Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1991, Page 28

Víkurfréttir - 19.12.1991, Page 28
Jólablað \íkurfréttir Desember 1991 INGA Arnadóttir er glæsileg kona, þriðja elst níu systkina. Hún er fædd í Sandgerði í byrjun seinni heimsstyrjaldarinnar og örlögin höguðu því þannig að hún átti eftir að heinisækja og búa í tveini löndum sem komu mikiö við sögu í seinna stríðinu. Inga ólst upp í góðu umhverfi Kellavíkur eftir að hafa eytt fyrstu þremur árum ævi sinnar í Sandgerði. Snemma hélt hún utan, - á vit ævintýranna og hefur svo sannarlega komist í kynni við þau, bæði fyrir austan og vestan haf. Þrátt fyrir allan þennan tíma erlendis hefur hún haldið tungumálinu vel við. Viö hittum Ingu að máli, þcgar hún kom í stutta hcimsókn liingað til lands fyrr á þessu ári. Hún náði sér vel á strik, - yfir kaffibolla með systur sinni, Guðrúnu og við- mælendum Víkurfrétta á Glóðinni og við spjölluðum saman í dágóða stundd. I viðtali við Jólahlaö Víkurfrétta lýsir Inga æskuárunum á Suðurnesjum og einnig segir bún okkur hvað á daga hennar hefur drifið á erlendri grundu, þar sem hún hefur eytt flestum árum ævi sinnar. Það er æðislega gaman að koma heim til íslands, en hvort ég gæti flutt al- farið hingað heint veit ég ekki. Eg er búin að venjast ýmsum lúxus þarna úti og lífið er einhvern veginn allt öðruvísi", sagði hin 52 ára gamla Inga Árna- dóttir. Inga er búin að reyna ýmislegt um æv- ina og hefur varið mest- unt hluta lífsins á erlendri grund. Inga freistaði gæf- unnar fyrst 17 ára gömul. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og Inga hefur tekið sér margt fyrir hendur. Undanfarin ár hefur hún búið á Man- hattan Beach og starfað sem aðstoðarstöðvar- stjóri SAS-flugfélags- ins í Los Angeles. Einnig leggur hún stund á líkamsrækt í sex klukkustundir í hverri viku. Unglingur í anda Inga vakti óskipta athygli er hún kom heim til æsku- stöðvanna í ársbyrjun, til að heilsa upp á vini og ættingja og jafnframt til að leiðbeina fólki í líkamsrækt. Inga ber aldurinn vel, er sem unglingur í anda og líkamsbyggingin fær örugglega margan karlmann- inn til að roðna. Við hittum Ingu Ámadóttur að máli að loknum ströngum degi í einni líkamsrækt- arstöðinni á Suðurnesj- um, (hvar annarsstaðar), þar sem hún starfaði sem gestaleið- beinandi og veitti ráð um hollt mataræði og hvernig fara ætti að því að halda sér ungum, þrátt fyrir að vera komin af léttasta skeiðinu. Mikill fjöldi fólks leitaði ráða hjá Ingu. Það gustaði um landann þeg- ar Inga var hér á ferð í febrúar og það hefur örugglega oft gu- stað í kringum Ingu. Við spurðum hana út í æskuárin í Keflavík og það sem hún hefur verið að fást við á erlendri grundu. Heysátur og kvik- mynda-sýningar „Eg er fædd í Sandgerði en fluttitil Keflavíkur þegarég var þriggja eða fjögurra ára. For- eldrar mínir eru þau Jenný Ein- arsdóttir og Ámi heitinn Þor- steinsson". -Hvemig voru æskuárin á Suðumesjum? „Það var ýmislegt brallað á æskuárunum í Keflavík. Við krakkamir lékum okkur í hey- sátunum á sumrin og það var farið í berjamó í heiðina á haustin ásamt ýmsu öðru sem við tókum okkur fyrir hendur. Þegar ég var ung var ekki ein einasta malbikuð gata í Kefla- vík og kvikmyndasýningar í mesta lagi einu sinni í mánuði. Ein besta vinkona mín á æskuárununt var Anna Þor- grímsdóttir. Það var alltaf skemmtilegt að koma heim til hennar, þar sem hún var eina bamið í fjölskyldunni. Mér þótti gaman í skólanum. Her- mann Eiríksson var skólastjóri og meðal bekkjarsystkina minna voru Ellert Eiríksson bæjarstjóri og Guðfinnur Sig- urvinsson fyrrverandi bæjar- stjóri. Við vorum í fyrsta bekknum þegar Gagnfræða- skólinn í Keflavík tók til starfa og þar af leiðandi fyrsti bekk- urinn sem útskrifaðist úr þeim skóla“. Gaman í skáta- starfinu -Vaknaði áhugi þinn á lík- amsrækt fljótt? „Eg hef alltaf haft áhuga fyrir ræktun líkamans og lærði snemma að synda. Arinbjöm Þorvarðarson kenndi mér að synda í görnlu útilauginni, en þegar komið var í innilaugina var það Guðmundur Ingólfsson sem annaðist kennsluna. Ég tók sundið alltaf voðalega létt og var ekki í því af neinni alvöru. Mér þótti gaman að synda og vann reyndar minn fyrsta af- reksbikar þegar ég var ellefu ára gömul,“ sagði Inga og hélt áfram að rifja upp gamla tíma hér heirna á Fróni: „Ég starfaði einnig mikið í skátahreyfingunni, þar sent Jó- hanna Kristjánsdóttir var við stjórnvölinn. I skátahreyfíng- unni eyddi ég m.a. nokkrum sumrum að Úlfljótsvatni. Lífið snérist um þrennt hjá mér á þessum árum. Það var skólinn, skátamir og sundið. Nú hef ég mikinn áhuga á amerískum fót- bolta og körfuknattleik, en á unglingsámnum fór lítið fyrir áhuga mínum á boltaíþróttum". Umferðarslys breytti lífinu -Þér var boðin þátttaka í Fegurðarsamkeppni Islands, en lítið varð úr því. Segðu okkur aðeins frá því. „Þetta var árið 1956, en þá var ég sautján ára gömul. Mað- ur að nafni Einar Jónsson, sem hafði umsjón með keppninni, hafði samband við mig og spurði hvort ég væri ekki til í að

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.