Morgunblaðið - 12.10.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.10.2015, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2015 Þegar blaðamaður náði tali af Þórunni Maríu Örnólfs-Brynju-dóttur sagnfræðingi var hún á miðri hljómsveitaræfingu. „Viðerum nýbyrjuð og erum bara tvö enn sem komið er en kannski fáum við fleiri með okkur seinna.“ Arnþór Snær Guðjónsson heitir fé- lagi Þórunnar í dúettinum, þau eru nýbyrjuð að semja lög en vinna líka með efni eftir aðra. Þórunn er að læra ryþmískan söng hjá Elfu Margréti Ingvadóttur, en hún lærði áður klassískan söng í Tónlistarskólanum á Akranesi og lauk 5. stigi, en hún spilar einnig á píanó og gítar. „Ég hef líka gaman af að skrifa og teikna og öllum listum. Svo er ég lærður förðunarfræð- ingur og hef áhuga á því.“ Þórunn lauk MA-prófi í sagnfræði í fyrra. „Lokaritgerðin var um sjókvensku á Breiðafirði og nú er ég sjálfstætt starfandi sagnfræð- ingur og er einnig í 40% starfi sem kallast NPA, eða notendastýrð per- sónuleg aðstoð.“ Þórunn vinnur fyrir Háskólann og einnig Byggða- safnið á Akranesi, en þar er í vændum sýning um sjávarútveg á Akranesi og skrifar Þórunn textann sem verður í rafrænu formi. Sonur Þórunnar er Kristinn Árni Guðmundsson, að verða tíu ára. Faðir Þórunnar var Örnólfur Þorleifsson, sem er látinn, en hann var bankaútibússtjóri á Akranesi, og móðir hennar er Brynja Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur en hún var að gefa út ljóðabókina Sólarlag. „Í tilefni afmælisins ætla ég í leikhús og út að borða með móður minni og systur um næstu helgi.“ Mæðginin Þórunn og Kristinn í gönguferð nálægt Reykholti. Vinnur að sýningu um sjávarútveg Þórunn María Örnólfs-Brynjudóttir 40 ára P étur fæddist í Skála- brekku á Húsavík 12.10. 1945. „Ég var smápatti er ég hóf störf hjá Karli Aðalsteinssyni og Kristjáni Sigurjónssyni við að stokka upp bjóð. Þá þurfti að setja undir mig stóran pall svo ég næði upp fyrir borðið sem ég var að stokka við. Fimmtán ára varð ég svo kokkur hjá Guðjóni Björnssyni, skipstjóra á Stefáni Þór TH, sem var um 50 tonna bátur, gerður út á síld.“ Pétur var háseti á Helgu TH 1961, á Pétri Jónssyni TH 50, sem gerður var út frá Sandgerði yfir vetrarvertíðina, 1962 og á Smára ÞH 59 til vors 1964. Þá hóf hann nám við Stýrimannaskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófum 1965. Hann var síðan háseti og af- leysingastýrimaður á Víði II GK, fór á grásleppuveiðar með tengda- föður sínum, Hólmgeiri Árnasyni Pétur Olgeirsson, skipstjóri á Húsavík – 70 ára ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson Hjónin Pétur og Ása Dagný. Þau fluttu aftur norður eftir að hafa búið á Vopnafirði og í Reykjavík um árabil. Aftur á æskuslóðunum Fjölskyldan Pétur og Ása Dagný, ásamt börnum, tengda- og barnabörnum. Katrín Embla Hlynsdóttir og Jóhanna Mjöll Jónsdóttir héldu tombólu við Krónuna á Selfossi. Þær seldu fyrir 9.482 krónur og gáfu til Rauða krossins. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á EÐA Í SÍMA MOGGAKLÚBBURINN 30% AFSLÁTTUR Á JÓLATÓNLEIKA KRISTJÁNS JÓHANNSSONAR Í ELDBORG HÖRPU, 6. DESEMBER KL. 20.00 Svæði 1 Alm.miðaverð 10.900 kr. Moggaklúbbsverð 7.630 kr. Svæði 2 Alm.miðaverð 9.900 kr. Moggaklúbbsverð 6.930 kr. Svæði 3 Alm.miðaverð 4.990 kr. Moggaklúbbsverð 3.493 kr. Til að fá afsláttinn þarf að fara inn á moggaklubburinn.is og smella á Jólatónleika Kristjáns. Þá opnast síða þar sem þú klárar miðakaupin með afslætti. ATH! Takmarkað miðaframboð!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.