Morgunblaðið - 20.02.2016, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.02.2016, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2016 Lúxus og þægindi í Sérferðum og Siglingum Kínahaf, Miðjarðarhaf og Karíbahaf, Konungsríkið Bútan og Grand Indókína VITA | SKÓGARHLÍÐ 12 | SÍMI 570 4444 | VITA.IS Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Fyrir sjálfan mig finnst mér þetta mjög spennandi og óhætt að segja að þetta passar vel fyrir menningartorf- una sem bæjarskrifstofurnar standa á að fá Kvikmyndaskólann í það um- hverfi,“ segir Ármann Kr. Einarsson, bæjarstjóri Kópavogs, um kauptilboð sem barst bænum frá Kvikmynda- skóla Íslands um kaup skólans á hús- næði bæjarins við Fannborg 2, 4 og 6. Tilboðið var lagt fyrir bæjarráð í fyrradag og því vísað til bæjarstjórnar sem tekur málið fyrir á fundi sínum næsta þriðjudag. „Hér er mjög áhrifamikil og frum- leg hugmynd á ferð sem mun efla mannlíf í bænum, styðja við þjónustu og menningarstarfsemi bæjarins,“ segir í tilboðinu og aðgerðin sé til þess fallin að styrkja Kópavog sem skólabæ. 300 manna samfélag fylgir Kaupverðið er 700 milljónir króna og fyrsta greiðsla áætluð þann 15. mars 2016 að upphæð 400 milljónir króna. Samið yrði um eftirstöðvar til einhverra ára með hagkvæmum vöxt- um, segir í tilboðinu. „Verðið sem þarna er nefnt er hærra en við gengum út frá í okkar útreikningum,“ segir Ármann en bæj- arstjórn hefur íhugað í nokkurn tíma að selja Fannborg 2-6. „Það verður spennandi að taka þessa umræðu á þriðjudaginn,“ bætir hann við en ekki sé hægt að segja til um hvort tilboðinu verði tekið en margir bæjarfulltrúar séu spenntir. Skólanum mun fylgja rúmlega þrjú hundruð manna samfélag og telur Ár- mann að það sé til þess fallið að efla Hamraborgina til muna. Í tilboðinu er tekið fram að tíma- pressa sé á því að ákvörðun verði tek- in þar sem skólinn þurfi að hefja starf- semi sína í Fannborg á komandi hausti, 2016. „Það er ljóst að ef þetta gengur ekki hratt fyrir sig þá getur þetta ekki orðið,“ segir Ármann en bæjarstjórn sé líka háð því að finna nýtt húsnæði fyrir starfsemi sína sem nú fer fram í Fannborg 2-6. laufey@mbl.is Kvikmyndaskóli Íslands vill kaupa húsnæði í Fannborg  700 m.kr. kauptilboð gert í bæjarskrifstofur Kópavogs Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Í drögum að nýju frumvarpi til stjórn- skipunarlaga, sem stjórnarskrár- nefnd birti í gærkvöldi, kemur fram að almenningi sé heimil för um landið og dvöl þar í lögmætum tilgangi. Þá er almenningi einnig tryggður réttur til upplýsinga um ástand umhverfis og áhrif framkvæmda á það svo og til þátttöku í undirbúningi ákvarðana sem áhrif hafa á umhverfið. Í frumvarpinu er nánar mælt fyrir um að ábyrgð á vernd náttúru og um- hverfis hvíli sameiginlega á öllum. Stjórnarskrárnefnd lagði einnig fram drög að tveimur frumvörpum til við- bótar sem snúa að auðlindum, nátt- úru Íslands og þjóðaratkvæða- greiðslum um lög frá Alþingi. Hægt er að nálgast drögin á vefn- um stjornarskra.is eða á vef forsæt- isráðuneytisins. Frestur er til að gera athugasemdir við frumvarpið til 8. mars 2016 og sendist þær á netfangið postur@for.is. Þá áskilur nefndin sér rétt til að birta þær athugasemdir sem berast. Unnið verður úr athugasemdum og endanlegum tillögum skilað til for- sætisráðherra. Einnig er hægt að óska eftir þátttöku fulltrúa í stjórn- arskrárnefnd á opnum fundum, sem beina skal til ritara stjórnarskrár- nefndar. Almannaréttur í stjórnarskrá Meginreglan um heimild almenn- ings til að fara um landið og dvelja þar í lögmætum tilgangi vísar til réttinda sem nefnd hafa verið almannaréttur. Lagt er til í frumvarpi stjórnar- skrárnefndar að nýju náttúru- og um- hverfisákvæði að almannaréttur verði nú stjórnarskrárvarinn. Almanna- réttur var fyrst festur í almenn lög ár- ið 1956 með setningu náttúruverndar- laga og hefur verið í gildandi lögum síðan. Hafi ekki áhrif á eignarrétt „Allir eiga að geta notið náttúru Ís- lands,“ segir í greinargerð með drög- um að frumvarpinu og er þar vísað til félagslegrar náttúruverndar. Réttur- inn er ekki takmarkaður við Íslend- inga og samkvæmt gildandi lögum um náttúruvernd er ekki gerður grundvallarmunur á rétti einstak- linga til að fara um landið eftir því hvort þeir ferðast í hópferðum sem skipulagðar eru í atvinnuskyni eða á eigin vegum. Réttinum eru sett skilyrði í frum- varpinu en þau lúta annars vegar að góðri umgengni um náttúruna og hins vegar að virðingu fyrir hags- munum landeigenda og annarra rétt- hafa. Ekki er gert ráð fyrir því að viður- kenning á almannaréttindum hafi áhrif á þá vernd sem eignarréttindi eða aðrir hagsmunir, til dæmis frið- helgi einkalífs, njóta nú samkvæmt gildandi stjórnarskrá. Rýmkun al- mannaréttar yrði að rúmast innan þeirra takmarka sem löggjafinn hef- ur almennt til takmörkunar á eignar- réttinum. Frjáls för stjórnarskrárbundin  Drög stjórnarskrárnefndar að þremur frumvörpum til stjórnskipunarlaga birt  Almannaréttur verði stjórnarskrárvarinn  Sameiginleg ábyrgð á náttúru  Frestur gefinn til að skila athugasemdum Á fundi sveitarstjórnar Bláskóga- byggðar í gær var samþykkt álykt- un þar sem harðlega er mótmælt ákvörðun Háskóla Íslands að færa nám í íþrótta- og heilsufræði frá Laugarvatni til Reykjavíkur. „Með þessari ákvörðun er Háskóli Íslands að bregðast því trausti að vera há- skóli allra landsmanna,“ segir í ályktuninni. Sveitarstjórnin segir að óskiljanlegt sé að háskólinn vilji ekki fara í öfluga og markvissa markaðssetningu á námi í íþrótta- og heilsufræði til að fjölga nem- endum eins og starfsmenn skólans, nemendur, þingmenn og sveitar- stjórn Bláskógabyggðar hafi ítrek- að lagt til. Að flytja starfsemina til Reykjavíkur muni ekki leysa þann vanda sem við sé að etja. „Það læðist að okkur sá grunur að aðrar ástæður en staðsetning, hagræðing rekstrar og fækkun nemenda séu ástæða þessarar ákvörðunar. Engin haldbær rök eru fyrir þessari ákvörðun há- skólaráðs enda hefur allt ferlið í kringum þessa ákvarðanatöku ver- ið með undarlegasta móti,“ segir í ályktuninni. Um sé að ræða há- pólitískt byggðamál. „Er stefnan sett á að sérhæfð störf sem krefjast menntunar verði á höfuðborgar- svæðinu á meðan landsbyggðin á að búa við einsleitni og lágt mennt- unarstig?“ spyr sveitarstjórnin og telur að um varhugaverða þróun sé að ræða. Mótmæla flutningi íþróttanáms Þegar sólin lætur sjá sig á þessum árstíma á ísa- köldu landi er ekki laust við að glaðni yfir mann- fólkinu. Sumir bregða sér í spássitúra án höfuð- fata þó enn ríki vetur konungur samkvæmt almanakinu. Fólkið á landsbyggðinni hefur ekki verið jafn heppið með veður, og í dag er von á hvassri norðanátt um norðanvert landið með snjókomu. Má því búast við varasömu ferðaveðri á þeim slóðum og vert að fara varlega. Morgunblaðið/Styrmir Kári Gott að kúra í hlýjum vagni á leið um Vonarstræti Veðurblíðan hefur leikið við fólk á höfuðborgarsvæðinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.