Morgunblaðið - 20.02.2016, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2016
GO CRAZY
25%
af öllu*
laugardag og sunnudag
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is
laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30
*Gildir ekki um vörur á áður lækkuðu verði og merktum Everyday low price.
Afsláttur reiknast á kassa.
ársins 2015. Landsframleiðslan á
þann mælikvarða jókst ár frá ári
tímabilið 2003-7 og var 6,72 milljónir
2007. Hún náði lágmarki eftir hrunið
kreppuárið 2010 er hún fór niður í
6,07 milljónir króna. Samkvæmt spá
Seðlabankans og útreikningum
Analytica verður hún orðin 7,16
milljónir árið 2018. Hún verður þá
440 þúsund krónum hærri en árið
2007 og 300 þúsund kr. hærri en í ár,
deilt niður á hvern landsmann.
Yngvi Harðarson, framkvæmda-
stjóri Analytica, segir óhætt að full-
yrða að landsframleiðslan árið 2018
verði meiri en nokkru sinni í sögu
landsins. Af því leiðir að árið 2018
mun verða úr meiri verðmætum að
spila í þjóðarbúinu en nokkru sinni.
Samkvæmt Peningamálum mun
launakostnaður á framleidda ein-
ingu hækka um 9,3% í ár, 4,7% árið
2017 og 5% árið 2018. Þá muni kaup-
máttur ráðstöfunartekna aukast um
8,7% í ár, 4,1% árið 2017 og 3,7% ár-
ið 2018. Gangi þessar spár eftir gætu
launþegar á Íslandi notið aukinnar
verðmætasköpunar næstu ár.
Vitnar um auðsáhrifin
Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði
við Háskóla Íslands, segir ferða-
þjónustuna hafa leitt hagvöxt frá
árinu 2013. Hann bendir einnig á að
helstu útflutningsgreinar hafi staðið
hrunið ágætlega af sér.
„Áhrif hrunsins í raunhagkerfinu
voru því minni en maður átti von á.
Hins vegar hrundu eignamarkaðir
landsins og verðtryggðar skuldir
hækkuðu.“ segir Ásgeir.
Hann telur íslenska hagkerfið
hæglega geta vaxið um 10% á næstu
tveimur til þremur árum með áfram-
haldandi sókn í ferðaþjónustu. Hins
vegar fari samtímis að skapast
„veruleg þensluhætta og hætta á
bakslagi, sérstaklega ef siglingin
verður hraðari en það“.
Mikil fjölgun hefur áhrif
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu fyrr í þessum mánuði áætlar
Landsbankinn að útflutningstekjur
ferðaþjónustunnar verði rúmir 400
milljarðar í ár, eða rúmlega millj-
arður á dag. Það er 44% meira en ár-
ið 2013. Þá áætlaði Arion banki í
haust að tvær milljónir ferðamanna
muni koma til landsins árið 2018, eða
hálfri milljón fleiri en í ár.
Þessar tölur skila sér í lands-
framleiðsluna.
Landsframleiðsla á mann
að verða meiri en árið 2007
Analytica áætlar að hún verði 440 þúsund kr. meiri á mann 2018 en árið 2007
Landsframleiðsla á mann 2000-2018
116,08
108,87
85,67
*Heimild: Útreikningar Analytica. Reiknað er út frá spá um landsframleiðslu í Peningamálum Seðlabankans
(2016/1) og gögnum Hagstofunnar.
Yfirfærð á vísitölu þar sem árið 2005 jafngildir 100*
20
00
20
02
20
03
20
01
20
04
20
05
20
07
20
09 20
11
20
06
20
08
20
10
20
12
20
13
20
15
20
17
20
14
20
16
20
18
120
100
80
60
40
20
0
Landsframleiðsla á mann 2000-2018
*Heimild: Útreikningar Analytica. Reiknað er út frá spá um landsframleiðslu í Peningamálum Seðlabankans
(2016/1) og gögnum Hagstofunnar.
Í milljónum króna á verðlagi ársins 2015
8
6
4
2
0
7,
16
5,
28
5,
36 5,
88 6,
29
6,
26
6,
17
6,
22 6,
46 6,
86
5,
40
5,
47 6
,1
7
6,
65
6,
076
,7
2
6,
42 6,
65 7,0
3
20
00
20
02
20
03
20
01
20
04
20
05
20
07
20
09 20
11
20
06
20
08
20
10
20
12
20
13
20
15
20
17
20
14
20
16
20
18
Morgunblaðið/Golli
Hagsæld Launþegar á Íslandi munu finna fyrir vexti landsframleiðslu.
Gengið styrkist mikið
» Samkvæmt Peningamálum
Seðlabankans hækkaði raun-
gengi miðað við hlutfallslegt
verðlag að meðaltali um 4% í
fyrra og hefur hækkað um rúm-
lega þriðjung frá því að það var
lægst árið 2009 (vísitalan var
67,1 stig á 3. ársfj. 2009).
» Raungengið á mælikvarða
vísitölu hlutfallslegs neyslu-
verðs fór í 110 stig á þriðja árs-
fjórðungi 2007. Sama vísitala
fór í 91,7 stig á 4. ársfj. 2015 og
nálgast því gildið á 1. ársfj.
2008, sem var 98,9 stig.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Rætist spár Seðlabanka Íslands um
hagvöxt á næstu árum mun lands-
framleiðsla á mann árið 2018 verða
meiri en nokkru sinni í sögunni, eða
um 7,16 milljónir
króna.
Þetta kemur
fram í útreikn-
ingum Analytica
sem gerðir voru
að beiðni Morg-
unblaðsins.
Reiknað er út frá
spá Seðlabankans
um þróun lands-
framleiðslunnar í
nýjustu Peninga-
málum bankans. Upphæðin er á
verðlagi ársins 2015.
Hér fyrir ofan má sjá tvö gröf.
Á grafinu til vinstri hefur lands-
framleiðslan á Íslandi verið yfirfærð
á vísitölu þar sem árið 2005 jafn-
gildir 100. Vísitalan sýnir þannig
breytingu á landsframleiðslu á mann
miðað við árið 2005.
Verður 16% hærri en 2018
Samkvæmt útreikningum
Analytica verður vísitalan í 116 stig-
um árið 2018. Það þýðir að lands-
framleiðslan verður 16% hærri árið
2018 en hún var viðmiðunarárið
2005. Athygli vekur að áætluð hækk-
un vísitölunnar árin 2015-18 er sam-
bærileg og á árunum 2005-7.
Á grafinu til hægri má sjá áætlaða
landsframleiðslu á mann á verðlagi
Yngvi
Harðarson
Erla María Markúsdóttir
erla@mbl.is
„Er einhver hér sem getur frætt
mig um þennan gest?“ spyr Ásta
Dögg Sigurðardóttir á Facebook-
hópnum Heimur smádýranna. Þar
spretta reglulega upp líflegar um-
ræður um alls konar smádýr sem
verða á vegi fólks. Þá er tilvalið að
leita til stofnanda síðunnar, Erlings
Ólafssonar, sérfræðings í skor-
dýrafræði.
„Fólk er forvitið og með því að
koma með pöddurnar til mín eru
tvær flugur slegnar í einu höggi.
Fróðleiksfýsninni er svarað og hag-
urinn er minn,“ segir Erling, sem
var fljótur að svara kallinu. Um er-
að ræða blómtítu eða skræputítu,
fágætan gest frá Suður-Evrópu, og
hefur Erling tvisvar áður litið
pödduna augum. Skræputítan er
svört og fagurrauð að lit. „Hún er
eitruð til átu vegna þess að hún er
fjölhæf í plöntuvali og sækir ekki
síst í plöntur sem innihalda eitur.
Hún drekkur í sig eitrið og safnar í
líkamann, sem gerir það að verkum
að það verður hennar vörn.“
Erling hefur gefið hundruðum
pöddutegunda íslensk heiti á ferli
sínum og hefur því ákveðið frelsi til
að nefna pöddurnar eftir sínu höfði.
„Blómtíta er heiti sem hefur ekki
náð að festa sig, ég ætla því að
gleyma því og halda mig við
skræputítu, en það heiti vísar í útlit
hennar,“ segir Erling.
Í svari sínu spurði hann hvort
paddan væri föl og hvort hann
mætti nálgast hana. „Ég fæ stund-
um tilkynningar á fésbókarsíðuna
og ef þetta eru spennandi hlutir
gerist ég eigingjarn, en á kurteisan
hátt. Ég vil ekki hafa neitt af fólki
sem vill halda því. En ef það er falt
þá þigg ég það.“
Erling gerði sér ferð upp í Árbæ
og sótti pödduna og skrifaði um
hana pistil á Heim smádýranna.
Paddan er því orðin opinber og bíð-
ur birtingar á Pödduvef Náttúru-
fræðistofnunar, sem Erling heldur
úti. „Við erum að endurnýja vefsíð-
una og ég hef ekki verið að bæta við
nýjum pöddum meðan á því stend-
ur.“ Mesta lífið er því í Facebook-
hópnum þessa stundina.
Fann eitraða skræputítu
Ljósmynd/Erling Ólafsson
Ferðalangur Skræputíta er algeng
tegund skortítu við Miðjarðarhaf.
Skordýrafræð-
ingur sótti laumufar-
þegann í Árbæinn
„Eins og Land-
eyjahöfn er í dag
þá mun hún aldr-
ei þjóna sínu hlut-
verki nema sem
sumarhöfn. Þó að
ný ferja verði
smíðuð verða frá-
tafir ekkert minni
en í dag. Kostn-
aður við dýpkun
mun minnka
óverulega þrátt fyrir nýja ferju, hún
er engin lausn,“ segir Ólafur Ragn-
arsson skipstjóri, sem var meðal
þeirra skipstjórnarmanna sem áttu
fund í innanríkisráðuneytinu á
fimmtudag um Landeyjahöfn.
Að sögn Ólafs lagði hópurinn m.a.
áherslu á að fenginn yrði óháður að-
ili til að meta stöðuna í höfninni og
framhaldið yrði síðan ákveðið.
Stjórnvöld verði að gera upp við sig
hvort forsvaranlegt sé að verja meiri
fjármunum í óbreytta höfn.
Ólafur stýrir um þessar mundir
dýpkunarskipi í Angóla í Afríku og
hefur starfað í þessum geira undan-
farin tíu ár, m.a. við dýpkun í Land-
eyjahöfn. Dýpkunarskip hans er
svipaðrar stærðar og belgíska skipið
Galilei 2000 sem er á leið til starfa í
Landeyjum. Ólafur telur að til að
skipið geti afhafnað sig í höfninni
þurfi dýpkunarskip frá Björgun
fyrst að dýpka fyrir því.
Aldrei upplifað annað eins
„Ég hef aldrei upplifað aðrar eins
aðstæður og í Landeyjahöfn,“ segir
Ólafur. Ef ekki sé hægt að laga höfn-
ina þá sé það pólitísk ákvörðun hvort
réttlætanlegt sé að að standa áfram í
miklum viðhaldskostnaði hafnar-
innar. Til greina kæmi þá að fá stóra
og öfluga ferju sem gæti siglt á milli
Eyja og Þorlákshafnar á 20 sjómílna
hraða að jafnaði. Það myndi stytta
siglinguna um tæpan klukkutíma,
niður í rúma tvo tíma.
Ólafur segir það einnig gleymast í
umræðunni að það dugi ekki til að fá
ferju með minni djúpristu. Eftir sem
áður þurfi sama lágmarksdýpi fyrir
dýpkunarskip til að athafna sig. Þá
segir hann kostnaðinn vera orðinn
gríðarlegan.
„Menn verða að fara að stinga
hausnum upp úr sandinum og við-
urkenna að óbreytt ástand gangi
ekki,“ segir Ólafur. bjb@mbl.is
„Ný ferja
er engin
lausn“
Telur að dýpka
þurfi fyrir dýpkunar-
skipi í Landeyjahöfn
Ólafur
Ragnarsson