Morgunblaðið - 12.10.2015, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2015
Hið sérstæða málverkFinns Jónssonar, Óðurtil mánans, frá 1925 varðkveikjan að haustsýn-
ingu Hafnarborgar í ár. Sýningin
ber heitið „Heimurinn án okkar“ og
er vinningstillaga Aðalheiðar Val-
geirsdóttur og Aldísar Arnardóttur.
Í verkum eftir átta listamenn af ólík-
um kynslóðum getur að líta mána,
hnetti, marghyrninga og ýmis form
sem skírskota til himingeimsins og
byggingareinda eðlisheimsins. Fyrir
tilstilli vísindanna og tækninýjunga
sem stöðugt færa okkur nýjar upp-
lýsingar um þau lögmál og krafta
sem eru að verki allt í kring, er mán-
inn e.t.v. ekki jafndularfullt fyr-
irbæri og hann var fyrir 90 árum.
Engu að síður búa himintunglin enn
yfir seiðmögnuðu aðdráttarafli sem
– í samspili við vísindin – knýr
ímyndun listamanna og sjónræna
framsetningu þeirra á ósýnilegum
(a.m.k. berum augum) en allt-
umlykjandi víddum tilverunnar.
Þótt málverk Finns sé í öndvegi á
sýningunni, þar sem það nýtur sín á
dimmbláum vegg í salnum á efri
hæðinni, þá er það vídeóverk Steinu
(Vasulka) sem fangar fyrst athygli
sýningargesta. Þar hefur mynd
hringsnúandi hnattforms verið varp-
að á stóran vegg. Form þess tekur
dáleiðandi breytingum; rákir og
slæður sem minna á ský eða haf-
strauma líða yfir eða innan í þessum
hálfgagnsæja, rafræna hnetti. Verk-
ið byggist á flókinni tækni, er sjón-
rænt áhrifaríkt og felur í sér sam-
ræðu við tæknivæddan veruleika og
skynjun. Skáldaður hnöttur Steinu
(samsettur af myndskeiðum sem
eiga rætur í raunheimum) virðist
svífa í „geimi“ sýningarsalarins sem
kveikir ímyndunarafl sýningargesta:
fágaðir margflötungar, það er að
segja Geimsteinar Brynhildar Þor-
geirsdóttur á gólfinu, gætu allt eins
verið dularfullir loftsteinar, brot úr
mismunandi massa einhvers staðar í
óravíddum. Ekki er laust við að sá
græni minni á „kryptonít“ úr goð-
sagnaheimi teiknimyndasagna og
virðist hann búa yfir sínum eigin
„míkrókosmos“, eins og táknmynd
fyrir hinn stærri alheim.
Mánar og form sem minna á seg-
ulsvið, geisla eða kraftlínur í dul-
úðugum málverkum Vilhjálms Þor-
bergs Bergssonar og í verkum
Finns frá 3. áratugnum og síðar á
ferlinum, bera með sér andblæ vís-
indaskáldskapar. Næturblámi og
silfurlitur á veggjum ýta undir slík-
an blæ, ramma inn einstök verk og
skírskota einnig til þess andlega inn-
taks sem margir 20. aldar afstrakt-
listamenn leituðust við að túlka í
verkum sínum, þ. á m. Gerður
Helgadóttir í víraskúlptúrum frá 6.
áratugnum. Nokkrir slíkir eru á
sýningunni og eru í því samhengi
eins konar alheimar í sjálfum sér er
lúta innri lögmálum en tengjast á
sama tíma ytra rúmi. Marghyrnt
víraverkið í skúlptúrunum og í tví-
víðum teikningum Gerðar myndar
áhugavert samtal við geómetrísk og
fínlega unnin málverk Mörtu Maríu
Jónsdóttur, og á efri hæð við marg-
hyrnda skúlptúra Brynhildar. Á
neðri hæðinni (í Sverrissal) má sjá
sambærileg marghyrnd form í graf-
íkverkum Bjargar Þorsteinsdóttur,
Óskasteinum, í úthugsaðri samstill-
ingu við verk Gerðar, Mörtu Maríu
og Vilhjálms í sama sal.
Óárennileg innsetning Ragnars
Más Nikulássonar á efri hæð bygg-
ist á eðlisfræðilegum lögmálum og
er á margan hátt sterkasta tákn-
myndin á sýningunni fyrir þau
skeytingarlausu öfl sem eru að verki
í heiminum „án okkar“ – eða óháð
manninum. Þó er maðurinn, skynjun
hans og vitund hluti af hinu dul-
arfulla mynstri alheimsins. Jafnvel
þótt maðurinn leitist við að öðlast
skilning á umheiminum frá aðskildu
sjónarhorni, þá endurspeglar heims-
mynd hans ávallt hann sjálfan, eins
og plakat sýningarinnar gefur á
snjallan hátt til kynna. Þegar öllu er
á botninn hvolft, þá felur sýn
mannsins á heiminn í sér óra og
víddir mannsandans – eins og
skynja má í fjölbreyttu úrvali verka
á þessari fallegu og vel til fundnu
sýningu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fjölbreytt „Þegar öllu er á botninn hvolft, þá felur sýn mannsins á heiminn í sér óra og víddir mannsandans – eins
og skynja má í fjölbreyttu úrvali verka á þessari fallegu og vel til fundnu sýningu,“ segir m.a. í gagnrýni.
Órar og víddir
Hafnarborg – Menningar- og
listamiðstöð Hafnarfjarðar
Heimurinn án okkar – Björg Þor-
steinsdóttir, Brynhildur Þorgeirs-
dóttir, Finnur Jónsson, Gerður Helga-
dóttir, Marta María Jónsdóttir,
Ragnar Már Nikulásson, Steina og
Vilhjálmur Þorberg Bergsson.
bbbbn
Til 1. nóvember 2015. Opið kl. 12-17 alla
daga, fimmtud. til kl. 21. Lokað á þriðju-
dögum. Aðgangur ókeypis. Sýning-
arstjórar: Aðalheiður Valgeirsdóttir og
Aldís Arnardóttir.
ANNA JÓA
MYNDLIST
Laurene Jobs,
ekkja Steve Jobs,
eins af stofn-
endum fyrirtæk-
isins Apple, bað
leikarana Leon-
ardo DiCaprio og
Christian Bale
um að taka ekki
að sér hlutverk
Jobs í ævi-
sögulegri kvik-
mynd um hann, skv. vefnum Holly-
wood Reporter. Mun hún hafa verið
á móti því að myndin væri gerð. Á
endanum var það Michael Fass-
bender sem tók hlutverkið að sér.
Ekkja Jobs mót-
fallin kvikmynd
Michael
Fassbender
Bandaríska leikkonan Geena Davis
segir þörf á bitastæðari hlut-
verkum fyrir leikkonur í sjónvarps-
þáttum og kvikmyndum og að kon-
ur verði meira áberandi í þeim.
„Óafvitandi þjálfum við kynslóð eft-
ir kynslóð í því að sjá karla og kon-
ur ekki sem jafningja,“ sagði Davis
á ráðstefnu í Lundúnum í liðinni
viku um kynjahlutverk í fjöl-
miðlum.
„Ættum við ekki núna, á 21. öld-
inni, að sýna börnum að strákar og
stelpur eigi að deila jafnt með sér
sandkassanum?“ spurði Davis sem
stýrir stofnun í eigin nafni sem
rannsakar birtingarmyndir
kynjanna í fjölmiðlum, Geena Davis
Institute.
Davis sagði það miður að karl-
persónur í kvikmyndum og sjón-
varpsþáttum ætluðum börnum
væru þrjár á móti hverri kven-
persónu. Bæta þyrfti úr því og það
væri einfalt mál, aðeins þyrfti að
bæta við kvenpersónum í það efni
sem ætti að framleiða og ráða fleiri
leikkonur.
„Við getum breytt framtíðinni,“
sagði Davis og að hlutverk hennar í
kvikmyndinni Thelma & Louise
hefði breytt lífi hennar því eftir að
hafa leikið í henni hafi hún verið
nógu vel stæð til að velja sér hlut-
verk með kvenkyns áhorfendur í
huga. „Ef þið lesið um að ég hafi
tekið að mér að leika eiginkonu
Sean Connery í dauðadái í kvik-
mynd vitið þið að ég er á kúpunni!“
sagði Davis og sló á létta strengi.
AFPBaráttukona Geena Davis lætur ekki deigan síga.
Kallar eftir bitastæðari hlutverkum fyrir
konur í sjónvarpi og kvikmyndum
Smiðjuvegi 9, 200 Kópavogi ■ Sími 535 4300 ■ axis.is ■ Opið: mán. - fös. 9:00 - 18:00
Fataskápur
Hæð 2100 mm
Breidd 800 mm
Dýpt 600 mm
Tegund: Strúktúr eik
TIL Á LAGER
S KÁPATI LB OÐ
Verð58.900,-m. vsk.
KLOVN FOREVER 5:50,8,10:10
THE MARTIAN 3D 7,10
EVEREST 3D 5:30,8
SICARIO 10:30
HÓTEL TRANSYLV. 2D ÍSL 5
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar