Morgunblaðið - 14.10.2015, Side 17

Morgunblaðið - 14.10.2015, Side 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2015 Frá og með 1. nóvember verður strætóstöðinni á Hlemmi í Reykja- vík lokað kl. 19 alla virka daga og kl. 16 um helgar. Strax eftir áramótin 2016 mun Reykjavíkurborg hefja fram- kvæmdir við Hlemm og verður hús- inu þá lokað alfarið. Mun núverandi starfsemi í húsinu þá leggjast af. Strætó bs. mun áfram leigja lít- inn hluta húsnæðisins undir starfs- mannaaðstöðu fyrir vagnstjóra sína. Starfsemi Strætó mun færast í Vatnsmýrina þegar ný umferðar- miðstöð verður tekin þar í notkun. Fram kemur í tilkynningu frá Strætó að farmiðasala muni m.a. færast yfir til verslunar 10-11 á Laugavegi 116. Reykjavíkurborg auglýsti í sum- ar eftir rekstraraðila til að koma á fót veitinga- og matarmarkaði í húsinu á Hlemmtorgi. Fram kom í Morgunblaðinu í júlí að nokkrar umsóknir hefðu borist og væru til skoðunar. Strætóstöð á Hlemmi lokað  Til stendur að opna matarmarkað Morgunblaðið/Eggert Hlemmur Til stendur að opna matarmarkað á Hlemmtorgi. Um síðustu helgi fór fram á Selfossi 37. landsþing Kvenfélagasambands Íslands. Yfirskrift þingsins var: „Hækkum flugið – kosningaréttur kvenna í eina öld.“ 180 konur af öllu landinu sóttu þingið. Nýr forseti og nokkrar konur í stjórn voru kjörin á þinginu. Guð- rún Þórðardóttir, Kvenfélagi Grímsneshrepps og fráfarandi varaforseti, er forseti KÍ. Vilborg Eiríksdóttir, Kvenfélagi Mosfells- bæjar, er varaforseti, Bryndís Birg- isdóttir, Kvenfélaginu Ársól á Suð- ureyri og fráfarandi meðstjórn- andi, er gjaldkeri, Herborg Hjálmarsdóttir, Kvenfélaginu Gefn í Garði, er ritari og Bergþóra Jó- hannsdóttir, Kvenfélaginu Hjálp- inni í Eyjarfjarðarsveit, er með- stjórnandi. Katrín Haraldsdóttir, Kvenfélaginu Einingu á Mýrum, og Kristín Árnadóttir, Kvenfélaginu Iðunni í Strandasýslu, voru kjörnar í varastjórn. Sigurlaug Viborg, fyrrverandi forseti KÍ, var kjörin nýr heiðursfélagi Kvenfélaga- sambandsins. Í ályktun landsþingsins var m.a. fagnað vitundarvakningu sem orðið hefur um bætta nýtingu matvæla. Þingið hvatti almenning sem og stjórnendur matvöruverslana, mötuneyta og veitingastaða til að vinna áfram gegn matarsóun. Inn- kaup þurfi að vera ábyrg. Matvara sem komin er á síðasta söludag eða nálgast best fyrir-stimpil sé í flest- um tilfellum í lagi sé hún nýtt strax eða fryst. Slíkar matvörur ætti að gefa eða bjóða til sölu á niðursettu verði. Fagna betri nýtingu á mat Kvenfélagasambandið Ný stjórn tók við á þinginu á Selfossi.  Fjölmennt landsþing Kvenfélagasambands Íslands Nýtt dagskrár- svið hefur verið sett á laggirnar hjá fjölmiðlafyr- irtækinu 365. Undir sviðið heyra sjónvarps-, útvarps- og íþróttadeildir 365. Jón Gnarr, sem verið hefur ritstjóri innlendrar dagskrár, er framkvæmdastjóri hins nýja sviðs. Fram kemur í tilkynningu frá 365, að samfara þessum breytingum fær- ist mannauðsmál og greiningar und- ir framkvæmdastjóra fjármálasviðs, Guðmundu Ósk Kristjánsdóttur. Haft er eftir Sævari Frey Þráins- syni, forstjóra 365, að með þessum breytingum sé verið að einfalda skipulag og skerpa á ábyrgðarsviði stjórnenda. Bindi hann vonir við að þær efli fyrirtækið enn frekar í sam- keppni og síbreytilegu umhverfi. Jón Gnarr yfir- maður dag- skrársviðs 365 Jón Gnarr fyrir íslenskar aðstæður Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is Bæjarráð Akraness hefur óskað eft- ir frekari upplýsingum frá HB Granda um útfærslu fyrirtækisins á þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru á hausaþurrkun þess í bænum. HB Grandi rekur tvær hausaþurrk- anir í bænum, forþurrkun að Breið- argötu 8B og eftirþurrkun að Vest- urgötu 2. Íbúar bæjarins hafa kvartað yfir slæmri lykt sem berst frá starfsem- inni og hafa krafist úrbóta, eða þess að starfsemin flytjist einfaldlega fjær bænum. Fyrirtækið hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu þar sem húsnæðið að Breiðargötu yrði stækkað í tveimur áföngum og fram- leiðslugetan aukin í 200-250 tonn á viku í fyrstu og 500-600 tonn eftir seinni áfangann. Skipulagið heimilar nú framleiðslu á 170 tonnum á viku. Í fyrri áfanganum væri bætt við forþurrkunina við Breiðargötu að- stöðu til eftirþurrkunar, þurrkajöfn- un og pökkun. Í seinni áfanganum væri bætt við aðstöðu til annars kon- ar eftirþurrkunar á færiböndum. Bæjarráðið telur þær upplýsingar sem borist hafa frá fyrirtækinu ófullnægjandi og er sérstaklega ósk- að eftir upplýsingum um varnir gegn lyktinni sem borist hefur frá starf- seminni í óþökk íbúa. Vilja meiri gögn frá HB Granda Ljósmynd/Akraneskaupstaður Frá Akranesi Bæjarstjórnin vill frekari upplýsingar frá HB Granda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.