Morgunblaðið - 14.10.2015, Page 21

Morgunblaðið - 14.10.2015, Page 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2015 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Hollenskt rannsóknarráð hefur komist að þeirri niðurstöðu að BUK-flugskeyti, smíðað í Rússlandi, hafi grandað farþegaþotu Malaysia Airlines sem hrapaði í austanverðri Úkraínu í júlí í fyrra. Þetta kemur fram í lokaskýrslu ráðsins sem birt var í gær. Rannsóknarráðið kvaðst ekki hafa haft um- boð til að skera úr um hverjir hefðu skotið flug- skeytinu og sagði það vera hlutverk hollenskra saksóknara sem hafa þegar hafið rannsókn á málinu. 298 manns létu lífið þegar þotan hrap- aði, þeirra á meðal 196 Hollendingar. Hún hef- ur verið kennd við flugnúmerið MH17 og var á leiðinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur, höfuðborgar Malasíu. Rússar vefengja niðurstöðurnar Ráðið afmarkaði um 320 ferkílómetra svæði, sem talið er að flugskeytið hafi komið frá, en tiltók ekki hvort því hefði verið skotið frá yfir- ráðasvæði rússneskumælandi aðskilnaðar- sinna sem hafa barist gegn stjórnarher Úkra- ínu með aðstoð Rússa. Hollenska dagblaðið Volkskrant hafði í gær eftir heimildarmanni sem tengist rannsókninni að grunur léki á því að aðskilnaðarsinnar hefðu skotið flugskeytinu með aðstoð fyrrverandi rússneskra hermanna. „BUK-flaugin var hönnuð og smíðuð í Rússlandi,“ sagði hann. „Hægt er að ganga út frá því að uppreisnar- mennirnir hafi ekki getað beitt slíkum búnaði. Mig grunar að fyrrverandi rússneskir her- menn séu viðriðnir þetta.“ Fréttavefur breska ríkisútvarpsins hefur eftir vopnasérfræðingum að her Úkraínu eigi einnig BUK-flugskeyti sem eru ætluð til loft- varna. Arsení Jatsenjúk, forsætisráðherra Úkraínu, sagði að enginn vafi léki á því að rúss- neskir sérsveitarmenn væru viðriðnir árásina á farþegaþotuna en stjórnvöld í Rússlandi hafa neitað þeirri ásökun. Rússneska ríkisfyrirtæk- ið Almaz-Antey, sem framleiðir flugskeytin, kvaðst hafna niðurstöðum rannsóknarráðsins og hafa gert eigin tilraunir sem afsönnuðu „niðurstöður ráðsins um tegund flugskeytisins og skotstaðinn“. Rússar aðstoði við rannsóknina Rannsóknarráðið gagnrýndi yfirvöld í Úkra- ínu fyrir að hafa ekki bannað flug yfir austur- héruðum landsins þrátt fyrir átökin sem geis- uðu þar. Ráðið sagði að um 160 farþegavélar hefðu flogið yfir átakasvæðunum daginn sem þotunni var grandað. Ráðið komst einnig að þeirri niðurstöðu að flugmenn þotunnar hefðu dáið samstundis þegar þotan varð fyrir flug- skeytinu en sumir farþeganna hefðu ef til vill verið með meðvitund þegar þotan hrapaði, eða í allt að 90 sekúndur. Stjórnvöld í Malasíu sögðust ætla að beita sér fyrir því að „glæpamennirnir“, sem bæru ábyrgð á árásinni, yrðu sóttir til saka. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, hvatti stjórnvöld í Rússlandi til að aðstoða saksókn- ara við rannsóknina á því hverjir skutu flug- skeytinu. Rússar beittu neitunarvaldi sínu í öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna í júlí þegar lagt var til að skipaður yrði sérstakur dómstóll til að rannsaka hverjir bæru ábyrgð á því að þotan hrapaði. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagði þá að slík rannsókn væri „ótímabær“ og „tilgangslaus“. Grandað með flugskeyti sem var smíðað í Rússlandi  Úkraínumenn gagnrýndir fyrir að hafa ekki bannað flug yfir átakasvæðum Hollenskt rannsóknarráð birti í gær skýrslu um orsök þess að farþegaþota Malaysia Airlines hrapaði í júlí í fyrra Farþegaþota Malaysia Airlines skotin niður Malaysia Airlines, flug MH17, Boeing 777-200 Farþegar: 283 Áhöfn: 15 Hrapaði 17. júlí 2014Amsterdam Kuala Lumpur MALASÍA ÚKRAÍNA Áætluð leið Leið þotunnar HOLLAND ÞÝSKALAND ÚKRAÍNA RÚSSLAND Kænugarður Donetsk Moskva Amsterdam Flugtak Kl. 10.15 Kl. 11.00 Kl. 12.00 Kl. 13.00 Hvarf af ratsjá kl. 13.21, hrapaði á svæði sem er á valdi aðskilnaðar- sinna í Austur-Úkraínu PÓLLAND 300 km Heimildir: Malaysia Airlines/Flightradar24/Airbus DS/ AllSource Analysis/Rannsóknarráð öryggismála í Hollandi. Að minnsta kosti þrír Ísraelar létu lífið og margir særðust í árásum Palestínumanna á gyðinga í Jerúsalem í gær. Alls hafa um 25 Palestínumenn og sjö Ísraelar beðið bana í átökum og árásum sem hafa verið gerðar nær daglega frá byrjun mánaðarins, að sögn frétta- veitunnar AFP. Óttast er að ný uppreisn, eða intifada, geti hafist meðal Palestínumanna með miklum blóðsúthellingum eins og á ár- unum 1987-1993 og 2000-2005 þegar hundruð manna biðu bana í nær daglegum átökum milli Palestínumanna á hernumdu svæðunum og ísraelskra öryggissveita. Í einni árásanna í gær hóf Palestínumaður skothríð á strætisvagn í austurhluta Jerú- salem með skammbyssu og annar réðst á um fimmtán farþega hennar með tveimur hnífum. Tveir Ísraelar létu lífið og um tíu aðrir særð- ust. Annar árásarmannanna beið bana og hinn særðist í átökum við lögreglumenn. Í annarri árás ók Palestínumaður bíl á hóp fólks á strætisvagnabiðstöð í hverfi strangtrúaðra gyðinga og réðst síðan á það með hnífi. Að minnsta kosti einn lét lífið og átta særðust. Að sögn AFP hafa Palestínumenn gert meira en tuttugu árásir á Ísraela með hnífum frá byrjun mánaðarins. Gyðingur særði fjóra Palestínumenn í árás í hefndarskyni í bænum Dimona í suðurhluta Ísraels í vikunni sem leið. AFP Blóðug árás Lík Ísraela flutt eftir árás Pal- estínumanns á strætisvagn í Jerúsalem. Óttast nýja intifada  Árásir gerðar á Ísraela Fjölskylda 74 ára gamals Breta, sem var dæmdur til hýðingar í Sádi-Arabíu fyr- ir brot á banni við áfengi, hvatti í gær bresk stjórn- völd til að koma í veg fyrir að dómnum yrði framfylgt. Bretinn Karl Andree hefur þegar afplánað árs fang- elsisdóm eftir að hann var handtekinn með heima- bruggað vín í fórum sínum og hann á nú yfir höfði sér 350 vandarhögg. Fjölskylda Andree segir að hann sé heilsuveill eftir að hafa gengist undir krabbameinsmeðferðir og ótt- ast að hann lifi ekki hýðingarrefsinguna af verði dómnum fullnægt. Breska utanríkis- ráðuneytið kvaðst vera að beita sér fyrir því að Andree yrði leystur úr haldi. Hann hefur búið í Sádi-Arabíu í 25 ár og starfað fyrir olíufyrirtæki. SÁDI-ARABÍA Dæmdur til 350 vandar- högga fyrir að eiga vín Karl Andree Brennuvargar hafa gert tugi árása á gisti- heimili fyrir hælisleitendur í Þýskalandi síð- ustu mánuði, að sögn þýskra fjölmiðla. Hér má sjá hakakross og orðin „burt“ og „hundar“ á þýsku í stigagangi eins gistiheim- ilanna í Waltrop í austurhluta landsins. AFP Árásir á gistiheimili hælisleitenda Saksóknarar í Dresden í Þýskalandi sögðust í gær vera að rannsaka mótmæli öfgahreyfingarinnar PEGIDA gegn flóttafólki á mánudagskvöld þegar mótmælendur héldu á litlum gálgum, snörum og spjöldum þar sem fram kom að snörurnar væru ætlaðar Angelu Merkel kanslara og Sigmar Gabr- iel, varakanslara og leiðtoga þýskra jafn- aðarmanna. Saksóknararnir eru að rannsaka hvort hvatt hafi verið til manndrápa og ann- arra glæpa með þessu athæfi og sögðu að yrðu mótmælendurnir ákærðir ættu þeir allt að fimm ára fangelsisdóm yfir höfði sér. Haft er eftir þýskum þingmönnum að þeim ofbjóði hatursáróður PEGIDA sem segist berjast gegn „íslamsvæðingu Vesturlanda“. ÞÝSKALAND Rannsaka „snöru fyrir Angelu Merkel“ Angela Merkel kanslari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.