Morgunblaðið - 14.10.2015, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2015
Ríkisútvarpið (RÚV) ohf. skrifaði í
gær undir samning um sölu bygg-
ingarréttar við Efstaleiti 1, við hlið
Útvarpshússins. Kaupandinn er
einkahlutafélag með ábyrgð
Skuggabyggðar ehf.
Áætlað er að salan skili ávinningi
upp á 1,5 milljarða króna og verður
hann notaður til að greiða niður
skuldir opinbera hlutafélagsins,
samkvæmt fréttatilkynningu.
Fjárhagsleg endurskipulagning
á starfsemi RÚV hefur staðið yfir.
Afkoma síðustu tólf mánaða stað-
festir þann viðsnúning sem orðið
hefur í rekstri félagsins.
Unnið er að deiliskipulagi lóð-
arinnar við Efstaleiti á grundvelli
vinningstillögu Arkþings um skipu-
lag svæðisins. Ætlunin er að þar
verði blönduð byggð. gudni@mbl.is
Útvarpslóðin seld í gær
RÚV ohf. notar peningana til að greiða niður skuldir
Teikning/Arkþing
Efstaleiti 1 Arkþing vann samkeppnina um skipulag svæðisins.
Staðan í kjaramálum verður efst á baugi
á tveggja daga þingi Starfsgreina-
sambandsins, sem hefst í dag á Hótel
Natura í Reykjavík. Landssambandið
fagnaði í gær 15 ára afmæli sínu með
sérstöku málþingi. Þingið hefst í dag
með ávörpum Eyglóar Harðardóttur, ráð-
herra félags- og húsnæðismála, og Gylfa
Arnbjörnssonar, forseta ASÍ. Þá verður
Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, með yfirlit yfir þróun og horfur
í kjaramálum. Kosning formanns, varaformanns og fimm manna í fram-
kvæmdastjórn sambandsins fer fram á morgun og þá verða ályktanir
þingsins afgreiddar.
Óvissa kjaramála efst á baugi
FIMMTA ÞING STARFSGREINASAMBANDSINS HEFST Í DAG
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Dökkt útlit er í kjaradeilu ríkisins við
SFR, Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ)
og Landssamband lögreglumanna
(LL). Verkfallsaðgerðir SFR og
sjúkraliða hefjast að óbreyttu á mið-
nætti í kvöld. Mjög mikið ber enn á
milli í deilunni. Ekki hefur verið hald-
inn sáttafundur
frá því í seinustu
viku en deilendur
eru boðaðir til
sáttafundar kl. 10
í dag, þar sem
reyna á til þraut-
ar hvort unnt
verður að ná sam-
komulagi og af-
stýra verkföllum.
,,Þetta er ansi
þungt og ber mik-
ið í milli,“ segir Gunnar Björnsson,
formaður Samninganefndar ríkisins
(SNR). „Maður sér ekki að það detti
af himnum ofan einhver lausn á því
núna,“ bætir hann við.
SFR er stærsta félag ríkisstarfs-
manna og sjúkraliðar eru önnur
stærsta fagstéttin á heilbrigðisstofn-
unum. Tekur Gunnar undir að verk-
föll þessara starfsmanna muni því
hafa gríðarleg áhrif út um allt og að-
gerðirnar séu jafnvel umfangsmeiri
en verkföllin sl. vor.
Ekki sambærilegt við samninga
ríkisins við SGS og Flóann
Félögin þrjú hafa krafist þess að fá
sambærilegar kjarabætur og aðrir
ríkisstarfsmenn hafa þegar fengið,
„hvorki meira né minna“ eins og seg-
ir í fréttatilkynningu í gær. Jafn-
framt hafa forystumenn þeirra sagt
að ríkið hafi í seinustu viku samið við
Starfsgreinasambandið (SGS) og
Flóafélögin um sambærilega hækk-
un og félögin séu að biðja um.
Gunnar segir þessa samninga ekki
sambærilega. Í viðræðunum við
SFR, sjúkraliða og lögreglumenn sé
við allt aðra mynd að glíma, miklu
breiðara launasvið og annars konar
áherslur og kostnaðaráhrif samning-
anna séu líka ólík.
Gunnar segir að kostnaðaráhrif
samninganna við SGS og Flóafélögin
séu ekki sambærileg við það sem tek-
ist er á um við samningaborðið í deil-
unni við BSRB-félögin. Í samningun-
um við SGS og Flóafélögin hafi fyrst
og fremst verið byggt á útfærslu í
kjarasamningum sem gerðir hafa
verið á almenna markaðinum, auk
þess sem samið hafi verið um örlitla
viðbót vegna sameiningar heilbrigð-
isstofnana en stór hópur félags-
manna í SGS vinnur á heilbrigðis-
stofnunum úti á landi, þar sem unnið
er m.a. að samræmingu stofnana-
samninga.
Að mati ríkisins eykst launakostn-
aður vegna samninganna við SGS og
Flóafélögin um nálægt 28%. Að mati
Flóafélaganna fela þeir þó í sér ívið
meiri hækkun eða tæplega 30% en
þeir gilda fram á árið 2019.
Yrði meira en okkar
litla efnahagslíf þolir
Gunnar segist hafa skilning á til-
vísun SFR, sjúkraliða og lögreglu-
manna til samstarfsmanna sinna hjá
ríkinu en menn verði að horfa á stóru
myndina. Þó svo að þessi kjaradeila
sé í brennipunktinum núna, þá sé
sviðið miklu stærra. Félögin fari
fram á að fá sambærilegar hækkanir
og gerðardómur úrskurðaði um í máli
BHM og hjúkrunarfræðinga ,,Það
teljum við að sé meira en okkar litla
efnahagslíf þolir,“ segir Gunnar og
bendir á að það hefði alvarlegar af-
leiðingar yfir allan vinnumarkaðinn
ef það leiddi til þess að kjarasamn-
ingum ASÍ félaganna yrði sagt upp í
febrúar.
Þá beri að hafa í huga þegar horft
er á útfærslur gerðardómsins í heild
sinni að hann taki aðeins til tæplega
3% alls vinnumarkaðarins. „Við eig-
um ennþá eftir að ganga frá samn-
ingum við tæplega 60% okkar starfs-
manna,“ segir Gunnar.
Reyndu að koma böndum
á höfrungahlaupið
Menn séu því ekki eingöngu að
leita að lausn fyrir þessi þrjú stétt-
arfélög því það sem skipti öllu máli sé
að aðrir hópar muni áreiðanlega líta
til þess sem samið verður um við þau
og vilji fá hið sama. Gunnar segir því
ekki hægt að taka niðurstöðu gerð-
ardóms í máli BHM og hjúkrunar-
fræðinga frá í ágúst, og fylgja henni í
öllum samningum sem eftir er að
gera. Ef það yrði gert hefði það mikl-
ar afleiðingar.
Þess vegna hafi menn verið að
reyna að koma böndum á höfrunga-
hlaupið á vinnumarkaði í svonefndum
Salek-umræðum, þar sem reynt var
að ná samkomulagi allra heildarsam-
taka á vinnumarkaði um launaþróun
og bætt vinnubrögð við gerð kjara-
samninga. Ef engin slík niðurstaða
lægi fyrir og ríkið færi að semja á
sambærilegum nótum og úrskurður
gerðardóms, „þá er nokkuð ljóst að
endurskoðun kjarasamninga í febr-
úar er í algjöru uppnámi,“ segir
hann.
Ekki hefur verið boðað til frek-
ari funda í Salek-hópnum
Skv. heimildum Morgunblaðsins
var komin á borðið lausn í Salek-við-
ræðunum, sem var talin geta leyst yf-
irstandandi kjaradeilur BSRB-félag-
anna. Það var þó háð því að
samkomulag tækist um alla aðra
þætti sem stilla þurfti saman en upp
úr þeim viðræðum slitnaði í síðustu
viku vegna lífeyrismála.
Spurður um þetta segir Gunnar að
í þeim viðræðum hafi menn verið að
reyna að búa til sameiginlega línu í
launamálum yfir nokkurra ára tíma-
bil þannig að í lokin væru allir nokk-
urn veginn á sama punkti og að við
upphaf næstu samningalotu væri þá
búið að stilla launaþróunina þannig
af, að ekki þyrfti að byrja þá lotu á
einhverjum leiðréttingum.
Ekki hefur verið boðað til annars
fundar í Salek-hópnum.
,,Þetta er ansi þungt
og ber mikið í milli“
Reyna sættir í dag en víðtæk verkföll eru að bresta á
Morgunblaðið/Eggert
Fundarhöld Sáttasemjari hefur boðað deilendur til sáttafundar kl. 10 í dag.
Gunnar
Björnsson
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Kjarasamningarnir sem Starfs-
greinasambandið og Flóafélögin
gengu frá við ríkið í seinustu viku
fela í sér þegar allt er talið fast að
30% hækkun
launa yfir samn-
ingstímabilið að
mati Eflingar
stéttarfélags.
Ríkið metur
kostnaðarhækk-
anirnar örlítið
minni eða um
28%. Hafin er at-
kvæðagreiðsla
um kjarasamn-
ingana og eiga
niðurstöður að liggja fyrir 30. októ-
ber.
Samningurinn sem gildir frá 1.
maí sl. er lengri en samningar sem
gerðir voru á almenna markaðinum
eða til 31. mars 2019 og var því sam-
ið um 45 þús. kr. eingreiðslu í febr-
úar það ár. Að mati Eflingar er um
verulegar launahækkanir að ræða
við upphaf samnings þar sem launa-
taxtar hækka um 25.000 kr. eða að
meðaltali um 9,78%.
Fá einnig það sem opinberir
starfsmenn hafa fengið
Harpa Ólafsdóttir, sviðsstjóri
kjaramála hjá Eflingu, segir að í
grunninn séu samningarnir sam-
bærilegir við samningana sem gerð-
ir voru á almenna markaðinum í vor
„en það sem skilur hér á milli er að
hópurinn í heild sinni hér er á töxt-
um en á almenna markaðinum eru
um 40% af okkar fólki á töxtum,“
segir hún.
„Við teljum okkur vera að fá einn-
ig það sem aðrir opinberir starfs-
menn hafa fengið, eins og t.d. lag-
færingar stofnanasamnings, sem er
líka einhvers virði. Eftir því sem ég
heyrði er einnig búið að bjóða SFR
og sjúkraliðum það, þannig að þar
með eru þau komin í 30%,“ segir
hún.
Aðspurð segir Harpa erfitt að
skilja á hverju strandar í kjaradeilu
ríkisins við SFR, sjúkraliða og lög-
reglumenn. ,,Við erum fyrst og
fremst að vinna eftir því hvað okkar
bakland leggur til. Við fórum reglu-
lega yfir stöðuna og það var okkar
mat að nú væri kominn tími til að
leggja þetta í hendurnar á félags-
mönnum og sjá hvort þeir teldu
þetta ásættanlega niðurstöðu. Síðan
getur sú staða komið upp síðar meir
að aðrir hafi fengið eitthvað meira
og þá er umræðan tekin að nýju en
einhvers staðar verður að höggva á
hnútinn og segja þetta er það sem er
í boði núna,“ segir hún.
Stefnt er að því að ganga frá sam-
bærilegum samningi við hjúkr-
unarheimili á næstu dögum en þar
eru hátt í 2.000 félagsmenn í Flóa-
félögunum.
Tæp 30% hækk-
un SGS og Flóa
Til jafns við opinbera starfsmenn
Hækkanir á hverju ári
» Í samningum SGS og Flóans
hækka launataxtar að lágmarki
um 15.000 kr. 1. júní 2016 auk
leiðréttingar á launatöflu sem
jafngildir 5,9% hækkun.
» Taxtar hækka um 4,5% 1.
júní 2017 og 3% 1. júní 2018.
» Tekjutryggingin hækkar um
86.000 kr. á samningstím-
anum og verður komin í
300.000 kr. l. maí 2018.
Harpa
Ólafsdóttir