Morgunblaðið - 14.10.2015, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2015
✝ Óli Jón Ólasonfæddist í
Reykjavík 17.
október 1933.
Hann lést 7. októ-
ber 2015.
Foreldrar hans
voru Arnlín Petrea
Árnadóttir og Óli
Jón Ólason. Systk-
ini Óla eru El-
ínborg, sem er lát-
in, Elín og Gunnar.
Óli kvæntist 16. október
2003 Steinunni Hansdóttur.
Þau áttu ekki börn saman en
samtals áttu þau átta börn og
37 barna- og barnabörn. Fyrri
kona Óla var Steinunn Þor-
steinsdóttir. Börn þeirra eru:
Arnlín Þuríður, f. 1953, gifist
Ólafi Einarssyni. Dóttir þeirra
er Lísa. Synir Lísu og Jóhann-
esar Guðjónssonar eru Kári og
Sindri. Seinni maður Lísu er
Birgir Jónsson. Synir hans eru
Daníel og Alex. Seinni maður
Arnlínar er Magnús Rafnsson.
Börn þeirra eru Hrönn og
Bjarki. Sambýliskona Bjarka
er Arna Þorleifsdóttir, börn
þeirra eru Ari og Silva. Óli Jón,
f. 1956, kvæntist Kolbrúnu
Baldursdóttur, dætur þeirra
eru Bergey, Dætur Bergeyjar
og Eiriks Oppedal eru Anna og
Mari, Berglind, sonur hennar
er Benjamín. Sambýlismaður
björg Sólrún, sambýlismaður
hennar er Eiríkur Árni Guð-
mundsson, þeirra dóttir er Elín
Indra. Ágúst kvæntist Jóhönnu
Bjarnson og eru börn þeirra
Viktoría Hlín og Birkir. Ágúst
og Jóhanna skildu. Börn Stein-
unnar Hansdóttur og Kristjáns
Grímssonar eru: Hrefna Rut
Kristjánsdóttir, f. 1967, sam-
býlismaður Stefán Smári Krist-
ófersson, þeirra börn eru
Steinunn og Vignir Snær.
Kristján Hreiðar Kristjánsson,
f. 1972, sambýliskona Lára
Jakobsdóttir, synir þeirra eru
Oliver Aron og Ísak Dagur.
Óli ólst upp í Laugarásnum,
hann lauk verslunarprófi frá
Verslunarskóla Íslands.
Starfsvettvangur Óla var á
sviði ferðamála nær alla hans
starfsævi. Hann rak m.a. Skíða-
skálann í Hveradölum, Hótel
Akranes og Hótel Reykholt,
starfaði sem ferðamálafulltrúi
á Suður- og Vesturlandi var
framkvæmdastjóri ferðaskrif-
stofunnar Lands og sögu, eig-
andi ferðaskrifstofunnar
Þemaferðir og rak Tourist
Market í Grundarfirði þar sem
hann bjó ásamt konu sinni síð-
ustu árin. Óli var mikill at-
hafnamaður og frumkvöðull á
mörgum sviðum. Hann var
virkur í félagsmálum og kom
víða við þó ferðamálin ættu
hug hans og hjarta alla tíð.
Útför Óla Jóns fer fram frá
Áskirkju í dag, 14. október
2015, kl. 13.
Berglindar er Jan
Erik Strand og á
hann tvær dætur,
Hilde og Tonje.
Dóttir Óla og Me-
rete Hansen er
Solrun. Seinni
kona Óla er Guri
Hilstad Ólason,
synir þeirra eru
Óli Jón og Alex-
ander. Elín Sigríð-
ur, f. 1959. Dóttir
hennar og Ástþórs Jónssonar
er Ásta Steinunn. Elín er gift
Heimi Heimssyni. Börn þeirra
eru Mardís, sambýlismaður er
Viðar Jónsson, Heimir Óli,
sambýliskona er Kristín Ósk
Óskarsdóttir. Sonur Heimis er
Gunnar Cortes, sambýliskona
Thereza Petkova. Guðrún Mar-
grét, f. 1961, gift Guðna Krist-
inssyni. Þeirra börn eru Jó-
hanna, gift Jens Jensen og
þeirra börn eru María Rún og
Guðni Wilhelm, Freyr í sam-
bandi með Anítu Ómarsdóttur.
Þorsteinn Gísli, f. 1964, kvænt-
ur Höllu Björk Magnúsdóttur.
Börn þeirra eru Steinunn og
Ari Sæberg, dóttir Steinunnar
er Stína. Ágúst, f. 1969. Dóttir
hans og Jóhönnu Jónsdóttur er
Alexandra Mjöll. Sambýliskona
hennar er Ólöf Benedikts-
dóttir. Dóttir hans og Ragn-
hildar Þorsteinsdóttur er Ingi-
Hugmyndasmiðurinn og
ferðamálafrömuðurinn elsku
pabbi okkar Óli Jón er fallinn
frá. Pabbi okkar sem vílaði
aldrei neitt fyrir sér, var með
ævintýraþrána í blóðinu,
óhræddur við áhættu og fylgdi
ástríðu sinni, ferðaþjónustu,
eftir af fítonskrafti og eldmóði.
Okkar minningar tengjast mik-
ið hótelstússi hvort sem er frá
Skíðaskálaárunum þar sem við
vorum snemma farnar að taka
til hendinni í vöfflubakstri og
uppvaski undir styrkri stjórn
pabba og mömmu, árin okkar á
Skaganum, seinna gistihúsa-
rekstur í Reykjavík og hótel-
rekstur í Reykholti og Snæ-
fellsnesi. Pabbi hafði unun af
hótelrekstri og var góður vert.
Hann elskaði að þjóna og veisl-
ur voru hans sérsvið. Þar lagði
hann sig allan fram og ekkert
var nógu gott fyrir þá sem áttu
að njóta. Okkur eru minnis-
stæðar svo margar og glæsi-
legar veislur sem haldnar voru
á hótelárum pabba og teljum
okkur einstaklega lánsamar að
hafa fengið að taka þátt í undir-
búningi og framkvæmd oft á
tíðum. Pabbi var þó ekki bara
hótel- og veitingamaður, hann
var gríðarlega afkastamikill og
kom mörgu í verk á sinni ævi.
Hann framleiddi hugmyndir á
færibandi og var óhræddur við
að fylgja þeim eftir og láta
draumana rætast. Stofnun og
rekstur hótela, ferðaskrifstofa,
rekstur héraðsfréttablaða og
markaðar fyrir ferðamenn er
aðeins hluti af því sem hann
fékkst við á lífsleiðinni auk þess
að vera mjög virkur í fé-
lagsmálum alla tíð. Fyrir okkur
er erfitt að aðskilja ferðaþjón-
ustumanninn Óla frá pabba
okkar Óla, svo mikill hluti af
honum var vakinn og sofinn yf-
ir ferðamálum, alltaf að spá og
sá tækifæri í hverju horni, það
er dásamlegur eiginleiki. Fjöl-
skyldan var pabba mikilvæg og
hann var í góðu sambandi við
afkomendur sína og fylgdist
grannt með okkur alla tíð. Við
vorum ótrúlega stolt af honum
og ekki síst vorum við stolt af
baráttu hans við Bakkus sem
hann neitaði að láta sigra sig.
Þótt sá gamli gráni felldi hann
stundum um stundarsakir stóð
pabbi ávallt upp á ný, tvíefldur,
fullur eldmóðs og fann sér
verkefni sem okkur þótti stund-
um nóg um en hann kláraði þau
svo sannarlega með einstökum
eldmóði og krafti. Í dag er
þakklæti í hjörtum okkar,
þakklæti fyrir að hafa átt
pabba að í öll þessi ár, þakk-
látar fyrir pabba sem sá ávallt
björtu hliðarnar á tilverunni,
þakklátar fyrir alla fimmaura-
brandarana, þakklátar fyrir
skemmtilegu samverustundirn-
ar, þakklátar fyrir hvatningu
og trú á okkur alla tíð. Elsku
pabbi okkar, við elskum þig og
söknum óendanlega mikið.
Okkur langar að lokum að
þakka Hrefnu, Stebba og fjöl-
skyldu fyrir ómetanlega aðstoð
og kærleika í garð pabba, elsku
Steinunni fyrir ást og einstaka
umhyggju á undanförnum ár-
um, pabbi dýrkaði þig og dáði
og fannst hann einstaklega lán-
samur að hafa fengið þig inn í
líf sitt. Það er við hæfi að
kveðja þig elsku pabbi okkar
með bæninni sem gaf þér von
og trú og var þér leiðarljós á
lífsins göngu.
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
(Reinhold Niebuhr)
Hvíl í friði elsku pabbi okkar.
Elín Sigríður (Ella Sigga)
og Guðrún Margrét
(Rúna Magga).
Afi var skemmtilegur og eft-
irminnilegur karakter. Hann
var duglegur og það var aldrei
spurning um hvort, heldur
hvernig og hvenær. Þegar við
hugsum til baka þá munum við
aldrei eftir kvarti eða kveini,
þar sem hann hafði gott lag á
því að einbeita sér að því góða
og jákvæða. Hann var umburð-
arlyndur og með góða nærveru.
Í öllum hans störfum og
rekstri hafði hann unun af því
að starfa með fjölskyldunni
sinni og hafði hann mikið traust
og trú á öllu sínu fólki. Sem
dæmi má nefna að þegar hann
og Steinunn sáu um rekstur
Hótel Reykholts kom norska
konungsfjölskyldan í heimsókn
og fengu þá starfandi fjöl-
skyldumeðlimir á hótelinu að
vera þar í fremstu línu í mót-
tökunefnd og taka þátt í því
ævintýri. Ástu Steinunni er það
einnig minnisstætt þegar hún
hóf störf hjá þeim á gistiheim-
ilinu á Miklubraut, en aðeins 14
ára fékk hún að starfa þar við
þrif og móttöku og önnur tilfall-
andi störf.
Eitt af helstu aðalsmerkjum
afa var áhugi hans á fólki.
Hann vissi hvað var að gerast í
lífi barna og barnabarna og
spurði okkur systkinin spjör-
unum úr við hvert tækifæri. Afi
var mikið tæknitröll, með fés-
bókina á hreinu og hafði gaman
af að fá að fylgjast með þar.
Hann var mikill áhugamaður
um íþróttir og þótti gaman að
boltaiðkun Heimis Óla og hefur
alltaf verið hans helsti stuðn-
ingsmaður.
Amma og afi hafa alltaf verið
einstaklega gestrisin og rausn-
arleg og hafa þau gefið öllum
barnabörnum jólagjafir alla tíð
og hefur okkur alltaf þótt svo
ótrúlega vænt um hversu mikið
þau leggja í það. Þau hafa alltaf
lagt mikið í innpökkunina,
skrifað falleg kort og hafa hald-
ið nákvæmt bókhald um hvaða
gjafir allir fá. Þetta sýnir svo
vel væntumþykju þeirra í garð
okkar allra og er með öllu
ómetanlegt.
Afi var mikil félagsvera og
hrókur alls fagnaðar. Það hefur
alltaf verið svo gaman að koma
í heimsókn til afa og ömmu,
alltaf svo fínt og snyrtilegt hjá
þeim og góðar og veglegar veit-
ingar. Síðastliðinn verkalýðs-
dag keyrðu Mardís og Viðar
vestur til þeirra í heimsókn - og
sem áður var öllu til tjaldað -
en í þetta skipti fengu þau að
fara með í verkalýðskaffi í fé-
lagsheimilinu. Það var ótrúlega
gaman að fá að upplifa þetta
með þeim og sjá hversu gott líf
og góðan félagsskap þau hafa
skapað sér þar.
Missir okkar allra er mikill
en hugur okkar systkinanna er
sérstaklega með ömmu Stein-
unnni sem hefur misst sinn
besta vin, eiginmann og sam-
starfsfélaga til margra ára.
Elsku amma, afi var svo óend-
anlega stoltur af að fá að
standa þér við hlið.
Með söknuði og sorg í hjarta
er okkur þakklæti efst í huga.
Það eru nefnilega ekki allir sem
hafa fengið jafn góðan og lang-
an tíma með afa sínum. Og við
fengum mörg góð ár með
skemmtilegum afa, sem hafði
húmor og hressleika. Hann var
meistari fimmaurabrandaranna
og því þykir okkur við hæfi að
kveðja með einum slíkum. Þeg-
ar komið var að kveðjustund
eftir heimsóknir til hans sögð-
um við: „jæja - nú erum við far-
in“, svaraði hann: „hva, en þið
eruð enn hér?“ með bros á vör.
Hvíl í friði.
Ásta Steinunn, Gunnar
Cortes, Mardís og
Heimir Óli.
Óli Jón Ólason HINSTA KVEÐJA
Fallinn er vinur
að foldu.
Fallegur maður
góður.
Af hjarta svo hlýr
og heitur.
Til fjörs og gleði
öll hans spor.
Frumkvöðull
og framfara.
Nú drúpi ég höfði
í þökk allri.
Mörg voru sporin
er samfélag naut.
Takk kæri vinur
þitt framlag var stórt.
Innilegar samúðarkveðj-
ur til ástvina.
Ingi Hans og Sigurborg.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Viðhaldslítil
ferðaþjónustuhús
og sumarhús til sölu
halliparket@gmail.com
sími 894 0048
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
Iðnaðarmenn
FASTEIGNA-
VIÐHALD
Við þjónustum þig með
lítil sem stór verk.
Tímavinna eða tilboð.
johann@jaidnadarmenn.is
S. 544-4444/777-3600
www.jáiðnaðarmenn.is
Óska eftir
Staðgreiðum gull, demanta og úr
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl.
Hringdu núna og fáðu tilboð þér að
kostnaðarlausu!
www.kaupumgull.is
Opið alla daga 11–18.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 661 7000.
Ýmislegt
Barngóð kona á besta aldri
Barngóð kona á besta aldri óskast til
að gæta barns og annast létt heimil-
isverk fyrir hádegi alla virka daga.
Barnið er 1 árs. Heimilisverkin felast í
frágangi í eldhúsi, frágangi á þvotti
og annað tilfallandi. Reglusemi skil-
yrði. Sjálfstæð vinnubrögð æskileg.
Umsóknir sendast á
barngod.amma@gmail.com
Íslenskar handsmíðaðar
barnaskeiðar
Silfur táknar velsæld og góða heilsu
enda er silfur verðmætt og sótt-
hreinsandi efni. Silfurborðbúnaður,
skart og fl.
ERNA, Skipholti 3,
sími 552 0775,
www.erna.is
Hitaveituskel 1850 L.
Hitaveituskel 1650 L.
margar stærðir.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Bílaleiga
HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU
með eða án bílstjóra.
--------16 manna--------
--------9 manna---------
Fast verð eða tilboð.
Húsviðhald
www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565 9775
Frímann
s: 897 2468
Hálfdán
s: 898 5765
Ólöf
s: 898 3075
ÚTFARARÞJÓNUSTA
HAFNAFJARÐAR
FRÍMANN & HÁLFDÁN
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar okkar
ástkæra
SKÚLA HLÍÐKVIST JÓHANNSSONAR
kennara í Búðardal.
Sérstakar þakkir fær Vilhelmína
Haraldsdóttir læknir og allt hið frábæra
starfsfólk á deildum 11G og 11E á Landspítalanum
fyrir góða og alúðlega umönnun.
.
Guðrún María Björnsdóttir og fjölskylda.