Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1991, Side 18

Víkurfréttir - 19.12.1991, Side 18
Jólablað Víkurfréttir Desember 1991 JÓLADAGUR: „Hveiti- partarnir alveg ómissandi" - segir hreppstjórafrúin í Garði Hveitipartar með hangikjötinu á jóladag eru alveg ómissandi þáttur í jóla- haldinu hjá Dagmar Arnadóttur, hrepp- stjórafrú að Skiphóli í Garði. Hún segir partana vera gamla hefð á sínu heimili og var fús að leyfa okkur að skoða matseð- ilinn sem hún hefur á jóladag og kynnast nánar þessum hveitipörtum. Það sem borið er á borð: Sauðahangikjöt Kartöfluuppstúf Grænar baunir Rauðrófur Með þessu eru síðan hafðir hveitipartar sem steiktir eru í feiti líkt og kleinur. í hveitipartana fereftirtalið: 1/2 kg. hveiti 6 tesk. lyftiduft 2 tesk. salt 2 msk. sykur 3. dl. mjólk (súr) Partana á að kljúfa og smyrja. Þá er sett hangi- kjötssneið ofan á og hrærð egg. Trépinna er stungið í og þessu síðan staflað í topp á hringlótt fat. I eftirrétt er svo boðinn sveskjugrautur með rjónta sem einnig er orð- inn gamall siður. Þá er kaffi og konfekt. í miðdegiskaffitíma á jóladag er heitt súkku-laði með rjóma, smá-kökur og tertur. Kaffi á eftir. Jólamatseðillinn þeirra Að þessu sinni bregðum við út af venjunni. í stað þess að fá til liðs við okkur útlærða matreiðslumenn til að sjá um jólamatseðilinn, höfðum við samband við fjórar húsmæður og báðum þær um að kynna fyrir les- endum hvað þær bjóða fram. Allt eru þetta húsmæður sem þekktar eru fyrir að vera duglegar í matargerð. Þær eru valdar þannig að tvær eru í yngri kantinum, ein á miðjum aldri og sú fjórða í hópi eldri borgara. Tvær þeirra búa í Keflavík, ein í Njarðvík og ein í Garði. Tóku þær allar vel í að taka þátt í þessu með okkur og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Hér kemur síðan árangurinn: „Gaman að brydda upp á einhverju óvæntu" - segir Guðný Björnsdóttir, Sparisjóðsfulitrúi Eg hef ekkert gaman af því að þeir sem koma til mín í matarboð viti fyrirfram hvað sé á borðum. Er matseðillinn því breytilegur og fjölbreyttur hjá mér á jólunum. Því er erfitt að ráðleggja öðrum einhvern sér- stakan jólamatseðil, en ég gef þó smá innsýn í það sem ég gæti hugsanlega borið fram á jól- unum“, sagði Guðný Bjöms- dóttir og hér sjáum við ár- angurinn Laxamús (fyrir fjóra): 1 pakki ljóst hlaup (Aspic) 250 gr. reyktur lax 150 ml. mayones salt, svartur pipar úr kvörn 150 ml. rjómi 4 blöð matarlím (lögð í bleyti og brædd í ftskisoðinu) 120 ml. ftskisoð saft úr 1/2 sítrónu. Byrjið á að gera hlaupið samkvæmt leiðbeiningunum á pakkanum. Skerið síðan laxinn í sneiðar. Takið fallegustu sneiðamar frá og bleytið þær í hlaupinu, hinar fara í maukið. Raðið þeim síðan innan í 4 tóm jógúrtbox og kælið. Setjið rest- ina af laxinum í blandara ásamt mayonesi og kryddi og blandið vel saman. Sett í skál og létt- þeyttum rjóma blandað saman við. Að lokum er fiskisoðinu og sítrónusafanum bætt útí. Sett í jógúrtboxin og kælt í nokkrar klst. Skreytt með salatblaði og sítrónubáti. Hreindýrasteik(fyrir 4): Ca. 1 kg úrbeinaður hrygg- vöðvi villikrydd, salt pipar og jafn- vel smá rósapipar Olívuolía til steikingar Kryddið kjötið með villikryddi og pipar. Hitið ol- íuna á pönnu og brúnið kjötið vel á öllum hliðum. Kryddið með salti og etv. smá rósapipar og látið kjötið í 200°C heitan ofn (blástursofn 180°C) og steikt áfram í 20-30 mín. Kjötið er síðan skorið í sneiðar og bor- ið fram með brúnuðum kart- öflum, eplasalati og léttsoðnu fersku grænmeti. Sósan: Hreindýrasoð villikrydd, rósapipar, lítill biti af gráðosti 1-2 dl. rjómi rifsberjahlaup brúnn Maizena sósujafnari. Soðið hitað í potti. Kryddi, osti, rjóma og rifsberjahlaupi bætt útí eftir smekk. Jafnað með Maizena sósujafnara. Eplasalat: 1 egg og 1 msk. sykur þeytt saman 1 peli rjómi þeyttur 4 smátt skorin epli (kjörnuð og afliýdd) valhnetur smátt skornar Eggjahræru og rjóma bland- að santan. Eplum og valhnetum bætt útí. Konfekt. Mokkakonfekt: 200 gr. marsípan Instant kaffi súkkulaði. Leysið kaffið upp í örlitlu af heitu vatni. Blandið vel saman við marsipanið og mótið litlar kúlur. Hjúpið með súkkulaði og skreytið með súkkulaði- baunum. Gráfíkjukonfekt: 200 gr. marsípan 200 gr. gráfíkjur súkkulaði. Hakkið gráfíkjumar og hnoðið saman við marsípanið. Rúllið í lengjur og skerið lengjurnar í bita. Hjúpið með súkkulaði og skreytt. Pistaciemánar: 200 gr. mar- sípan Pistaciemassi smátt skornar möndlur súkkulaði. Fletjið út mar- sípanið og skerið út litla hringi. Sprautið smá Pistaciemassa í miðjuna og látið nokkra möndlu- bita ofaná. Leggj- ið hringinn saman og hjúpið með súkkulaði. Skreytt með möndlum. Apríkósu- marsípan: 200 gr. marsípan apríkósumarmelaði koníak súkkulaði Fletjið út marsípanið og skerið í litla hringi. Blandið saman apríkósumarmelaði og koníaki eftir smekk og setjið með teskeið á marsip- anhringina. Til þess að auð- veldara verði að hjúpa konfekt- ið, er gott að láta súkkulaði með teskeið yfir marmelaðið og það látið storkna. Hjúpað og skreytt. Eftir konfektgerðina er ágætt að nýta restina af hjúp- súkkulaðinu og bæta út í það hnetum og jafnvel rúsínum og kókosmjöli. Sett með teskeið í lítil konfektform.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.