Morgunblaðið - 20.02.2016, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2016
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790
bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Alpafegurðin sem umvefur Salzburg í Austurríki lætur engan
ósnortinn. Borgin er þekkt fyrir fagrar byggingar og ekki síst
tónlist, en þar fæddist sjálfur Mozart. Í þessari einstöku ferð
förum við m.a. að Königssee vatninu,Arnarhreiðri Hitlers og
siglum niður Dóná á leið að hinni fornfrægu Regensburg í
Þýskalandi. Ferð fyrir alla fagurkera!
Verð: 174.700 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
Sp
ör
eh
f.
Fararstjóri: Sigrún Valbergsdóttir
30. apríl - 7. maí
Salzburg & Regensburg
Vor 5
„Það er alveg sama hverju dýft er í
sjóinn, það er mokfiskirí í öll veið-
arfæri,“ segir Björn Arnaldsson,
hafnarstjóri í Snæfellsbæ, um afla-
brögðin síðustu daga. „Janúar-
mánuður var besti janúar síðan
2009, bæði gott tíðarfar og fínt fisk-
irí. Febrúar hefur sömuleiðis verið
góður og tíðin skárri en í fyrra. Það
er sama hvort menn róa með drag-
nót, net eða línu, það eru allir að
fiska og þorskurinn er af stærstu
gerð.“
Gott veður var til sjósóknar á
fimmtudag, flestir bátar á sjó og afli
almennt góður. Dagurinn var þó
ekki sá stærsti á vertíðinni því fyrir
tíu dögum komu alls um 560 tonn á
land í höfnum Snæfellsbæjar; Rifi,
Ólafsvík og Arnarstapa.
Eins og frá var greint í blaðinu í
gær er vertíðin sömuleiðis að kom-
ast í gang við Reykjanesið og
yfirleitt gott fiskirí. Á fimmtudag
voru nánast allir á sjó í fínasta veðri.
Þá kom snurvoðarbáturinn Benni
Sæm. með 33 tonn og línubátarnir
fengu upp í 11 tonn. Allir voru á sjó á
fimmtudag, en í gær voru flestir
línubátanna í landi. aij@mbl.is
„Sama hverju dýft er í sjó“
„Þorskurinn er
af stærstu gerð“
Yfirleitt góður
afli á vertíðinni
Ljósmynd/Björn Arnaldsson
Ólafsvík Félagarnir á Bárði SH 81 komu með 22 tonn að landi á fimmtudag
úr tveimur trossum. Pétur yngri Pétursson heldur á vænum þorski.
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Innanríkisráðuneytið birti á vef sín-
um í gærkvöldi drög að lagafrum-
varpi um lögreglunám. Samkvæmt
því verður námið fært á háskólastig
og er það til samræmis við fyrir-
komulagið annars staðar á Norður-
löndum. Í stað þess að ljúka grunn-
námi lögreglumanna á einu ári í
Lögregluskólan-
um stendur nú
til að lengja
námið í tvö ár,
sem lyki með
diplómaprófi á
háskólastigi.
Eins árs fram-
haldsnám verð-
ur í boði til að
hljóta titilinn
lögreglufræð-
ingur.
Í bráðabirgðaákvæði frumvarps-
ins er gert ráð fyrir að þeir sem
stunda nám við Lögregluskóla rík-
isins við gildistöku laganna eigi rétt
á að ljúka því námi miðað við gild-
andi námsskipulag og skal því vera
lokið fyrir 30. september. Þá telst
Lögregluskóli ríkisins formlega
lagður niður frá og með 30. sept-
ember næstkomandi.
Í frumvarpinu er ennfremur lagt
til að sett verði á stofn mennta- og
starfsþróunarsetur lögreglu innan
embættis ríkislögreglustjóra. Hlut-
verk setursins verði að sjá um
starfsnám lögreglunema sem og að
sinna fræðslustarfi og endurmennt-
un.
Að loknu umsagnarferli fer frum-
varpið til lokavinnslu og er stefnt að
því að Alþingi fái frumvarpið til
þinglegrar meðferðar á vorþingi.
Breytt umhverfi
Í drögunum segir meðal annars
að eðli og umfang lögreglustarfsins
hér á landi hafi tekið stakkaskiptum
á undanförnum áratugum. „Störf
lögreglunnar eru orðin erfiðari og
mun flóknari en fyrr. Ógnir við net-
öryggi, vöxtur skipulagðrar glæpa-
starfsemi og vaxandi ógn vegna
hryðjuverka eru þær hættur sem
Evrópuríki líta helst til og kalla á
aukna þekkingu og þjálfun lögreglu-
manna. Þátttaka íslensku lögregl-
unnar í alþjóðlegu samstarfi lögreglu
er sífellt mikilvægari og verður
þekking og þjálfun að vera í takt við
þær kröfur sem gerðar eru í öðrum
ríkjum. Reglulega verður að gera
faglegar greiningar og mat á hættu
og ógnum sem steðja að íslensku
samfélagi og lögreglan verður að
geta tileinkað sér nýjungar í rann-
sóknum á sakamálum, ekki síst á
meintum glæpum á netinu og í
tengslum við efnahagsbrot svo dæmi
séu tekin.“
Leitað til háskólanna
Leitað var til allra háskóla á land-
inu til að kanna vilja og möguleika
þeirra til að taka þátt í þróun lögregl-
unáms á háskólastigi. Ráðuneytinu
bárust svör frá Háskóla Íslands í
samstarfi við Keili í Reykjanesbæ, og
háskólunum í Reykjavík, Bifröst og á
Akureyri.
Í dag eru 16 nemendur í grunn-
námi í Lögregluskólanum og stendur
til að þeir útskrifist í lok ágúst. Að
auki starfar framhaldsdeild sem held-
ur utan um námskeiðahald fyrir starf-
andi lögreglumenn.
Karl Gauti Hjaltason, sem hefur
verið skólastjóri Lögregluskólans síð-
an á miðju ári 2014, hafði ekki kynnt
sér drögin þegar Morgunblaðið náði í
hann seint í gærkvöldi.
Lögreglunámið verði
fært á háskólastig
Innanríkisráðuneytið vill breyta námi lögreglumanna
Morgunblaðið/Júlíus
Að kenna Lögreglunema er kennd umferðarstjórnun á götum höfuðborgar-
innar. Lögregluskólanum verður líklega lokað 30. september næstkomandi.
Karl Gauti
Hjaltason
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Fulltrúar stjórnarráðsins og
þróunarfélagsins Landstólpa fund-
uðu síðdegis í gær um mögulegan
leigusamning og
útlitsbreytingar á
svonefndu Hafn-
artorgi sem fyrir-
hugað er norðan
við Lækjartorg.
Stefán Thors,
húsameistari rík-
isins, sat fundinn
fyrir hönd for-
sætisráðuneytis.
Upphaf þess-
ara viðræðna má
rekja til gagnrýni Sigmundar Davíðs
Gunnlaugssonar, forsætisráðherra,
á útlit fyrirhugaðra bygginga. Taldi
hann stefna í „skipulagsslys“.
Gísli Steinar Gíslason, fram-
kvæmdastjóri Landstólpa, segir
menn hafa skipst á hugmyndum.
Stefán hafi viðrað hugmyndir um
hvernig breyta megi útliti bygginga
á reitnum, meðal annars á austur-
hliðinni, sem snýr að stjórnarráðinu,
þannig að nýbyggingarnar höfði
meira til gamla tímans.
Um leið séu nýbyggingarnar að-
lagaðar að þörfum stjórnarráðsins
sem ætlunin sé að verði með skrif-
stofur í austari hluta Hafnartorgs.
Funda aftur í næstu viku
Gísli Steinar kveðst ekki vilja tjá
sig um það á þessu stigi hvort hug-
myndirnar séu raunhæfar. Hann
segir að fundað verði um framhaldið
í næstu viku. Fulltrúar Landstólpa
muni meta hugmyndirnar.
Hann segir aðspurður gert ráð
fyrir að uppbygging reitsins tefjist
ekki. Miðað sé við að mannvirkin
verði tilbúin tveimur og hálfu ári eft-
ir að framkvæmdir hefjast.
Verklok séu áformuð vorið 2018.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
forsætisráðherra, segir ljóst að góð-
ur gangur sé í viðræðunum og að
fram hafi farið jákvæð skoðana-
skipti. Hugmyndirnar sem Stefán
kynnti á fundinum voru sagðar á
frumstigi. Ótímabært væri að birta
myndir af þeim í fjölmiðlum.
Tölvuteikning/PK arkitektar/Birt með leyfi
Hafnartorg Svona myndi hluti bygginganna líta út séð frá Arnarhóli.
Ræða breytingu
á Hafnartorgi
Húsameistari ríkisins sýnir tillögur
Gísli Steinar
Gíslason