Morgunblaðið - 12.10.2015, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Angela MerkelkanslariÞýskalands
hefur haft sterka
stöðu sem kanslari,
og ekki búið við stjórnmálalega
ógnun, hvorki innan eigin flokks,
né frá stjórnmálalegum and-
stæðingum. Þá hefur Merkel far-
ið með hið óformlega forystu-
hlutverk í ESB. Tveir síðustu
forsetar Frakklands, Sarkozy og
Hollande, voru svo veikir heima
fyrir að þeir hlutu að fara vel í
þeim taumi Merkel. Það létti
þeim að halda andliti að Merkel
forðast að halda yfirburðum sín-
um á lofti. Það er óþarft. Allir
vita hvernig landið liggur.
Síðustu misserin ber meira á
muldri vegna stjórnunarstíls og
stefnu eða stefnuleysis kansl-
arans. Evrukreppan kom Merkel
í opna skjöldu. Halda þurfti á
annan tug neyðarfunda í ESB til
að koma sér niður á leið. Það
varð loks Mario Draghi seðla-
bankastjóri sem lagði línurnar.
Þýskir áhrifamenn, sumir úr
röðum kanslarans, hafa sagt
opinberlega að Draghi hafi geng-
ið lengra en lög um bankann
heimili og einnig að þýsk lög
heimili ekki Merkel að láta
ákvarðanir bankastjórans ná
fram að ganga. Þýski stjórnlaga-
dómstóllinn hefur þó ekki enn
fallist á að sýna þýskum stjórn-
völdum rauða spjaldið en talar í
aðvörunartón. Kanslarinn virtist
ætla að standa þetta af sér.
En Merkel var tekin í bólinu á
ný, eins og flestir leiðtogar Evr-
ópu, þegar að flóttamannaflóð-
bylgjan brast á. Þó voru ýmsir
fyrirboðar næsta augljósir.
Ítalskir og grískir strandbæir
höfðu verið að fyllast af flótta-
fólki. Þúsundir manna höfðu
drukknað í Miðjarðarhafi. Loks
var svo komið að ríki ESB töldu
sig ekki geta, af mannúðar-
ástæðum, horft aðgerðarlaus á
þennan óhugnað. Aukinn kraftur
var settur í björgunarstörf og
það fólk flutt til Ítalíu og Grikk-
lands. Smám saman var talið
óhjákvæmilegt að færa sig nær
suðurströndum Miðjarðarhafs-
ins en áður.
Flóttamannasmyglarar sáu
sér leik á borði og sendu nú fólk-
ið af stað á enn varasamari fleyt-
um en áður. Það hrópaði á að
björgunarmenn færðu sig enn
nær ströndinni. Á Vesturlöndum
er gjarnan talað um sýrlenska
flóttamenn. Framangreint fólk
var ekki þaðan. Þeir voru, þegar
þetta var, að safnast upp í flótta-
mannabúðum í Líbanon, Jórd-
aníu og Tyrklandi. Þeir eru þar í
milljónavís. Hin opnu innri
landamæri ESB og Schengen-
samstarfið eru hrunin. ESB átti
að vera eftirsóknarverður klúbb-
ur betri borgara. Tollabandalag
gagnvart umheiminum sem
gagnast myndi vel innvígðum,
svona eins konar SAGA-class í
flugstöð.
Auðvitað væri fal-
lega gert og mann-
úðlegt að hleypa
allri flugstöðinni í
Keflavík inn í Saga-
class, líka þeim sem ekki hefðu
greitt há fargjöld m.a. til að geta
verið þar í næði við eftirsókn-
arverðan aðbúnað. Væri það gert
myndi ekkert Saga-class verða
til eftir hálftíma. Ekki stór skaði
skeður. En sama gæti gerst með
velferðarklúbbinn ESB. Og því
ættu þjóðir að burðast við að
sækja þar um inngöngu þegar
klúbburinn er í raun öllum opinn
sem vilja, skilyrðislaust?
Merkel hringsnerist í flótta-
mannamálunum. Fyrst sagði
hún að allir sem vildu væru vel-
komnir til Þýskalands. Þegar
flóttamennirnir brutu sér leið til
Þýskalands tók fólk, sem hlýddi
kalli kanslarans, á móti því með
spjöld þar sem stóð VELKOM-
IN – VELKOMIN. Það þurfti
ekki að segja flóttafólki þetta
tvisvar. Í framhaldinu varð allt
óviðráðanlegt. Merkel reyndi að
skella í lás aftur og samþykkt
var að neyða öll ESB-ríki til að
taka við flóttamönnum og bera
þau ríki atkvæðum sem þrjósk-
uðust við. Leiðtogum margra
ESB ríkja var brugðið. ESB
hefði sjálfsagt lítið gert með það,
enda smáríki á alla aðra mæli-
kvarða en þess íslenska. En nú
er að hitna undir í Þýskalandi
líka, þótt enn sé ekki soðið upp
úr.
Fylgi kanslarans hefur aldrei
mælst jafn lágt í könnunum og
nú. Systurflokkurinn í Bæjara-
landi, sem fær mikla flótta-
mannaágjöf, leggur nú opin-
berlega til Angelu Merkel. Og
leiðtogar Jafnaðarmanna í rík-
isstjórninni eru teknir að gagn-
rýna kanslarann harðar en áður.
Forsætisráðherra Bæjaralands
hótar að fara dómstólaleiðina,
því að yfirlýsingar Merkel um að
Þýskaland taki við flóttamönn-
um án þess að setja á það há-
mark brjóti stjórnarskrárákvæði
um sjálfstjórnarrétt þýsku sam-
bandsríkjanna.
Merkel virðist brött enn sem
komið er. Tímaritið Spiegel segir
að hún hafi, á lokuðum fundi með
þingmönnum í Brussel, vitnað til
uppvaxar síns í Austur-
Þýskalandi, en um þann þátt hef-
ur hún verið fáorð hingað til.
Hún líkti tilraunum til þess að
verja landamæri ESB-ríkja við
Berlínarmúrinn: „Ég ólst upp
innan girðingar nógu lengi. Með
slíkum má tefja þróun í fáein ár.
En jafnvel hinn burðugi austur-
þýski múr féll að lokum.“
Berlínarmúrinn og gaddavírs-
girðingar kommúnismanns voru
ekki til að marka landamæri
gagnvart utanaðkomandi. Þetta
voru fangelsisgirðingar til að
halda mönnum innan alræðis
gegn vilja sínum. Í tilviki Berl-
ínarmúrsins hluta þjóðar frá
frelsi hins vestan við.
Róður kanslara
Þýskalands þyngist}Hitnar í þýskum kolum
Þ
að kann að virðast af fullkominni
tilfinningasemi sem fjöldi fólks
virðist ósátt við það að stakt
sundgjald sé að verða 900 krón-
ur í sundlaugum Reykjavíkur-
borgar, þrátt fyrir að á það hafi verið bent
að árs- og fjölmiðakort hækki ekki, ekki
heldur gjald barna og áfram sé ókeypis fyrir
ellilífeyrisþega og öryrkja. Ég er samt ekki
frá því að þessar tilfinningar eigi full-
komlega rétt á sér.
Kann að vera að sundlaugarnar eigi sér
eitthvert dularfullt tilkall til sjálfsmyndar
okkar? Svipað og pylsa með öllu? Það eru
einhvers konar þjóðfélagsleg réttindi að geta
hrist klink úr vösunum, sama hversu illa ár-
ar, og farið í sund og boðið sér upp á pylsu
þegar öll sund virðast lokuð. Það kostar víst
mun meira á sundstaði annars staðar á
Norðurlöndunum en ég efast samt um að Svíar, Danir
eða Norðmenn væru svona argir eins og mörg hver
okkar eru yfir einhverri hækkun í viðbót. Sundlaug er
ekki hluti af þeirra sjálfsmynd.
En er þetta ekki bara gott og gilt? Þeir óskipulögðu,
sem dettur svona endrum og eins í hug að fara í sund,
eiga þeir ekki bara að greiða þennan tæpa þúsundkall?
Á þetta ekki bara að vera svolítið danskt? Danirnir
kaupa sitt árskort í tívolí, sín árskort í lestina, einu
sinni, þegar vídeóleigur voru til, voru þeir líka með
miðakort á leigurnar. Alltaf allt reiknað þannig út að
magnkaup borga sig. Þeirra sjálfsmynd er
að vera séður. Þeir kvarta ekki yfir því að
þurfa að sýna smáfyrirhyggju. Piff á þá
sem eru það ekki.
En þar komum við að því sem einkennir
svolítið sundhegðun okkar. Sund er nefni-
lega ekki bara lýðheilsusport þeirra sem
ganga hnarreistir um með miða- eða árs-
kort í vasanum. Það er líka sport þeirra
sem þurfa að nurla aurunum saman og þar
er til lögmál: Þeir sem þurfa að fara í alla
vasa eftir klinki til að gera sér dagamun;
fyrir þá er það nær án undantekninga of
stór biti að punga út fyrir stærri magn-
greiðslum, árskortum og fjölmiðakortum.
Það er sjaldan eða aldrei stund eða staður
til að festa kaup á stærri sneiðum. Það er
farið einstaka sinnum í sund þegar eitthvað
er afgangs.
Mín nostalgíska æskuminning um sundferð í Laug-
ardalslaugina fyrir fjöldamörgum árum er áhyggju-
fullur heimilisfaðir með yfirdrátt, slitið seðlaveski og á
sjúskuðum skóm með krakkaskara í eftirdragi, jafnvel
þunur og almennt geðfúll. Þetta ámátlega foreldri fór
jafnvel líka í Bláa lónið á þeim árum, sem er útópísk
hugmynd meðallaunþegans í dag. Það er af fullkominni
tilfinningasemi sem mér mun alltaf líða sem það eigi
að vera réttur hans, krakkaskarans og allra að geta
leyft sér að fara í sund. Alltaf. Sama hvað annað geng-
ur á. julia@mbl.is
Júlía Margrét
Alexanders-
dóttir
Pistill
Sundmiðuð sjálfsmynd
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ef við viljum reiða okkur áinnanlandsflugið þarf aðfara að huga að því hvortekki sé hægt að finna
betri stað fyrir flugvöll í stað þess
sem er á Ísafirði,“ segir Gísli Halldór
Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarð-
arbæjar. Margir sveitarstjórn-
armenn sem farið hafa með óskalista
á fund fjárlaganefndar að und-
anförnu hafa lagt áherslu á lagfær-
ingar á flugvöllum og flugstöðvum.
Það snýr bæði að endurbótum vegna
aukinnar umferðar vegna millilanda-
flugs og að bæta aðstöðu til innan-
landsflugs.
Skert þjónusta við farþega
„Það eru veruleg þrengsli í flug-
stöðinni þegar vélar eru í millilanda-
flugi. Í tengslum við aukna umferð
um flugvöllinn þarf að huga að
stækkun flugstöðvar eða breyt-
ingum, og allri annarri þjónustu í
kring,“ segir Eiríkur Björn Björg-
vinsson, bæjarstjóri á Akureyri.
Í erindi Akureyrarbæjar til fjár-
laganefndar er lögð áhersla á stækk-
un flugstöðvarinnar. Einnig er vakin
athygli á því að stöðugt vaxandi flug-
verndarkröfur geri það nauðsynlegt
að skilja algerlega á milli innanlands-
og millilandafarþega. Hingað til hafi
slíkt aðeins verið hægt með því að
skerða verulga þjónustu við innan-
landsfarþega. Það sé ekki ásætt-
anlegt til lengri tíma.
Eiríkur Björn segir að farþegar
í innanlandsflugi hafi orðið að nota
fremri salinn í flugstöðinni, þar sem
innritunin fer fram, þegar millilanda-
vél er einnig afgreidd. Hvorugur sal-
urinn sé nógu stór.
Eiríkur Björn segir að verið sé
að auka millilandaflug um Akureyr-
arflugvöll og því verði þetta verkefni
meira aðkallandi. Vikulegt áætl-
unarflug er að hefjast til Kaup-
mannahafnar og rætt er um fleiri
áfangastaði. Eiríkur telur að ekki
þurfi að ráðast í umfangsmiklar
framkvæmdir.
Akureyringar herma einnig lof-
orð upp á stjórnvöld um að kosta
flutning á fyllingarefni úr Vaðlaheið-
argöngum að flugvellinum þar sem
nota á það til að stækka flughlöð. Ei-
ríkur telur að ekki sé gert ráð fyrir
þessum kostnaði í fjárlagafrumvarpi
næsta árs. „Það er frekar verið að
draga úr fjárfestingum til innan-
landsflugs en að styrkja flugvellina
og efla,“ segir Eiríkur Björn.
Millilenda á Sauðárkróki
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar
leggur áherslu á að fá „alvöru“ innan-
landsflugvöll. Til að fá áreiðanlegar
flugsamgöngur til Vestfjarða, sem
standast tímaskipulagningu nútíma-
fólks, þurfi að fá fullkominn innan-
landsflugvöll, helst af öllu tveggja
brauta, á norðanverðum Vest-
fjörðum. Hann þurfi að hafa 90-95%
nýtingu og réttindi til millilandaflugs.
Sveitarstjórn Skagafjarðar vill
láta endurskilgreina Alexand-
ersflugvöll á Sauðárkróki sem milli-
landaflugvöll. Tryggja þurfi að að-
flugsgeisli sem nauðsynlegur er til að
efla flug inn í landshlutann verði tek-
inn í notkun. Einnig er lagt til að
áætlunarflug verði hafið að nýju til
Sauðárkróks.
Sveitarstjórnir vilja
fjármagn til flugvalla
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Akureyrarflugvöllur Tilraunir til að hefja reglulegt millilandaflug til
Akureyrar hafa ekki gengið upp. Nú virðast meiri möguleikar á því.
Eiríkur Björn
Björgvinsson
Gísli Halldór
Halldórsson
Gísli Halldór bæjarstjóri segir
að flugið til núverandi Ísafjarð-
arflugvallar sé ekki nógu áreið-
anlegt í vondum vetrum eins og
þeim síðasta. Þá hafi flug oft
fallið niður. Það geri fyr-
irtækjum og stjórnsýslunni erf-
itt um vik í samskiptum við
stofnanir í borginni.
Hann telur rétt að gera heild-
arúttekt á möguleikum þess að
koma fyrir nýjum innanlands-
flugvelli sem myndi virka. Til
þess að hann nýtist þurfi hann
helst að vera innan við hálftíma
akstursleið frá Ísafirði. Þingeyr-
arflugvöllur hefur oft verið
nefndur sem hentugt flugvall-
arstæði. Gísli segir að þann
möguleika þurfi að athuga en
ekki séu allir sannfærðir um að
hann dugi. Þá segir hann að
vegna uppbyggingar fiskeldis
og aukins útflutnings á ferskum
fiski þyrftu að vera möguleikar
á vöruflutningum frá flugvelli á
Vestfjörðum. „Það væri fínt að
fá heildstæða skoðun á þessu.“
Innanlands-
flugið virki
BÆJARSTJÓRI ÍSAFJARÐAR