Morgunblaðið - 20.02.2016, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.02.2016, Blaðsíða 11
Ljósmynd/Tora Mandólín Þau spila fyrst og fremst saman til að hafa gaman af því og gefa hvert öðru rými til að vera þau sjálf. að tala saman. Stundum dugar að gjóa augunum í einhverja ákveðna átt og þá vita allir hvað maður er að hugsa. Martin setur til dæmis upp sérstakan svip þegar honum finnst við spila of hægt og þá gefum við í. Útgangspunkturinn er að þetta er fyrir okkur sjálf og gleðina sem fylgir því að spila saman,“ segir Sig- ríður Ásta. „Við leggjum okkur fram um að hvíla í augnablikinu og njóta þess að allt er eins og það er. Og við gefum hvert öðru rými til að spila. Losum okkur við egóið,“ segir Ástvaldur. Elísabet Indra segir frábært að hafa tekið hljóðfærið upp að nýju og fá loksins að spila á eigin forsendum. „Það er glæný hugsun og gleði sem fylgir því, fullkomið frelsi. Ég var lengi í klassísku hljóðfæranámi en þá er maður svo hræddur við að gera mistök og ég lagði fiðluna á hilluna upp úr tvítugu.“ Sigríður Ásta tekur undir þetta og segir það hafa verið algjört kikk að dusta rykið af tónlistariðkuninni eftir langt hlé og nálgast hana á nýj- um forsendum. „Ég var aldrei látin spila eftir eyranu í mínu fjórtán ára klassíska píanónámi.“ Hjá Ástvaldi er þetta á hinn veginn, hann hefur alla tíð spilað eft- ir eyranu. „Mér gekk illa að spila eftir nót- um og þess vegna smellpassar fyrir mig að vera í Mandólín, þetta er mjög opið tónlistarlega séð. Þegar tónlistin smellur saman hjá okkur, þá er það eitthvað sem er handan við réttar eða rangar nótur.“ Syngja á fimm tungumálum Þau æfa í hverri viku, hvort sem eitthvað er framundan eða ekki. „Við höfum haldið marga tónleika á þess- um tveimur árum og við höfum líka spilað í brúðkaupum, afmælum og boðum. Þetta er mjög veisluvæn tón- list og dansvæn. Þó laglínurnar séu klezmer þá útsetjum við sjálf, spilum þetta með okkar nefi. Við spilum ekki aðeins klezmer, líka tangó og ýmislegt annað, ætli við séum ekki eins og gamaldags saloon-hljóm- sveit.“ Ástvaldur segir að bandið sé mjög ególaust og fyrir vikið verði tónlistin mjög falleg. „Annað sem er óvenjulegt er að allir innan bandsins geta sungið, raddir okkar eru eitt hljóðfærið enn. Við höfum verið að syngja á rúm- ensku, finnsku, jiddísku, þýsku og íslensku. Það hafa stundum slæðst gyðingar á tónleika hjá okkur og þakkað okkur sérstaklega fyrir.“ Í Mandólín er þó nokkuð leik- húselement, þau dressa sig upp og leggja upp úr því sjónræna, hugsa um umgjörðina. „Ég væri til í að vera í leikhús- hljómsveit að aðalstarfi,“ segir Sig- ríður Ásta og vísar til þess hversu gaman hafi verið að spila um síðustu helgi í Iðnó með hópi leikkvenna sem kalla sig Sviðslistakonur 50 plús, en þær lásu upp ljóð Nínu Bjarkar Árnadóttur við undirleik Mandólíns. „Magnea leikstjóri bað okkur um að vera með í þessari ljóðasýn- ingu og þetta var mjög fallegt sam- starf, hún gaf okkur fullt frelsi.“ Þegar spurt er hvað sé á döfinni er Ástvaldur fljótur til svars: „Heimsyfirráð eða dauði.“ En kon- urnar bæta við að Mandólín ætli í samstarf með Söngsveitinni Fíl- harmóníu í vor og einnig með kórn- um hans Ástvalds, Álafosskórnum. Ljósmynd/Einar Baldvin Pálsson Tangó Á tónleikum á Rósenberg stigu gestir dans við seiðandi tóna. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2016 Hljóm- sveitin Mandólín snýr aftur á Rósen- berg við Klappar- stíg í kvöld kl. 22 og flytur hjartanær- andi blöndu af klezmer- og tangótónlist. Með- limir syngja hver með sínu ágæta nefi. Sérstakur gestur á tónleik- unum verður söngkonan og sjarmatröllið Brynhildur Björns- dóttir. Aðgangseyrir er 1.500 krónur og vert er að taka fram að eng- inn posi verður á staðnum. Spila á Rósen- berg í kvöld TÓNLEIKAR OG DANS Ljósm./Dagur G. Ógnvænlegar og dularfullar skepnur spretta fram úr bréfum sem opnuð verða í óvenjulegri sendibréfasmiðju í Safnahúsinu við Hverfisgötu kl. 14-16 á morgun, sunnudag. Dularfull sendi- bréf er yfirskrift þessarar fjöl- skyldusmiðja, sem er innblásin jafnt af kynjaverum úr íslenskum þjóðsög- um sem skrýtnum geimverum. Kynja- verur eru nefnilega af ýmsum toga og finnast víða; í lofti, sjó eða á landi. Þær geta líka tekið á sig mynd mars- búa eða torkennilegra vera úr tölvu- heiminum. Sumar eru hreistraðar eða loðnar, aðrar fiðraðar og sam- settar úr líkamspörtum dýra, manna eða hluta. Börn og fullorðnir fylgifiskar þeirra eru boðin velkomin, og reyndar er mjög æskilegt að fylgifiskarnir komi með. Aðgangur í smiðjuna er ókeypis, en efni og áhöld sem og frímerki eru á staðnum. Arite Fricke og Kristín Þóra Guðbjartsdóttir skipuleggja og leiða smiðjuna, sem er samstarfs- verkefni Þjóðminjasafnsins og list- kennsludeildar Listaháskóla Íslands. Í bígerð er að halda Galdrastaf- asmiðju, Landakortasmiðju og Flug- drekasmiðju á næstu mánuðum. Fjölskyldusmiðja Kynjaverur úr sendibréfum Bréf Sum bréfin eru skepnuleg. Vettvangur Safnahúsið við Hverfis- götu (áður Þjóðmenningarhúsið). Framboð í trúnaðarstöður FRV Samkvæmt 34. gr. laga Félags Rafeindavirkja skal fara fram kosning til trúnaðarstarfa fyrir félagið. Framboðsfrestur skal vera minnst 14 sólarhringar og skal tillögum skilað til kjörstjórnar innan þess tíma. Með hliðsjón af framansögðu hefur framboðsfrestur verið ákveðinn til kl. 12 á hádegi 14.03.2016 Reykjavík 20. febrúar 2016 Stjórn Félags Rafeindavirkja Samkennd - að styrkja sig innan frá Á námskeiðinu er tvinnað saman gjörhygli og samkennd, byggt er á þekkingu á því hvernig hugurinn hefur þróast og hvernig hann starfar. Þetta er ný meðferðarleið sem þegar hefur verið sýnt fram á að geti hjálpað okkur við að fást við streitu, sjálfsgagnrýni og erfiðar tilfinningar eins og sektarkennd, skömm, reiði, kvíða og depurð. Innifalið: Ljúffengur og hollur matur, skipulögð dagskrá, hugleiðsla og jóga, aðgangur að sundlaugum, baðhúsi og líkamsrækt. Einnig nudd og val um ýmsar meðferðir. Verð pr. einstakling með gistingu er 130.000 kr. í einbýli en 123.500 kr. í tvíbýli. Námskeiðið er fyrir þá sem vilja efla þann styrk sem býr innra með okkur öllum. - berum ábyrgð á eigin heilsu Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands Nánari upplýsingar og skráning á heilsustofnun.is eða í síma 483 0300. 13.-20. 2016 mars 7 daga námskeið dagana 13.-20. mars 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.