Morgunblaðið - 12.10.2015, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2015
Gæðasmíði og framúrskarandi þjónusta alla leið inn á þitt heimili
Eldhúsinnréttingar
GÆ
ÐI–
KUNNÁTTA
–
SVEIGJANLEIKI Funahöfða 19 | sími 577 1600 | gks.is
Vilt þú vita hvers virði
eignin þín er í dag?
Pantaðu frítt söluverðmat án skuldbindinga!
HRINGDU NÚNA 820 8080
Sylvía
Löggiltur fasteignasali
sylvia@fr.is
Brynjólfur
brynjolfur@fr.is
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Hefðu stjórnvöld og samtök ferða-
þjónustunnar tekið mark á spám Vil-
hjálms Bjarnasonar árið 2001, hefði
hin mikla fjölgun
erlendra ferða-
manna til landsins
ekki þurft að
koma þeim jafn
mikið á óvart og
raun ber vitni.
Fyrir nokkrum
dögum greindi
Ferðamálastofa
frá því að erlendir
ferðamenn hingað
til landsins væru
nú orðnir fleiri en ein milljón á árinu.
Þessu spáði Vilhjálmur, þá starfs-
maður Þjóðhagsstofnunar, nú alþing-
ismaður, á ársfundi Samtaka ferða-
þjónustunnar fyrir tæpum fimmtán
árum.
„Þessu var þokkalega tekið,“ segir
Vilhjálmur í samtali við Morg-
unblaðið, þegar þetta er rifjað upp.
„En hvorki stjórnvöld né ferðaþjón-
ustan gerðu nokkuð með þetta.“ Bet-
ur hefði mátt undirbúa ýmislegt sem
snýr að mótttöku, dvöl og ferðalögum
útlendinga um landið ef menn hefðu
notað upplýsingarnar markvisst þeg-
ar þær komu fram.
Nær 30% aukning
Samkvæmt gögnum Ferða-
málastofu hafa 1.010.186 erlendir
ferðamenn farið frá landinu eða
222.087 fleiri en á sama tíma í fyrra.
Um er að ræða 28,2% aukningu milli
ára. Aukningin hefur verið alla mán-
uði ársins.
Vilhjálmur segir að þegar hann
setti spádóm sinn fram fyrir fjórtán
árum hafi hann einfaldlega byggt á
fyrirliggjandi tölum um árlegan
fjölda ferðamanna til landsins og
framreiknað líklega þróun á grund-
velli ákveðinna forsendna. Ekki hafi
allar þær forsendur sem hann gaf sér
staðist, en margar þeirra. Þannig hafi
hann ekki séð fyrir hina miklu fjölgun
lágfargjaldaflugfélaga og þátt þeirra í
flutningi ferðamanna til landsins. Þau
hefðu átt erfitt uppdráttar á þessum
tíma. Hann hefði talið að fjölgun
ferðamanna til landsins mundi fyrst
og fremst byggjast á viðskiptamönn-
um, vísindamönnum og helgarf-
arþegum, en ferðamennirnir sem
koma núna til Íslands séu mun fjöl-
breyttari hópur. Aftur á móti hafi það
reynst rétt að viðskiptamönnum og
vísindamönnum sem hingað kæmu
fjölgaði verulega. Hér væru til dæmis
haldnar fjölmennar ráðstefnur sér-
fræðinga sem skiluðu þjóðarbúinu
miklum gjaldeyristekjum. Þær væri
hægt að halda vegna þess að hér
væru komnir ráðstefnusalir sem réðu
við stóra fundi,
Vilhjálmur segir að hefðu menn
byggt ferðaþjónustu upp síðasta hálf-
an annan áratuginn á grundvelli
þekkingar um líklega þróun hefði
mátt standa betur að ýmsum málum
en gerst hefði. Þannig hefði til dæmis
mátt skipuleggja hótelbyggingar og
notkun húsa undir gistihúsastarfsemi
af meiri framsýni.
Flugstöðin í Keflavík hefði líklega
ekki lent í þeim ógöngum sem menn
hafa orðið vitni að undanfarna mán-
uði ef stjórnvöld hefðu horfst í augu
við hvert þróunin stefndi.
Spáði fjölgun
ferðamanna rétt
Sagði 2001 að þeir yrðu milljón 2016
Vilhjálmur
Bjarnason
Morgunblaðið/Eggert
Geysissvæðið Ferðamönnum fjölgar stöðugt og þeir fara víða um land.
Fjölgun ferðamanna
» Erlendir ferðamenn sem
koma til Íslands eru orðnir
fleiri en einn milljón.
» Mikil fjölgun ferðamanna
hefur komið stjórnvöldum og
ferðaþjónustu í opna skjöldu.
» Því var spáð á ársfundi
Samtaka ferða.þjónustunnar
2001 að ferðamenn yrðu millj-
ón árið 2016.
Vinnuhópur um uppbyggingu legu-
deilda við Sjúkrahúsið á Akureyri
telur nýbyggingu eina raunhæfa
kostinn til að leysa vanda sem við
blasir í húsnæðismálum þess.
Byggja þarf þriggja hæða hús sem
væri um 8.500 m². Þetta kemur fram
í skýrslu vinnuhóps sem fór yfir mál-
ið og skilaði Kristjáni Þór Júlíussyni
heilbrigðisráðherra niðurstöðum
fyrir helgina.
Í skýrslunni kemur fram að hús-
næði deilda Sjúkrahússins á Akur-
eyri fullnægi ekki kröfum nútímans.
Svigrúm til endurbóta sé heldur ekki
mikið. Því þurfi að byggja, til að
mæta nýjum viðmiðum.
Kostnaður við nýjar byggingar
Akureyrarspítala er gróflega áætl-
aður fimm milljarðar króna. Talið er
að til að halda áfram með undirbún-
ing að byggingunni og hefja vinnu
við hönnun og áætlanagerð þurfi
minnst 500 milljónir króna fjárveit-
ingu á næstu tveimur árum.
Setja ný viðmið
Heilbrigðisráðherra sagði þegar
hann tók við skýrslunni að tímabært
væri að setja viðmið um hvernig upp-
byggingu sjúkrahússins á Akureyri
yrði háttað. Næst væri því að fara yf-
ir tillögur sem fyrir liggja og huga að
fjármögnun. sbs@mbl.is
Nýbygging er eini kosturinn
Kostar 5 milljarða Þröng á Sjúkrahúsinu á Akureyri
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Norðurland Sjúkrahúsið á Akureyri
þarf bæði að stækka og bæta.