Morgunblaðið - 20.02.2016, Síða 10

Morgunblaðið - 20.02.2016, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2016 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þetta fór allt af stað fyrirtveimur og hálfu ári íkampavínsboði hjá Sigur-laugu Jónasdóttur, þar sem við Sigríður Ásta mættum báð- ar með hljóðfærin okkar, hún með nikkuna og ég með fiðluna. Við spil- uðum af fingrum fram og fundum einhvern samhljóm,“ segir Elísabet Indra Ragnarsdóttir, ein af þeim sjö meðlimum sem skipa hljómsveitina Mandólín. „Í framhaldinu stakk ég upp á því að við stofnuðum hljómsveit sem spilaði klezmer-lög og kæmum fram á næstu Þjóðlagahátíð á Siglufirði, og við gerðum það,“ segir Sigríður Ásta Árnadóttir. „Þetta er íslenska leiðin, byrja á því að skrá hljómsveit á hátíð, en búa bandið til eftir það. Við fengum til liðs við okkur Magnús frænda minn klarínettuleikara sem hafði spilað með mér í Varsjár- bandalaginu, Alexöndru Kjeld kontrabassaleikara, Guðrúnu Árna- dóttur á fiðlu, Martin Kollmar á klarínett og ég veiddi Óskar Sturlu- son í bandið á mótmælum á Austur- velli. Ástvaldur Traustason harm- onikkuleikari suðaði síðan í Óskari þar til hann fékk að vera með okkur. Þar með var hljómsveitin Mandólín orðin að veruleika,“ segir Sigríður Ásta og bætir við að Magnús hafi fljótlega þurft að hætta. Martin setur upp svip „Við þekktumst ekki öll í upp- hafi en það hefur orðið til falleg vin- átta úr þessu samspili okkar. Við er- um búin að spila okkur svo vel saman, að við þurfum næstum ekki Allt er eins og það á að vera Þau eru búin að spila sig svo vel saman að þau þurfa næstum ekki að tala saman. Stundum dugar að gjóa augunum í einhverja ákveðna átt og þá vita allir hvað viðkomandi er að hugsa. Meðlimir hljómsveitarinnar Mandólín spila klezmer og tangó á eigin forsendum en því fylgir gleði. Þau ætla að spila saman í kvöld. Morgunblaðið/Styrmir Kári Mætt til viðtals Elísabet Indra, Ástvaldur og Sigríður Ásta eru lífsglöð. Ljósmynd/Tora Ljóð Mandólín lék í Iðnó undir ljóðalestri Sviðslistakvenna 50 plús. Katrín Elvarsdóttir ræðir við gesti um ljósmyndasýningu sína Margföld hamingja í Gerðarsafni í Kópavogi kl. 15 á morgun, sunnudag. Hún vann myndaröðina í Kína á árunum 2010-2014 og dregur upp mynd af borg á mörkum þess hversdagslega og skáldaða. Myndirnar einkennast af hrynjandi augnablika og frásögn í formi endurtekninga. Náttúran í borginni býr í plöntum sem hafa náð rótfestu í manngerðu umhverfi, í endurgerð á veggspjöldum og blómamynstrum í klæðnaði og áklæðum. Mannlífið birtist í portrettum af eldri konum, myndum af híbýlum og skúlptúrum. Í myndaröðinni fangar Katrín stillu í mannösinni sem stangast á við titil verkanna – tví- tekningu á kínversku tákni fyrir hamingju, sem er notað í skraut og til að marka hátíðlega viðburði. Ljósmyndasýning Katrínar er liður í Ljósmyndahátíð Íslands. Vefsíðan www.gerdarsafn.is Stilla Myndirnar fanga stillu í mannösinni sem stangast á við titil verkanna. Margföld hamingja í Kópavogi Listasmiðjan Skæri – blað – listaverk verður haldin í tilefni af Bóka- og bíóhátíð barnanna í Hafnarfirði kl. 14 á morgun, sunnudag. Hafnarborg býður fjölskyldum að koma og skapa saman listaverk eða bókverk. Efnivið- urinn er bækur, pappír og texti sem hægt er að klippa, líma eða brjóta saman í origami. Við upphaf smiðjunnar býðst leið- sögn um sýningu Ragnhildar Jó- hanns, DIKTUR, sem nú stendur yfir í Sverrissal safnsins, en Ragnhildur vinnur með notaðar bækur sem í meðförum hennar umbreytast og öðlast annað líf. Bóka- og bíóhátíð barnanna í Hafnarfirði Skæri, blað og listaverk Klippt og skorið Efniviðurinn í lista- verkin er bækur, pappír og texti. Fulltrúar margra mála Café Lingua – lifandi tungumál er tungumálavettvangur á vegum Borg- arbókasafnsins í samstarfi við ýmsa aðila í samfélaginu. Eitt af markmið- unum er að virkja tungumál sem hafa ratað til Íslands með fólki frá ýmsum heimshornum og auðga mannlíf og menningu ásamt því að vekja forvitni borgarbúa um umheiminn. Á skrímsla- fögnuðinn hafa þegar boðað sig fulltrúar fjölda tungumála; frönsku, Í tilefni af Alþjóðadegi móðurmálsins UNESCO býður Café Lingua börnum og fjölskyldum þeirra til fagnaðar með sprelllifandi skrímsladagskrá kl. 14-16 á morgun, sunnudaginn 21. febrúar, í Borgarbókasafninu í Gerðubergi. Ýms- ar tungumála- og skrímslasmiðjur standa til boða og gefst gestum sem kunna fleiri en eitt tungumál tækifæri til að kynna tungumál sín sem og skrímsli sem ættir eiga að rekja hvað- anæva úr heiminum. Skrímslaandlitsmálning stendur börnunum til boða og þau eru hvött til að mæta í skrímslabúningi. Dagskráin hefst með upplestri á ýmsum tungumálum. Áslaug Jóns- dóttir og Rakel Helmsdal, tveir af þremur höfundum skrímslabókanna, lesa úr nokkrum bóka sinna og leik- brúðurnar Litla og Stóra skrímsli leiða gesti inn í töfra sýningarinnar. Skrímsl- in bjóða heim þar sem börnin geta upp- lifað veröldina frá sjónarhóli skrímsl- anna. Bækurnar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og munu fjöltyngd börn og ungmenni lesa úr einni þeirra á mörgum tungumálum. Því næst verða skrímsla- og tungu- málasmiðjur. Auk þess sem börnin geta látið mála sig taka þau þátt í tungu- málaborðinu Lifandi tungumál, spreyta sig á að búa til skrímslabækur og -grímur, teikna og lita skrímslamyndir, skrifa skrímsli á ýmsum tungumálum á blöðrur, búa til skrímslateinimyndasög- ur og fara í tungumálaleiki. spænsku, arabísku, japönsku, ítölsku, pólsku, tékknesku, basknesku, kata- lónsku, lettnesku, kóreönsku svo að- eins nokkur séu nefnd. Café Lingua er gátt inn í mismun- andi tungumála- og menningarheima og vettvangur fyrir þá sem vilja efla tungumálakunnáttu sína og hafa áhuga á tungumálum. Borgarbókasafnið býður upp á dag- skrána í samstarfi við Móðurmál – samtök um tvítyngi og skóla- og frí- stundasvið Reykjavíkurborgar. Alþjóðadegi móðurmálsins fagnað í Café Lingua í Borgarbókasafninu, Gerðubergi Fjölþjóðleg skrímsli bregða á tungumálaleik Tungumál Fulltrúar margra tungumála hafa boðað komu sína. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.