Víkurfréttir - 19.12.1991, Síða 6
Jólablað
„Fékk
dúndrnndi
hjartslátt
við
tíðindin"
• Krúðkaupsmvndin sem tekin var af þeim hjá Nýmynd, en
þau voru gefin saman 31. ágúst í Kcflavíkurkirkju, af sr. Ólafi
Oddi Jónssyni.
\4kurfréttir
Desember 1991
• Guðrún K jartansdóttir og Halldór Sigur jónsson á skrifstofu blaðsins þegar þau tóku form-
lega við nafnbótinni Krúðhjón ársins á Suðurnesjum 1991.
Ljósm.: mad
Ung hjón úr Keflavík, Quðný Kjartansdóttir og
Halldór Sigurjónsson, brúðhjón ársins 1991
rslit liggja fyr-
Uir í keppninni
um brúðhjón
ársins á Suð-
umesjum
1991 sem Vík-
urfréttir hafa
staðið fyrir frá
síðasta hausti.
Það var ungt fólk búsett í
Keflavík sem hlaut nafnbótina.
Þau heita Guðrún Kjartansdóttir
og Halldór Sigurjónsson. Hún
er úr Sandgerði en hann utan af
svæðinu. Þau voru gefin saman
í Keflavíkurkirkju 31. ágúst af
séra Olafi Oddi Jónssyni og
brúðarmyndirnar voru teknar
hjá Sólveigu Þórðardóttur í Ný-
mynd. Þar fékk brúðurin líka
fyrst að vita af úrslitunum.
„Eg fór til Sólveigar í Ný-
mynd til að panta jólakort.
Stelpurnar á stofunni voru eitt-
hvað svo sporskar á svipinn og
spurðu mig hvort Ernil væri bú-
inn að hafa samband við mig.
Eg áttaði mig ekki alveg á
þessu strax og vissi ekki hvað
þær voru að tala um, en kveikti
síðan á perunni,“ sagði Guðrún
í samtali við blaðamann.
-Hvemig varð þér við?
„Eg fékk alveg dúndrandi
hjartslátt við tíðindin. Þetta er
alveg meiriháttar, en ég er varla
búin að ná þessu ennþá,“ bætti
Guðrún við.
-Hvar var eiginmaðurinn
þegar hann frétti af þessu?
„Ég var staddur í Borg-
arfirðinum að sækja búslóð sem
flytja þurfti suður. Þegar Guð-
rún hringdi til að færa mér tíð-
indin sagði ég eitthvað á þá
leið: „Segðu eitthvað annað og
vertu ekki að grínast“. Svo
þegar henni hafði tekist að
sannfæra mig og sagði að við
ættum að hitta þá á Víkufréttum
um kvöldið, stressaðist ég allur
upp og var alltaf að fylgjast
með klukkunni. Skyldi ég ná
heim úr Borgarfirðinum með
þungan farm fyrir kvöldið?,“
sagði Halldór Sigurjónsson er
hann var spurður um fyrstu
viðbrögð.
Guðrún og Halldór hafa búið
saman á sjöunda ár. Þau eru
bæði fædd '67 og eiga tvö börn
á 3. og 5. ári. Guðrún er bara
heimavinnandi að eigin sögn.
Halldór ekur sendibíl á stöð í
Reykjavík. Tíðindin bárust á
mjög annasömum degi, einum
þeim besta frá því að Halldór
hóf þar störf. Halldór sagði að
það að hafa verið dregin út sem
sigurvegarar í keppninni væri
eins og að vinna stóran happ-
drættisvinning. Verðlaunin eru
heldur ekki af verri endanum.
Glæsilegur málsverður á
Flughóteli og gisting á brúðar-
svítunni. Hársnyrting og blástur
á Elegans. 10.000 króna vöru-
úttekt í Hagkaup og annað eins
í búsáhaldadeild Samkaups. Þá
gefur Smart nýjasta dörnu- og
herrailminn frá Beverly Hills og
frá Kósý fengu hjónin fallegan
blómvönd.
A nýju ári eigum við eftir að
kynnast brúðhjónunum enn
betur í skemmtilegu viðtali og
með nýjunt ljósmyndum.
Hefur ritstjóm Víkurfrétta nú
ákveðið að hafa þennan
skemmtilega sið árlegan við-
burð. Birtum við því brúð-
kaupsmyndir í blaðinu, eftir því
sem þær berast til okkar og í
árslok verður eins og nú dregin
út ein hjón sem hljóta til-
nefninguna.
HAGKAUP
HÁRGREIÐSLUSTOFAN
£Le<jcm sraaRt