Morgunblaðið - 20.02.2016, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2016
Héraðsdómur Reykjaness hefur
dæmt karlmann í sex mánaða skil-
orðsbundið fangelsi fyrir líkams-
árás og húsbrot og annan karlmann
í þrjátíu daga skilorðsbundið fang-
elsi fyrir húsbrot.
Mennirnir tveir sem dæmdir voru
eru feðgar og hafa ekki áður sætt
refsingu. Sonurinn var 21 árs þegar
brotið var framið. Brotið átti sér
stað í Garði í nóvember 2012.
Morgunblaðið/Ómar
Dæmt Feðgar hlutu skilorðsbundinn dóm en
sonurinn var 21 árs þegar brotið var framið.
Feðgar dæmdir í
fyrsta sinn fyrir hús-
brot og líkamsárás
Nöfnin Rósý, Dalrún, Lói og Gígí
hafa öll verið samþykkt af Manna-
nafnanefnd. Hins vegar fékk nafnið
Einarr ekki
samþykki í ljósi
þess að rithátt-
urinn er ekki í
samræmi við
almennar rit-
reglur íslensks
máls. Úrskurð-
irnir voru
kveðnir upp 5.
febrúar.
Kvenkyns-
nöfnin sem
samþykkt voru taka öll íslenska
beygingu í eignarfalli en karlkyns-
nafnið Lói var samþykkt af sömu
ástæðu.
Í úrskurðinum er varðar nafnið
Einarr kemur fram að enginn Ís-
lendingur hafi verið skráður á 20.
öld með ritháttinn Einarr sam-
kvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá
„og því hefur engin hefð skapast
um þann rithátt“. Til að nýtt eigin-
nafn sé samþykkt verður það að
taka íslenska eignarfallsendingu
eða hafa unnið sér hefð í íslensku
máli.
Ekki er
heimilt að
heita Einarr
Nöfn Það má heita
Gígí eða Lói.
Truflanir í almennum fjarskipta-
kerfum á Íslandi hafa aukist mjög á
síðastliðnum árum. Þetta kemur
fram í tilkynningu frá Póst- og fjar-
skiptastofnun.
Segir þar að truflanir sem þessar
geti valdið alvarlegum vandkvæðum
og jafnvel ógnað öryggi manna, þar
sem öll þráðlaus fjarskipti séu háð
því að ekki séu truflanir á þeim tíðn-
um sem eru notaðar í samskiptin.
„Það er mikilvægt að fyrirbyggja
slíkar truflanir eins og kostur er og
slíkt byggist á vitund bæði almenn-
ings og fjarskiptafyrirtækja um
hugsanlegar orsakir og afleiðingar,“
segir í tilkynningunni.
Fjarskiptafélög komi að málum
Sú fjölgun sem hefur orðið á til-
kynntum truflunum á síðustu þrem-
ur árum er áhyggjuefni að sögn
stofnunarinnar, en þær hafa aukist
um nær 200%. Þannig voru þær 30
árið 2013, 53 árið 2014 og 82 talsins
árið 2015.
Aukinn innflutningur almennings
á tækjum sem keypt eru að utan og
uppfylla ekki þær kröfur sem gerðar
eru til fjarskiptabúnaðar hér á landi,
er talinn vera ein helsta orsök trufl-
ananna.
Stofnunin segir að að mikilvægt
sé að henni verði gert kleift að fram-
kvæma fyrirbyggjandi aðgerðir og
stunda eftirlit, „með nauðsynlegri
reglusetningu, þjálfuðum mannskap
og sérhæfðum búnaði til að standa
að eftirlitinu“. Aðrir sem einnig
þurfi að koma að málum séu til
dæmis fjarskiptafélögin sem tryggja
þurfi að net þeirra séu heildstæð.
„Þá er ekki síður mikilvægt að al-
menningur og fyrirtæki gæti þess að
eingöngu séu notuð fjarskiptatæki
sem eru lögleg til notkunar á Ís-
landi. Reynslan síðustu ár sýnir að
notkun ólöglegs búnaðar veldur
miklum truflunum.“
Fjarskiptatruflanir hafa
aukist um nær 200 prósent
Póst- og fjarskiptastofnun telur aukninguna áhyggjuefni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Aukning Truflanir í fjarskiptakerf-
um á Íslandi geta ógnað öryggi.
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
ÚT-
SÖLU-
LOK
Laugardagur 10-16
Sunnudagur 13-18
60%af fatnaði
70% af skóm
Opið 10-16 í dag
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Nýjar blússur
kr. 12.900
Str. 36-48
• Sjónvarpsstöðin ÍNN. Eigandi stöðvarinnar hefur í hyggju að draga
sig í hlé og hefur fengið Kontakt til að kanna áhuga aðila að
fjárfesta í stöðinni að hluta eða öllu leyti.
• Lítil heildverslun með gott umboð fyrir hágæða múrefni og
klæðningar. Velta um 100 mkr. Miklir möguleikar á vexti
• Hótel Siglunes á Siglufirði. Sérlega fallegt 19 herbergja hótel, sem
fær frábæra dóma, í ört vaxandi ferðamannabæ.
• Vaxandi innflutnings- og smásölufyrirtæki með mjög góða
markaðshlutdeild á sérhæfðum markaði. Ársvelta 130 mkr. og
EBITDA 30 mkr.
• Fyrirtæki á SV-horninu í framleiðslu og sölu á harðfiski. Velta 50 mkr.
Inannlandsssala og útflutningur.
• Lítið hótel og veitingastaður í sérlega fallegu og sögufrægu,
uppgerðu húsi í Bolungarvík. Húsið og starfsemin í því er til sölu.
Tripadvisor gefur 4,5 stjörnur.
• Verslunarkeðja með matvæli (12 útsölustaðir) og miðlæga
framleiðslu. Ársvelta 650 mkr. Miklir vaxtamöguleikar og góð
afkoma.
• Gamalgróin heildverslun með þekkt leikföng og gjafavörur. Velta um
100 mkr. Góð afkoma.
• Stórt og gott hótel miðsvæðis á Suðurlandi sem býður upp á mikla
möguleika fyrir áhugasaman, nýjan eiganda.
• Öflugt og vaxandi fyrirtæki í skiltagerð og markaðslausnum. Vel
tækjum búið. Ársvelta um 100 mkr. og góð afkoma.
• Rótgróin rafvöruverslun í Reykjavík. Velta 80 mkr. og afkoman góð.
• Gróðrarstöð staðsett á Suðurlandi í nálægð við höfuðborgina.
Fyrirtækið hefur sterka stöðu á markaði. Velta er nokkuð jöfn allt
árið, um 130 mkr. og EBITDA um 25 mkr.
H
a
u
ku
r
0
1
.1
6
Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
NÝJAR VORLÍNUR
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Skoðið laxdal.is/touch of blush-atlanta
Upplýsingar í síma 894 0048 | halliparket@gmail.com
Gagnheiði 5, Selfossi
Til sölu
sumarhús, ferðaþjónustuhús, gesthús,hóteleiningar
Gerum tilboð í allar teikningar