Morgunblaðið - 12.10.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2015
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Nokkur hundruð flótta-manna voru strandaglóp-ar á Kelati-járnbraut-arstöðinni í Búdapest í
Ungverjalandi þegar fríður hópur
austfirskra ungmenna gekk þar í
gegn á leið sinni til Orosháza, 30 þús-
und manna bæjar um 200 km suð-
austur af höfuðborginni. Öfugt við
flóttamennina voru ungmennin tólf
að austan aufúsugestir. Sannur ung-
mennafélagsandi ríkti í hópnum,
enda á vegum UÍA, Ungmenna- og
íþróttasambands Austurlands og á
leið til fundar við ungverska jafn-
aldra sína, sem áttu það m.a. sameig-
inlegt með íslenska hópnum að búa í
dreifbýli og vera áhugasamir um
íþróttir.
„Við hefðum gjarnan viljað rétta
flóttamönnunum hjálparhönd, en
tíminn var allt of naumur,“ segir Vig-
dís Diljá Óskarsdóttir frá Fellabæ,
21 árs nemi í fjölmiðlafræði við Há-
skólann á Akureyri. Rósey Kristjáns-
dóttir frá Egilsstöðum, 22 ára nemi í
uppeldis- og menntunarfræði í Há-
skóla Íslands, tekur í sama streng.
Smám saman komust tólfmenning-
arnir að raun um að Ungverjar vildu
lítið ræða flóttamannavandann.
„Margir töldu okkur Þjóðverja
og því örlaði á fordómum í okkar
garð til að byrja með, enda Þjóð-
verjar ekki vel liðnir í landinu vegna
þess að þeir hjálpa flóttamönnum.
Þegar á daginn kom að við værum
frá Íslandi var allt annað viðmót upp
á teningnum. Ungverjar hafa bara
allt aðra sýn á flóttamannavandann
en Íslendingar,“ segja þær.
Geðþekkir og gestrisnir
Raunar fannst þeim Ungverjar
upp til hópa afskaplega geðþekkir og
Austfirsk ungmenni aufúsu-
gestir í Ungverjalandi
Tólf ungmenni frá Austurlandi fóru á dögunum til borgarinnar Orosháza í Ungverjalandi þar sem þau tóku
þátt í samstarfsverkefninu Íþróttir í félagslegri virkni og óformlegu námi á vegum UÍA, Ungmenna- og íþrótta-
sambands Austurlands. Þau urðu margs vísari um ungverska þjóðarsál og útlendingaótta landsmanna.
Veisla Ungverjarnir voru hrifnir af harðfiski. Bardagalist Mikael Arnarsson sýnir bardagalist.
Ungverjaland - Ísland Báðir hóparnir eftir þjóðarmorgunverð Ungverja, langós, sem er djúpsteikt flatbrauð.
Gítarleikarinn Ómar Guðjónsson og
kontrabassaleikarinn Tómas R. Ein-
arsson halda áfram með Bræðralag
í farteskinu á leið sinni um landið. Í
kvöld spila þeir fyrir Hólmvíkinga á
Café Riis. Síðan fara þeir sem leið
liggur til Ísafjarðar þar sem þeir
leika í Edinborgarhúsinu annað
kvöld, þriðjudagskvöld. Á mið-
vikudagskvöldið leika þeir síðan í
Dalakoti í Búðardal og loks fá borg-
arbúar að njóta tónlistar þeirra í
Iðnó fimmtudagskvöldið 16. október.
Tónleikarnir hefjast á öllum stöð-
unum kl. 20.30 stundvíslega.
Þeir Ómar og Tómas hafa spilað
saman í áratug, ýmist tveir einir eða
í fjölmennari hljómsveitum innan-
lands og utan, í litlum bæjarfélögum
hér á Fróni sem stórborgum heims-
ins.
Sveifla, ballöður og latíntónlist
Með plötunni Bræðralagi létu þeir
langþráðan draum verða að veru-
leika; að taka upp plötu þar sem
þeir semja hvor fyrir annan. Þar er
músíkölsk samræða æðsta mark-
miðið, hvort sem um er að ræða
sveiflu, latíntónlist eða ballöður.
Upptaka plötunnar Bræðralag fór
fram á Kolsstöðum í Borgarfirði á
sólríkum sumardögum þar sem hvít
jöklabreiða bar fyrir augu út um
upptökuglugga ásamt hrauni og
blómstrandi kjarri.
Bræðralag í farteskinu
Tónlistarmenn Ómar og Tómas ræð-
ast við á músíkölskum nótum.
Músíkölsk
samræða
Gripur októbermánaðar er málverk
eftir Hans Liunge frá því um 1760.
Hugsanlega er málverkið elsta mynd
af burstabæ sem til er en hún var
máluð í kjölfar rannsóknarferða Egg-
erts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar
um Ísland um miðja 18. öld. Gerðar
voru um 120 myndir í kjölfar ferða
Eggerts og Bjarna, aðallega vatns-
litamyndir af náttúrufyrirbærum svo
sem fuglum, fiskum, steinum og
gróðri, en einnig eru fáeinar þjóðlífs-
myndir í syrpunni. Í texta sínum vísa
höfundar til lýsingar á meðalstórum
bæ. Fáar myndir eru til af íslenskum
byggingum frá fyrri öldum en tölu-
vert er til af úttektarlýsingum á húsa-
kynnum.
Í miðju eru bæjardyr, þar sem var
inngangsrými og inn af því lágu bæj-
argöng í baðstofuna sem var öftust
og þvert á göngin. Auk þess að vera
svefnstaður heimilisfólks gegndi
baðstofan hlutverki vinnuherbergis,
þar sem setið var við tóvinnu, sauma-
skap og þess háttar störf. Milli bað-
stofu og framhúsa er búr og hlóða-
eldhús. Líklegt er að öðrum megin
við bæjardyraburstina sé gestastofa
og eru dyr beint inn í hana. Hinum
megin gæti verið skáli, sem var að
mestu notaður sem svefnhús vinnu-
manna á þessum tíma. Fram á
hlaðinu er svo þurrkhjallur og líkleg-
ast einhver skemma til hliðar við hús-
in.
Ætla má að húsfreyja standi í dyr-
um í bláu pilsi með rauða svuntu og
með krókfald á höfði. Á hlaðinu er
ferðafólk, hundur og börn og fólk í
heyskap litlu fjær. Í flæðarmálinu er
naust og bátar á leið í róður. Aftan
við bæinn eru útihús, líklegast fjár-
hús og fjós og sennilega tóftir fyrir
hey. Fjær eru hverir en töluverð
hlunnindi voru fólgin í slíkum að-
gangi að heitu vatni. Þá má líta önnur
sérkenni íslenskrar náttúru, jökla,
fossa og gott ef ekki rennur rauðleitt
hraun úr klettunum.
Myndin er hluti af sýningunni Sjón-
arhornum í Safnahúsinu við Hverfis-
götu.
Gripur októbermánaðar í Safnahúsinu
Málverk af íslenskum burstabæ
með útihúsum frá miðri 18. öld
Í sveitinni Málverkið eftir Hans Li-
unge er talið vera frá því um 1760.