Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1991, Page 31

Víkurfréttir - 19.12.1991, Page 31
Jólablað Xíkurfréttir Desember 1991 í Bandaríkjunum er alltaf mikið gert í kring- um kvikmvnda- og sjónvarpsstjörnur. Inga er hér að ofan að að afhenda frægri sjónvarps- stjörnu síns tíma, Robert Fuller, farseðilinn sinn. Þegar Continental flugfélagið hóf flug til Mikonisíu var að sjálfsögðu sett upp sérstök kynning á viðeigandi hátt. Herramaðurinn ineð henni á myndinni er Samóa-höfðingi en Inga er í Continental-búningi með Samóa- höfðingjastaf. þar einhverja sök á. Þá hef ég aldrei reykt. Ég hef verið mikil reglumanneskja á flestan hátt. Ég borða hins vegar mikið súkkulaði og mikið af kökum, skyri og rjóma en ekki átt í vandræðum með of mikla þyngd. Það hefur verið takmark mitt að halda mér alltaf f sömu þyngd". Frábær uPPby88in8 á Suðurnesjum -Hvemig finnst þér upp- byggingin hér á Suðurnesjum í líkamsræktar- og íþróttamálum í samanburði við það sem þú þekkir í Bandaríkjunum? „Þetta er alveg stórkostlegt. Ekkert af þessu var til þegar ég fór. Mér líst vel á það sem ég hef séð og ég hef einnig heyrt um margar af þessum stöðvum. Það er gaman að sjá allt þetta unga fólk sem stundar leik- fimina og einnig gamla fólkið. Það er aldrei of seint að byrja. Það er bara að fólk viti hvað það Parið með Ingu á myndinni er vel þekkt kvikmyndafólk, Bo Derek og maður hennar. Myndin er tekin 1987 en þá var Inga kontin til starfa hjá SAS-flugfélaginu. Inga önnur til vinstri í hópi starfsfólks SAS í Los Angeles. „Það er gaman að sjá allt þetta unga fólk sem stundar leikfimina hér heima, - og einnig eldra fólkið. Það er aldrei of seint að bvrja" sagði Inga og hélt áfram að lyfta í Æfingastudeo. Frænkurnar, Hulda Lárusdóttir og Inga Árnadóttir saman í þreki í hinni vinsælu líkainsræktarstöð - Golds, í júlí 1989. vill. í Bandaríkjunum er fólk að byrja 65-70 ára að stunda íþróttir eins og t.d. tennis. Það er mjög gott mál að eldra fólk stundi gönguferðir og passi upp á sjálft sig“. Heimurinn er lítill -Þú ert ekkert að hugsa um að flytja aftur heim til Islands? „Ekki í augnablikinu. Það er þó aldrei að vita hvað maður gerir í ellinni. Eftir að ég hóf störf á skrifstofu SAS í Los Angeles hef ég komist að því hvað heimurinn er lítili. Þetta eru svo stuttar vegalengdir í flugi og alltaf eru menn fljótari og fljótari á milli staða. Eftir að ég byrjaði með annan fótinn í fluginu, þá er mun auðveldara fyrir mig að skjótast hingað heim til Islands en áður. Ég hef þó tekið eftir því að með aldrinum verða ræturnar heim sterkari. Ég verð þó að telja mig rótlausa. Ég er ís- lenskur ríkisborgari, en hef öll réttindi í Bandaríkjunum, nema kosningaréttinn. Það er raunar ekkert því til fyrirstöðu að ég geti orðið bandarískur ríkis- borgari. Eg er búin að venjast ýmsum lúxus þarna úti og hér er allt öðruvísi. Lífsmátinn og veðr- áttan hefur sitt að segja, en það væri gaman að koma heim til íslands og dvelja hér, þó ekki væri í nema hálft ár eða svo,“ sagði Inga Árnadóttir að end- ingu. Viötal: Hilmar Bragi Bárðarson og Páll Ketilsson Myndir: Hilmar Bragi, Haukur Ingi og úr einkasafni Ingu Árnadóttur.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.