Morgunblaðið - 12.10.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.10.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2015 Ármú la 19 | S: 553-9595 | gahusgogn@gahusgogn. is | www.gahusgogn. is 1975-2015 GÁ húsgögn ehf. er traust fyrirtæki sem hefur verið á íslenskum markaði um árabil. Við leggjum áherslu á stílhrein, vönduð húsgögn og góða þjónustu. Við tökum málin þín í okkar hendur Sérsmíðum fyrir heimili og fyrirtæki 40 ára „Ef skapa ætti evrópskan fjárfest- ingarbanka sem bæri af myndi þurfa að sameina fjárfesting- arbankastarfsemi helstu bank- anna, en til þess þyrftu menn bæði að geta stillt sig og þyrftu einnig að njóta pólitísks stuðnings,“ sagði John McFarlane, stjórn- arformaður Barclays, í viðtali við Financial Times á sunnudag. Farl- ane segir fjárfestingarbanka álf- unnar þurfa að sameinast svo að til verði evrópskur fjárfesting- arbanki sem hafi roð við keppi- nautunum í Bandaríkjunum. FT segir ummælin undirstrika áhyggjur stjórnenda evrópskra banka af framtíð geirans. Fréderic Oudéa, sem stýrir So- ciété Générale og er forseti Evr- ópsku bankasamtakanna (EFB), tekur í sama streng í grein sem hann sendi FT þar sem hann lýsti áhyggjum sínum af að smár hópur öflugra bandarískra banka með alþjóðlega starfsemi væri að styrkja sig í sessi bæði á heima- markaði og á erlendri grundu. Hlutur bandarísku bankanna færi vaxandi á meðan umsvif evrópsku bankanna drægjust saman. Segir Oudéa að sú stefna fram- kvæmdastjórar ESB að innleiða skatt á fjármagnshreyfingar og gera breytingar á regluverki bankageirans muni minnka sam- keppnishæfni evrópsku bankanna á fjármagnsmörkuðum. Bendir hann jafnframt á að umsvifamiklir bandarískir bankar með starfs- stöðvar í Lundúnum yrðu í reynd undanþegnir þeim reglum sem evrópsku bankarnir þurfa að lúta. ai@mbl.is AFP Órói Ummæli John McFarlane end- urspegla áhyggjur stjórnenda evr- ópskra banka af þróuninni. Þarf að sameina evrópska fjár- festingarbanka  Skattar og breyttar reglur til draga úr samkeppnishæfni evrópskra banka Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Að sögn Aldísar Guðnýjar Sigurð- ardóttur virðast Íslendingar al- mennt hafa góðan grunn til að verða fyrirtaks samningamenn. „Ég ætla ekki að tilgreina nein lönd en hjá sumum þjóðum þarf fólk oft að vinna meira í grunninum áður en byrja má að byggja ofan á aukna færni í samningatækni.“ Aldís er lektor við Háskólann í Reykjavík og stundar þar rannsóknir í samningatækni sem hluta af doktorsnámi sínu. Aldís heldur námskeið í samningatækni í HR föstudaginn 23. október frá 14- 19 og laugardaginn 24 október frá 13-18. Er kennslan ekki síst sniðin að þörfum frumkvöðla en á að henta öllum sem vilja verða betri samn- ingamenn. Dýr byrjendamistök Að sögn Aldísar varð það úr að hafa frumkvöðla í fyrirrúmi þar sem algengt er að gerð séu dýrkeypt mistök er snúa að samningagerð á fyrstu skrefunum í nýjum rekstri. Hætt sé við að of mikið sé gefið eftir í samningum við fjárfesta og sam- starfsaðila, óhagstæðir samningar gerðir við birgja og viðskiptavini og geti dregið dilk á eftir sér, hægt á eða hindrað vöxt fyrirtækisins. „Frumkvöðullinn þarf að semja við marga ólíka aðila og beita mismun- andi aðferðum eftir því við hvern er verið að semja,“ útskýrir Aldís. Kennslan tvinnar saman fyrir- lestra og æfingar þar sem nemend- ur spreyta sig á krefjandi samninga- viðræðum og slípa til hjá sér tæknina eftir því sem kennslunni vindur fram. Aldís segir það sama gilda um samningatækni og íþróttir; þeir sem vilja skara fram úr þurfa að æfa sig mikið og reglulega til að verða góðir, en mikið geti þó áunnist á stuttu námskeiði. „Það þarf ekki mikið til að sá fræinu hjá fólki og þegar búið er að þjálfa grunninn er fljótgert að byggja þar ofan á.“ Menningar- og kynjamunur Meðal þess sem Aldís fer yfir á námskeiðinu eru samningaviðræður við fólk með annan menningarbak- grunn, hvernig best er að fást við erfiða viðsemjendur, og hvaða mun- ur getur verið á kynjunum í samn- ingaviðræðum. „Rannsóknir hafa sýnt að konur eru jafngóðir samningamenn og karlar þegar samið er fyrir hönd fyrirtækja. En þegar þær semja fyrir sjálfar sig hættir þeim til að gefa of mikið eftir og hegða sér á allt annan hátt í samningaviðræðum, þær til dæmis leggja síður fram gagntilboð og koma almennt verr út úr samningaviðræðunum en karl í sömu stöðu.“ Í samningaviðræðum við fólk með annan menningarbakgrunn segir Aldís að reyni á að skilja skilaboðin sem viðsemjandinn sendir. „Íslend- ingum er tamt að vera beinskeyttir, segja hlutina umbúðalaust og vera fljótir að semja – ef ekki of fljótir. Þegar samið er við viðsemjendur ut- an úr heimi er hægt að reka sig á að viðsemjandi segir „já“ en meini í raun „nei“ eða „kannski“ og erfitt getur verið að lesa úr misvísandi skilaboðum sem kunna að fara á milli í viðræðum og stundum koma þeim í uppnám.“ Skráning á samningatækni- námskeiðið fer fram á www.thor- unnjons.com/samningataekni- skraning. Hvernig ertu við samningaborðið? AFP Hagsmunir Oft er mikið í húfi þegar gengið er til samninga. Myndin sýnir fulltrúa ESB og Kúbu á fundi í Havana.  Konur jafngóðir samningamenn og karlar, en hættir til að gefa of mikið eftir þegar þær semja fyrir eigin hönd  Frumkvöðlar ættu að kunna samningatækni til að forðast dýr mistök á fyrstu skrefunum Aldís Guðný Sigurðardóttir Um það bil 45% lækkun bensínverðs frá miðju síðasta ári varð til þess að bandarískir neytendur höfðu meira milli handanna. Greinir WSJ frá að rannsókn hafi nú leitt í ljós að ólíkt því sem áður hafði verið talið fóru þeir peningar sem spöruðust við bensíndæluna að mestu í neyslu. Það var hugveitan J.P. Morgan Chase Institute, sem starfrækt er af samnefndum banka, sem komst að því að þótt fólk segðist nota auka- peningana sem lægra bensínverð skilaði til að greiða niður skuldir og leggja fyrir, þá var raunin önnur. Í ljós kom að 78% af hverjum dal sem almenningur sparaði vegna lægra eldsneytisverðs var eytt í eitthvað annað. Af hverjum dal var 18 sentum eytt á veitingastöðum og 10 sentum í matvöruverslunum. Lægra bensínverð jafngilti því að ráðstöfunartekjur hins dæmigerða Bandaríkjamanns ykjust um 1%. Voru áhrifin hlutfallslega meiri fyr- ir fólk með lægri tekjur, en fyrir þann fimmtung fólks sem er með lægstu tekjurnar jafngilti lækkun bensínverðs 1,6% kaupmáttaraukn- ingu. ai@mbl.is AFP Hagsbót Lægra bensínverð jók ráð- stöfunartekjur Bandaríkjamanna. Sparnað- urinn fór í neyslu  Neytendur vest- anhafs eyddu því sem þeir spöruðu með ódýrara bensíni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.