Morgunblaðið - 12.10.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
leðurblaka í fyrra í skipi sem kom
frá Rotterdam í Hollandi.
Ævar sagði að leðurblökur sem
fundist hefðu á eyjum Norðaustur-
Atlantshafs væru aðallega skor-
dýraætur. Í hitabeltinu eru stórar
leðurblökur, svonefndir flughundar,
sem eru fyrst og fremst ávaxtaætur.
Tiltölulega fáar tegundir eru blóð-
sugur. Þær er aðallega að finna í
Suður-Ameríku. Engar líkur eru á
að villtar leðurblökur þrífist hér.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Þrír laumufarþegar tóku sér far með
dönsku skipi sem kom frá Belgíu til
Siglufjarðar síðdegis á fimmtudag-
inn var. Um var að ræða litlar leður-
blökur sem höfðu falið sig í farmi
skipsins. Verkamenn sem unnu við
uppskipunina sáu dýrin. Eitt þeirra
og það minnsta forðaði sér frá borði
og flaug eitthvað út í buskann. Hin
tvö voru gómuð og sett í kassa.
Séra Sigurður Ægisson, sóknar-
prestur, þjóðfræðingur og áhuga-
maður um náttúrufræði, tók leður-
blökurnar í sína vörslu. Hann fór
með þær á skrifstofu sína og tók af
þeim meðfylgjandi myndir. Leður-
blökurnar höfðu hægt um sig og
leyfðu prestinum að mynda sig með
íslenskum tíkalli. Þegar hann sneri
við þeim bakinu tóku þær hins vegar
flugið. Önnur settist á loftnetssnúru
og vafði hana örmum. Hin hvarf um
stund. Sigurður sá hana svo þar sem
hún var að gaumgæfa geistleg rit í
bókahillu prestsins.
Leðurblökunum var ekið til Akur-
eyrar og þær sendar með flugi til
Náttúrufræðistofnunar Íslands. Þar
voru dýrin svæfð og verða þau send
til útlanda, ásamt leðurblöku sem
fannst í skipi á Reyðarfirði í fyrra, til
greiningar hjá sérfræðingum.
Erfið tegundagreining
Ævar Petersen sagði ekki hægt
að tegundagreina leðurblökur eftir
ljósmyndum. Hann sagði að skoða
þyrfti m.a. skolta dýranna til að teg-
undagreina þau.
„Ég hef sent leðurblökur til Lond-
on til greiningar til að hafa þetta al-
veg á hreinu. Það eru svo margar
tegundir sem eru nauðalíkar. Ég hef
spurt leðurblökusérfræðinga hvort
það sé nóg að hafa myndir af þeim
og myndir af gininu á þeim, en þeir
treysta sér ekki til að greina eftir
því,“ sagði Ævar.
Hann benti á að dæmi væru um að
komið hefðu leðurblökur af fleiri en
einni tegund samtímis. „Ég man að
einu sinni komu sex leðurblökur
saman í skipi í Sundahöfn sem var að
koma frá Bandaríkjunum. Tvær
náðust til greiningar og voru hvor af
sinni tegundinni,“ sagði Ævar.
Leðurblökur hafa aðallega fundist
í höfnum við Faxaflóa. Einnig hafa
þær borist m.a. til Vestmannaeyja.
Siglufjörður er nýr fundarstaður og
eins Reyðarfjörður en þar fannst
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Leðurblökur fundust á Siglufirði
Földu sig í farmi flutningaskips sem kom frá Belgíu Tvær náðust og voru svæfðar Sú
þriðja og minnsta flaug eitthvað út í buskann Dýrin verða send til útlanda til tegundagreiningar
Leðurblökur Dýrin voru lítil eins og sjá má af samanburði við tíkallinn. Annað flaug og settist á loftnetskapal.
Ævar Pet-
ersen dýra-
fræðingur
hefur skrifað
talsvert um
leðurblökur
sem fundist
hafa hér á
landi. Grein
eftir Ævar og
fleiri vísindamenn, um leð-
urblökur sem fundust á eyj-
um í Norðaustur-Atlantshafi
og á olíuborpöllum, birtist í
fyrra í vísindariti um leður-
blökur, Acta Chiroptero-
logica. Þar kom m.a. fram að
til loka ársins 2012 höfðu
fundist hér á landi 38 leður-
blökur sem vitað var um og
voru 18 þeirra af óþekktri
tegund en hinar höfðu verið
greindar til átta tegunda.
Einnig eru greinar um leð-
urblökur í bókinni Villt ís-
lensk spendýr (1993) og í
Náttúrufræðingnum 1994 en
hann má lesa á vefnum tima-
rit.is.
FJÓRIR TUGIR
LEÐURBLAKNA
Ævar Petersen
Leðurblökur
á Íslandi
Miklar framkvæmdir standa nú yfir á Rauðarárholtinu. Á föstudag voru
menn í byggingarvinnu við nýtt hús sem er að rísa á reitnum á milli Ein-
holts og Þverholts. Mikið er nú byggt í næsta nágrenni við Hlemmtorg.
Mikið byggt í gamalgrónum hverfum Reykjavíkur
Morgunblaðið/Eggert
Ný hús á Rauðarárholti
FRÉTTASKÝRING
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Áður en slitnaði upp úr viðræðum
Salek-hópsins svokallaða í nýliðinni
viku hafði forystumönnum stærstu
heildarsamtaka launafólks, ASÍ,
BHM, BSRB og KÍ, Samtaka at-
vinnulífsins og ríkis og sveitarfélaga,
tekist að setja saman leið um sam-
ræmda launaþróun á öllum vinnu-
markaðinum, sem reynt yrði að ná
innan næstu þriggja ára. Samhliða
átti að móta nýtt samningalíkan að
norrænni fyrirmynd með agaðri
vinnubrögðum við gerð kjarasamn-
inga.
Launaskriðstrygging
Meginmarkmiðið var að draga sem
kostur er úr afleiðingum þess að nú
stefnir að óbreyttu í enn meira mis-
ræmi á milli launaþróunar opinberra
starfsmanna og almenna vinnumark-
aðarins í kjölfar gerðardóms og
hækkana einstakra hópa að undan-
förnu. Stöðva verði höfrungahlaupið
á milli hópa launþega. Þá var við-
semjendum ljóst að næðist ekki sam-
komulag gæti ekkert komið í veg fyr-
ir uppsögn kjarasamninga
ASÍ-félaganna í febrúar. Innan tíðar
yrði verðbólgan komin í tveggja stafa
tölu.
Mikil vinna fór fram með hagfræð-
ingum, þar sem dregnar voru upp
sviðsmyndir yfir launaþróun og lík-
leg áhrif á verðbólgu, vexti og gengi,
sem ekki var ágreiningur um innan
hópsins. Launaþróun hjá hinu opin-
bera hefur þróast langt umfram
launahækkanir á almenna markaðin-
um. Skv. heimildum Morgunblaðsins
var ákveðið að nota hækkanirnar sem
BHM fékk með gerðardómi sem við-
mið í mögulegu samkomulagi, þannig
að hækkun launakostnaðar launþega
í þessum fernum heildarsamtökum
launafólks verði orðin sambærileg
undir lok árs 2018 og hækki hjá öllum
hópunum um 32% frá nóvember 2013
til nóvember 2018. Hækkanir yrðu þá
6,4% á þessu ári og 7% á næsta ári,
5% á árinu 2017 og 4,2% á árinu 2018.
Ná átti þessu markmiði með gagn-
kvæmri skuldbindingu allra í hópn-
um og var veigamikill hluti þess að
samkomulag næðist um jöfnun lífeyr-
isréttinda á milli almenna og opin-
bera markaðarins. Aukin framlög til
lífeyrismála yrðu því tekin með í út-
reikningum á umsömdum launa-
kostnaði hópanna. Launaþróun
launafólks í ASÍ, skv. samningunum
frá í vor, er nokkru undir þessu við-
miði um 32% hækkun launakostnað-
ar á tímabilinu og var reiknað með að
framlag launagreiðenda í lífeyrissjóði
þess mundi hækka í áföngum um
3,5% með jöfnun lífeyrisréttindanna.
Auk þessa er reiknað með nokkru
launaskriði á næstu þremur árum
þannig að ASÍ-félögin hafi náð þessu
marki um 32% hækkun við lok tíma-
bilsins. Opinberir starfsmenn sem
ekki njóta launaskriðs myndu þá fá
greidda svokallaða launaskriðs-
tryggingu í lok hvers árs þegar séð
yrði hvaða launaskrið hefur átt sér
stað á almenna markaðinum.
Þegar gerðardómur kvað upp sinn
úrskurð í ágúst áttu ¾ hlutar opin-
berra starfsmanna ósamið. Gert var
ráð fyrir því í Salek-hópnum að allir
þeir sem eiga ósamið fengju sam-
bærilegar hækkanir og BHM-félögin
fengu með úrskurði gerðardóms en
myndu skuldbinda sig til að fylgja
þessari stefnumörkun í kjarasamn-
ingum, þannig að þegar upp verður
staðið í árslok 2018 hafi umsaminn
launakostnaður þeirra ekki hækkað
meira en 32% frá upphafi til loka við-
miðunartímabilsins, þ.e. frá nóvem-
ber 2013. Viðræðurnar sigldu hins
vegar í strand vegna lífeyrismála þar
sem fulltrúar opinberu félaganna
gátu ekki fallist á að taka kostnað
vegna þeirra inn í viðræður um
launasamninga skv. heimildum
blaðsins. Innan Salek-hópsins binda
menn þó enn vonir við að umræður
innan hópsins verði teknar upp að
nýju fyrr en síðar.
Launakostnaður
allra hækki um 32%
Útfærðu leið fyrir alla hópa en strönduðu á lífeyrismálinu
Morgunblaðið/Golli
Fundahöldin Viðræðurnar fóru
fram í húsnæði Ríkissáttasemjara.