Víkurfréttir - 14.01.1988, Blaðsíða 3
\)iKur<
(titu*
Slysstaðurinn: Útlínur Garðskaga eru merktar A. B=Þar
skáru skipverjar Akureyjar á línuna er þeir sáu blysið. C=Sjá
þeir handblysið. D=Ná þeir gúmmibátnum upp. E=Endinn á
línunni, en báturinn fórst um mílu frá þeim stað. Strikið frá E
og í átt að B sýnir síðan leitarsvæðið. Kort þetta sýnir skjá-
mynd á svonefndum Plotter.
Fimmtudagur 14. janúar 1988 3
Skipverjar Akureyjar eftir að hafa skilað skipbrotsmönnunum til Keflavíkur. F.v. Magnús Sig-
urðsson, Vignir Þorvaldsson, Þorsteinn Tyrfingsson og Arni Vikarsson. Til hliðar við Magnús
sést í gúmmíbátinn sem mennirnir björguðust í. uósm.: epi
..Minn stærsti róður"
- sagði Árni Vikarsson, skipstjóri á Akurey KE 121, sem
bjargaði þremur skipverjum af Bergþóri
„Þetta var fyrsti róðurinn
okkar á þessu ári og sá
stærsti frá því ég byrjaði sem
skipstjórnarmaður 1972,“
sagði Arni Vikarsson, eig-
andi og skipstjóri Akureyjar
KE 121, eftir að hafa bjargað
þeim þremur skipverjum af
Bergþóri KE 5, sem fórst 8
sjómílur NV af Garðskaga á
föstudag. Sagði Árni að
þarna hefðu togast á sorg og
gleði, en það væri þó ekki síð-
ur skipverjum sínum að
þakka að þetta Skyldi takast.
Báðir bátarnir, Akurey og
Bergþór, voru á línuveiðum
og var veður orðið slæmt
þegar slysið varð. Sagði Árni
að veðrið hefði rokið upp eins
og hendi væri veifað um há-
degið en þá voru þeirá Akur-
eynni að ljúka við að leggja
línuna er fyrsti vindsveipur-
inn kom.
Miklar óspektir
og ölvun
um helgina
Um síðustu helgi hafði
lögreglan mikið að gera
vegna óspekta og ölvun-
ar. Af þessum orsökum
fengu 11 manns gistingu í
fangageymslum á lögregl-
ustöðinni í Keflavík á
föstudagskvöld og laug-
ardagskvöld.
Þá voru tveir ökumenn
teknir í síðustu viku sök-
um ölvunar við akstur.
Annar þeirra var leigubíl-
stjóri sem ók á ljósastaur
og sagt er frá annars stað-
ar í blaðinu.
Hjá hinum ökumann-
inum, sem tekinn var
grunaður um meinta ölv-
un við akstur, fannst smá-
vægilegt magn af dufti,
sem talið var vera fíkni-
efni. Við nánari rannsókn
kom hins vegar í ljós að
svo var ekki.
Átak til aukinna
sjóslysavarna
Slysavarnasveitin Ægir í
Garði mun næstu vikur hafa
til sölu veggplatta með merki
Slysavarnafélags íslands. Er
hér um að ræða veggplatta þá
er boðnir voru fyrirtækjum
og einstaklingum hér á Suð-
urnesjum, utan Keflavíkur
og Garðs.
Þar sem litið upplag af
plöttum þessum kom í hlut
Slysavarnasveitarinnar Ægis
á Merkisdögunum í október
í fyrra, þá eru þeir fyrst
boðnir til sölu núna.
Fyrirtæki og einstaklingar
Verié tímanlega mei) skattframtölin!
■ TEK AÐ MÉR GERÐ SKATT-
FRAMTALA FYRIR EINSTAKLINGA
'=======SK ATTSYSL.4S sf.=
REYNIR ÓLAFSSON, viðskiptafræðingur
Brekkustíg 39 - Njarðvík - Sími 14500
í Keflavík og Garði! Verum
með í átaki til aukinna sjó-
slysavarna. Tryggið ykkur
platta í síma 92-27263 í kvöld
milli klukkan 20 og 22:30 og
næstu fimmtudaga frá kl. 17
til 21. Verð á platta er 3.500
krónur.
Slysavarnasveitin Ægir,
Garði.
Auglýsing í
Víkur-fréttum
er engin
smáauglýsing.
Bandariska fjölskyldu vantar
bráðnauösynlega
4ra-5 herb. hús eöa íbúö. Góöri
umgengni heitiö. Vill greiöa allt
aö árs leigu fyrirfram. Getur enn-
fremur lagt inn tryggingarfé og
meðmæli ef óskað er. Hringið I
Huldu sima 54452 eöa í Gorman í
síma 52210.
Olympus OM 40 program
til sölu ásamt 28 mm - 50 mm og
28-70 mm linsum. Flass. Fæst á
frábærum kjörum. Uppl. hjá Litt’-
inn hjá Óla, Hafnargötu 35, Kefla-
vík.
V eisluþj ónusta
/
Utvegum áhöld og vant
starfsfólk.
LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ.
NEISLUÞJONUSTAN
Iðavöllum - Keflavík - Sími 14797