Morgunblaðið - 12.10.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.10.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2015 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur mun halda upplýs- ingafund á morgun með hags- munaaðilum vegna deiliskipulags á Sigtúnsreitnum. Fjölmargar at- hugasemdir hafi borist við aug- lýsta tillögu um fyrirhugaða upp- byggingu. Segir þannig á vef borgarinnar að „skýrar at- hugasemdir hafi borist um grunn- og leikskólamál, byggingamagn, umhverfisgæði, yfir- bragð byggðar, umferðarmál og fleira“. Halla Sif Guðlaugsdóttir er einn þeirra íbúa í hverfinu sem hafa kom- ið á framfæri athugasemdum við fyrirhugaða framkvæmd. „Ég er að vonum mjög ánægð með að borgin ætli að boða til annars fundar þar sem fyrri kynning- arfundur svaraði nákvæmlega eng- um spurningum sem upp komu og var því til lítils gagns. Það verður forvitnilegt að heyra svör borg- arinnar og hagsmunaaðila varðandi öll þau atriði sem eru óljós og íbúar hverfisins eru hvað óánægðastir með,“ segir Halla Sif. Byggingamagnið of mikið „Við teljum þetta alltof mikið íbúðamagn og að ekki hafi veri gefin nógu skýr svör varðandi ýmsa inn- viði í hverfinu [eftir þessa uppbygg- ingu], t.d. varðandi leik- og grunn- skóla. Það er svolítið eins og að hagsmunaaðilar þessarar fram- kvæmdar hafi fengið að ráða ferð- inni. Umferðin mun koma til með að aukast gífurlega í gegnum Sigtúnið og virðist ekki vera hugsað út í hvernig hún verður skipulögð, auk þess sem bílastæðamálin virðast vera í algjöru lamasessi. Það er gert ráð fyrir að íbúar Sigtúns og gestir hótelsins samnýti bílastæði. Þá er hættan sú að þegar hótelið er fullt af gestum fari fólk að leggja neðar í hverfið, þannig að íbúar hverfisins hafi ekki bílastæði. Það gengur ekki að telja hvert stæði tvisvar. Hótel- stjóri gerir ráð fyrir að gestir nýti stæðin á daginn, þegar íbúar eru í vinnu, en á kvöldin losni stæðin aft- ur. Við fáum ekki séð hvernig sú röksemd fær staðist. Vilja ekki hótelturn í hverfið Auðvitað vonar maður svo í fram- haldinu að komið verði til móts við þær kröfur sem íbúar hverfisins skrifuðu undir í mótmælaskyni. Má þar fyrst og fremst nefna byggingarmagnið á reitnum. Fólk er að sjálfsögðu ánægt með að íbúðum eigi að fjölga en enginn hefur áhuga á að fá enn eitt risahótelið og annan hótelturn inn í rótgróið, barnmargt íbúðarhverfi. Einnig gera íbúar skýra kröfu um algjöran aðskilnað umferðar hótels og ferðaþjónustu annars vegar og hverfisins hins veg- ar. Þar að auki vill fólk að nýju íbúð- irnar fái sérmerkt bílastæði en þurfi ekki að deila þeim með hótelgestum. Að lokum má ekki gleyma leik- og grunnskólamálum en leikskóli og grunnskóli hverfisins eru nú þegar sprungnir svo það er ljóst að leita þarf lausna í þeim málum,“ segir Halla Sif Guðlaugsdóttir. Telja byggingamagnið of mikið  Íbúar í nágrenni fyrirhugaðs Sigtúnsreits komu á framfæri fjölda athugasemda vegna áformanna  Töldu verkefnið skapa bílastæðavanda í hverfinu  Leik- og grunnskólar í hverfinu séu sprungnir Teikning/Björn Skaptason/Atalier arkitektar Fyrirhugað hverfi Hér má sjá fyrstu drög að nýjum Sigtúnsreit. Þau hafa síðan breyst. Ólafur Torfason, forstjóri Ís- landshótela, segir ekki hafa verið gerðar breytingar á áformuðum hótelturni, sem verður austur af núverandi turni. Milljarðaframkvæmd Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins má áætla að kostnaður við uppbygginguna verði yfir 10 milljarðar króna. Halla Sif Guðlaugsdóttir Fulltrúar Ís- landshótela munu hitta fulltrúa skipu- lagsyfirvalda í borginni á morgun á þeg- ar boðuðum fundi vegna at- hugasemda íbúa. Ólafur Torfason, stjórnarformaður Ís- landshótela, segir að þar verði farið yfir svör borgarinnar vegna athugasemda nágranna. Spurður um bílastæðamálin segir Ólafur að áfram sé stefnt að því að hafa samtals um 300 bílastæði í kjallara. Eru þá lögð saman 68 stæði í núverandi kjallara hjá Grand Hóteli og um 230 stæði sem verða í nýjum og stærri kjallara fyrir reitinn all- an. Þá verða um 300 stæði of- anjarðar, alls um 600 stæði. Herbergjum á Grand Hóteli verður fjölgað úr 311 og munu þau verða rúmlega 400. Ólafur segir að íbúðum hafi verið fækkað úr 120 í 106, sem dragi úr bílastæðaþörf. Þá hafi hluta atvinnuhúsnæðis verið breytt, m.a. með því að færa fyrirlestrarsal úr kjallara nýrrar viðbyggingar hótelsins og upp á 2. hæð. Með þessu sé skapað aukið rými í kjallaranum. Ólafur segir að nú sé miðað við að hver íbúð hafi eitt fast stæði í bílakjallaranum. Ná- grannar þurfi ekki að óttast að gestir hótelsins og aðrir sem leggja munu leið sína á Sigtúns- reitinn muni leggja í stæði í hverfinu. Fækkuðu íbúðunum ÍSLANDSHÓTEL Ólafur Torfason Jón samdi textann en þýddi ekki Í greininni Lagið sem allir eru að syngja, í Morgunblaðinu á laugardag þar sem fjallað var um lagið Ég er kominn heim var sagt að Jón Sigurðsson bankamaður hefði þýtt textann. Hið rétta er að Jón frumsamdi texann. Því til stað- festingar má nefna línuna „sjáðu jökulinn loga“ en þar vísar Jón, sem var fæddur og uppalinn undir Eyjafjöllum, til jökulsins sem kenndur er við sveitina. LEIÐRÉTT Tinna en ekki Þórunn Í Morgunblaðinu á laugardag, þar sem sagði frá tónleikaröðinni Hljóð- ön í Hafnarborg í Hafnarfirði, birtist mynd af þeim Kristínu Þóru Har- aldsdóttur og Tinnu Kristjánsdóttur leikkonu. Sú síðarnefnda er til hægri á myndinni, en ekki Þórunn Gréta Sigurðardóttir eins og í greininni sagði. Farið verður yfir stöðu mála í kjölfar Skaftárhlaupsins á borgarafundi sem haldinn verður eystra á miðvikudaginn. Ætlunin er að þá verði búið að kortleggja allar skemmdir, til hvaða aðgerða þurfi að grípa og hvaða bóta tjónþolar á bæjunum geti vænst. Skaftárhlaupið er nú gengið yfir. Mikið land er undir leir eft- ir hlaupið og hafa bændur þurft að bjarga fé úr forarpyttum. Stóra málið er hins vegar hvort brúin yfir Eldvatn við Eystri-Ása heldur, en hún hefur verið lokuð í meira en viku, sem hefur rask- að mjög samgöngum í Skaf- ártungu. Um helgina var borað í und- irlag stöpuls brúarinnar og ættu greiningar á sýnum og mælingum að liggja fyrir í dag, sem aftur ætti að svara því hvort brúin sé held, hvað þurfi að gera við eða í versta falli hvort byggja þurfi nýja brú. Funda með fólki við Skaftá í vikunni Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, fékk félagshyggjuverðlaun Ungra jafnaðarmanna sem voru veitt við lok landsþings hreyfingarinnar um helgina. Í ávarpi var sagt að Guðbjartur væri gegnheill jafnaðarmaður og vakinn og sofinn í baráttu fyrir rétt- læti. Guðbjartur, sem er veikur af krabbameini, gat ekki verið viðstaddur afhendinguna. Helgi Hjörvar, þing- flokksformaður Samfylkingar, veitti viðurkenningunni viðtöku. Guðbjartur fékk félagshyggjuverðlaun Guðbjartur Hannesson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.