. október kl. 20 í Háskóla Íslands í tilefni
jafnréttisdaga skólans. Birtingarmyndir fötlunar eru ýmist jákvæðar eða neikvæðar og móta skilning fólks á fötlun.
Fötlunarfræði var kennd fyrst sem námsgrein við Háskóla Íslands fyrir
rúmum tíu árum. Fræðasviðið er með sambærilegan bakgrunn og kynja-
fræðin eða hinseginfræðin, að mati Evu, og er því fremur nýtt af nál-
inni.
„Þetta fag er í mjög sterkum tengslum við grasrótina og réttindabar-
áttu fatlaðs fólks,“ segir hún en fagið hafi mótast í kjölfar þess að fatl-
að fólk reis upp og krafðist þess að fötlun sín yrði skilin á annan hátt
en verið hefur. „Þetta er því minnihluta-, baráttu- og pönkfag.“
Litið er á fötlun sem félagslegt fyrirbæri í fötlunarfræðinni. „Ástæða
þess að manneskja með skerðingu er á jaðrinum í samfélaginu er ekki
vegna skerðingarinnar heldur þess að samfélagið gerir ekki ráð fyrir
margbreytileikanum sem felst í fólki með skerðingu.“
Minnihluta-, baráttu- og pönkfag
FÖTLUNARFRÆÐI